Eltihrellirinn í Baby Reindeer íhugar að leita réttar síns Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. apríl 2024 10:24 Richard Gadd og Jessica Gunning í hlutverkum sínum í Baby Reindeer. Netflix Eltihrellirinn sem elti breska leikarann Richard Gadd á röndum fyrir um tíu árum síðan segist nú íhuga að leita réttar síns vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Baby Reindeer sem slegið hefur í gegn á Netflix. Hún segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þáttanna. Þetta kemur fram í viðtali við konuna í breska götublaðinu Daily Mail. Netflix þættirnir hafa slegið í gegn en breski grínistinn Gadd skrifar handrit þáttanna og fer með aðalhlutverkið. Þeir byggja á lífsreynslu hans frá því fyrir um tíu árum síðan þegar umrædd kona fær hann skyndilega á heilann. Þættirnir eru þeir vinsælustu á streymisveitunni um þessar mundir. Í þáttunum fer Jessica Gunning með hlutverk eltihrellsins. Konan, sem persóna Gunning byggir á, segir í samtali við breska miðilinn að sannleikurinn sé alls ekki sá sem Gadd leggur upp með í þáttunum. „Hann notar Baby Reindeer til þess að eltihrella mig núna,“ segir konan. Hún segir ljóst að Gadd beiti sig ofbeldi til þess eins að fá frægð og frama. Hún sé í raun fórnarlambið, enda sé öll þáttaröðin í raun um hana. Eins og áður segir byggja þættirnir á raunverulegum atburðum í lífi Gadd. Konan segir ljóst að hann hafi ekki gengið nærri því nógu langt til þess að fela raunverulegt nafn hennar. Óprúttnir netverjar hafa þegar haft uppi á ýmsum tístum á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem konan tístir um Gadd. Þá bendir hún á að Martha, eltihrellirinn í þáttunum, deili með henni afar svipuðum karaktereinkennum. Þær séu báðar skoskar, hafi stundað laganám, eigi sér sögu um að hafa verið eltihrellar og séu báðar tuttugu árum eldri en Gadd. „Hún lítur svolítið út eins og ég eftir að ég bætti mikilli þyngd á mig í faraldrinum en ég er ekki í alvörunni óaðlaðandi,“ segir konan um persónuna Mörthu. Tekið er fram í umfjöllun miðilsins að ýmislegt sé þó líkt. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi konan sent honum 41.071 tölvupósta, tekið upp 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Gadd hefur sagt að lögreglan hafi sýnt máli hans lítinn áhuga þar sem eltihrellirinn hafi verið kvenkyns. Leikarinn biðlaði í síðustu viku til netverja að hafa ekki upp á raunverulegum eltihrelli sínum né öðrum manneskjum sem gerð eru skil í þáttunum. Þrátt fyrir þetta segist konan íhuga að leita réttar síns. Hún segir Gadd vera haldinn þeirri ranghugmynd að hann sé aðalpersónan. Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við konuna í breska götublaðinu Daily Mail. Netflix þættirnir hafa slegið í gegn en breski grínistinn Gadd skrifar handrit þáttanna og fer með aðalhlutverkið. Þeir byggja á lífsreynslu hans frá því fyrir um tíu árum síðan þegar umrædd kona fær hann skyndilega á heilann. Þættirnir eru þeir vinsælustu á streymisveitunni um þessar mundir. Í þáttunum fer Jessica Gunning með hlutverk eltihrellsins. Konan, sem persóna Gunning byggir á, segir í samtali við breska miðilinn að sannleikurinn sé alls ekki sá sem Gadd leggur upp með í þáttunum. „Hann notar Baby Reindeer til þess að eltihrella mig núna,“ segir konan. Hún segir ljóst að Gadd beiti sig ofbeldi til þess eins að fá frægð og frama. Hún sé í raun fórnarlambið, enda sé öll þáttaröðin í raun um hana. Eins og áður segir byggja þættirnir á raunverulegum atburðum í lífi Gadd. Konan segir ljóst að hann hafi ekki gengið nærri því nógu langt til þess að fela raunverulegt nafn hennar. Óprúttnir netverjar hafa þegar haft uppi á ýmsum tístum á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem konan tístir um Gadd. Þá bendir hún á að Martha, eltihrellirinn í þáttunum, deili með henni afar svipuðum karaktereinkennum. Þær séu báðar skoskar, hafi stundað laganám, eigi sér sögu um að hafa verið eltihrellar og séu báðar tuttugu árum eldri en Gadd. „Hún lítur svolítið út eins og ég eftir að ég bætti mikilli þyngd á mig í faraldrinum en ég er ekki í alvörunni óaðlaðandi,“ segir konan um persónuna Mörthu. Tekið er fram í umfjöllun miðilsins að ýmislegt sé þó líkt. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi konan sent honum 41.071 tölvupósta, tekið upp 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Gadd hefur sagt að lögreglan hafi sýnt máli hans lítinn áhuga þar sem eltihrellirinn hafi verið kvenkyns. Leikarinn biðlaði í síðustu viku til netverja að hafa ekki upp á raunverulegum eltihrelli sínum né öðrum manneskjum sem gerð eru skil í þáttunum. Þrátt fyrir þetta segist konan íhuga að leita réttar síns. Hún segir Gadd vera haldinn þeirri ranghugmynd að hann sé aðalpersónan.
Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira