Ráðherra bað um tíu milljarða króna í viðbót í arð Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 13:39 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar og Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Landsvirkjunar hefur samþykkt tillögu stjórnar um þrjátíu milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð. Það er tíu milljörðum króna hærri arðgreiðsla en stjórnin lagði til þegar ársreikningur fyrirtækisins var birtur í febrúarlok. Fjármála- og efnahagsráðherra óskaði eftir því að arðgreiðslan yrði hækkuð í ljósi þess að árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega sextíu ára sögu Landsvirkjunar. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins sé því góð, auk þess sem hækkunin rúmist innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. Jón Björn nýr stjórnarformaður Á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag, 30. apríl, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn fyrirtækisins, í samræmi við lög sem um það gilda. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar séu Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar séu Guðveig Eyglóardóttir, Halldór Karl Högnason, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Þórðarson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund hafi Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, verið kjörinn stjórnarformaður og Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., varaformaður. Hættir eftir góðan áratug Þá segir að fráfarandi stjórnarformaður, Jónas Þór Guðmundsson, hafi gegnt stöðunni síðastliðinn áratug, næstlengst allra í sögu fyrirtækisins. Hann hafi verið skipaður í stjórn á aðalfundi félagsins árið 2014 og kjörinn formaður stjórnar í kjölfarið. Mikil umskipti hafi orðið í rekstri fyrirtækisins á þessum tíma. Fjárhagsstaðan hafi aldrei verið betri, skuldir aldrei lægri og eiginfjárhlutfall hærra en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma hafi þrjár nýjar virkjanir verið gangsettar. Í dag sé Landsvirkjun með næsthæstu lánshæfiseinkunn orkufyrirtækja Norðurlandanna (A-) hjá S&P. „Jónasi Þór eru þökkuð góð störf í þágu Landsvirkjunar.“ Jón Björn, sem áður hafi verið varaformaður stjórnar og tekur nú við af Jónasi, hafi einnig verið fyrst skipaður í stjórn fyrirtækisins árið 2014. Hann hafi gegnt stöðu varaformanns stjórnar í fimm ár á þessu tímabili. Landsvirkjun Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins sé því góð, auk þess sem hækkunin rúmist innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. Jón Björn nýr stjórnarformaður Á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag, 30. apríl, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn fyrirtækisins, í samræmi við lög sem um það gilda. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar séu Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar séu Guðveig Eyglóardóttir, Halldór Karl Högnason, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Þórðarson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund hafi Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, verið kjörinn stjórnarformaður og Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., varaformaður. Hættir eftir góðan áratug Þá segir að fráfarandi stjórnarformaður, Jónas Þór Guðmundsson, hafi gegnt stöðunni síðastliðinn áratug, næstlengst allra í sögu fyrirtækisins. Hann hafi verið skipaður í stjórn á aðalfundi félagsins árið 2014 og kjörinn formaður stjórnar í kjölfarið. Mikil umskipti hafi orðið í rekstri fyrirtækisins á þessum tíma. Fjárhagsstaðan hafi aldrei verið betri, skuldir aldrei lægri og eiginfjárhlutfall hærra en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma hafi þrjár nýjar virkjanir verið gangsettar. Í dag sé Landsvirkjun með næsthæstu lánshæfiseinkunn orkufyrirtækja Norðurlandanna (A-) hjá S&P. „Jónasi Þór eru þökkuð góð störf í þágu Landsvirkjunar.“ Jón Björn, sem áður hafi verið varaformaður stjórnar og tekur nú við af Jónasi, hafi einnig verið fyrst skipaður í stjórn fyrirtækisins árið 2014. Hann hafi gegnt stöðu varaformanns stjórnar í fimm ár á þessu tímabili.
Landsvirkjun Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira