Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 16:31 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins sést hér með Ásmundi Einarr Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, fylgist með í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð afreksíþrótta á Íslandi var greind og í skýrslunni voru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Unnu tillögurnar í góðu samráði Hugmyndir um eflingu afreksstarfs á Íslandi sem voru settar fram í dag í nýrri skýrslu eru byggðar á álitum fjölmargra álitsgjafa frá íþróttahreyfingunni, stjórnvöldum, skólakerfi, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Mikil áhersla var lögð á að vinna tillögurnar í góðu samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.Vísir/Vilhelm Vésteinn Hafsteinsson var formaður starfshópsins en umfangsmikið samráð og upplýsingaöflun meðal innlendra og erlendra álitsgjafa hefur átt sér stað í tengslum við vinnu hópsins. Lögð var áhersla á að nýta það besta frá erlendum fyrirmyndum og aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Stofna Afreksmiðstöð Íslands Mikilvægustu tillögur starfshópsins er að stofna Afreksmiðstöð Íslands, samræma betur afreksstefnu ÍSÍ og sérsambanda auk þess að skilgreina betur afrek. Þá þarf að auka stuðning sveitarfélaga vegna þátttöku í landsliðsverkefnum og ekki síst stofna sérstakan launasjóð afreksíþróttafólks og íþróttaþjálfara. Íþróttafólkið fengi þá launþegasamninga sem tryggir um leið vinnumarkaðstengd réttindi. Afreksmiðstöð Íslands geri einnig samninga við einkarekna starfsemi um heilbrigðisþjónustu fyrir afreksíþróttafólk, skjólstæðingar AMÍ fái ráðgjöf vegna skatta, lífeyrismála og trygginga og komið verði á betra fyrirkomulagi vegna tryggingamála íþróttahreyfingarinnar. Afrekssjóður verði hækkaður Þarna er líka farið yfir kostnaðarþátttökuna í afreksstarfinu. Auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar frá ríki og sveitarfélögum svo hægt sé að lágmarka kostnaðarþátttöku iðkenda í landsliðsstarfi. Það er því lagt til að afrekssjóður verði hækkaður því styðja þarf sérstaklega við næstu kynslóð afreksíþróttafólks. Auka þarf framlög til Ferðasjóðs íþróttafélaga til að koma til móts við aukinn ferðakostnað einstaklinga og félaga af landsbyggðinni. Tryggja þarf betri samninga vegna ferðalaga þátttakenda í afreksstarfi innanlands sem utan, æskilegt að fyrirkomulag Loftbrúar sé endurskoðað svo styðji betur við þátttöku í afreksstarfi. Aðgengi að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu verði tryggt fyrir þátttakendur í afreksstarfi gegn hóflegu gjaldi. Vilja draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum Það er líka mikilvægt að kanna afreksstarf á ólíkum skólastigum. Koma með tillögur um aðgerðir til að hlúa að efnilegu íþróttafólki og draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum. Efla þarf samvinnu og tengsl AMÍ við grunnskólastigið og þjálfun ungmenna í íþróttafélögunum auk foreldrafræðslu. ÍSÍ Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð afreksíþrótta á Íslandi var greind og í skýrslunni voru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Unnu tillögurnar í góðu samráði Hugmyndir um eflingu afreksstarfs á Íslandi sem voru settar fram í dag í nýrri skýrslu eru byggðar á álitum fjölmargra álitsgjafa frá íþróttahreyfingunni, stjórnvöldum, skólakerfi, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Mikil áhersla var lögð á að vinna tillögurnar í góðu samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.Vísir/Vilhelm Vésteinn Hafsteinsson var formaður starfshópsins en umfangsmikið samráð og upplýsingaöflun meðal innlendra og erlendra álitsgjafa hefur átt sér stað í tengslum við vinnu hópsins. Lögð var áhersla á að nýta það besta frá erlendum fyrirmyndum og aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Stofna Afreksmiðstöð Íslands Mikilvægustu tillögur starfshópsins er að stofna Afreksmiðstöð Íslands, samræma betur afreksstefnu ÍSÍ og sérsambanda auk þess að skilgreina betur afrek. Þá þarf að auka stuðning sveitarfélaga vegna þátttöku í landsliðsverkefnum og ekki síst stofna sérstakan launasjóð afreksíþróttafólks og íþróttaþjálfara. Íþróttafólkið fengi þá launþegasamninga sem tryggir um leið vinnumarkaðstengd réttindi. Afreksmiðstöð Íslands geri einnig samninga við einkarekna starfsemi um heilbrigðisþjónustu fyrir afreksíþróttafólk, skjólstæðingar AMÍ fái ráðgjöf vegna skatta, lífeyrismála og trygginga og komið verði á betra fyrirkomulagi vegna tryggingamála íþróttahreyfingarinnar. Afrekssjóður verði hækkaður Þarna er líka farið yfir kostnaðarþátttökuna í afreksstarfinu. Auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar frá ríki og sveitarfélögum svo hægt sé að lágmarka kostnaðarþátttöku iðkenda í landsliðsstarfi. Það er því lagt til að afrekssjóður verði hækkaður því styðja þarf sérstaklega við næstu kynslóð afreksíþróttafólks. Auka þarf framlög til Ferðasjóðs íþróttafélaga til að koma til móts við aukinn ferðakostnað einstaklinga og félaga af landsbyggðinni. Tryggja þarf betri samninga vegna ferðalaga þátttakenda í afreksstarfi innanlands sem utan, æskilegt að fyrirkomulag Loftbrúar sé endurskoðað svo styðji betur við þátttöku í afreksstarfi. Aðgengi að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu verði tryggt fyrir þátttakendur í afreksstarfi gegn hóflegu gjaldi. Vilja draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum Það er líka mikilvægt að kanna afreksstarf á ólíkum skólastigum. Koma með tillögur um aðgerðir til að hlúa að efnilegu íþróttafólki og draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum. Efla þarf samvinnu og tengsl AMÍ við grunnskólastigið og þjálfun ungmenna í íþróttafélögunum auk foreldrafræðslu.
ÍSÍ Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira