Uppgangur Höllu Hrundar fari fyrir brjóstið á „valdastéttinni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. apríl 2024 16:07 Steinunn Ólína gerir niðurstöður nýjustu skoðanakannana að umjöllunarefni sínu. Vísir/Samsett Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir að það sem hún kallar íslensku valdastéttina sé orðin örvæntingarfull vegna niðurstaðna skoðanakannana. Hið háa fylgi Höllu Hrundar samkvæmt nýjustu tölum hafi farið fyrir brjóstið á þessari valdastétt. Hún segir jafnframt að ráðning Friðjóns R. Friðjónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til kosningateymis Katrínar Jakobsdóttur lýsi örvæntingu, en að íslenskur almenningur sjái í gegnum það. Mikið hefur borið á umfjöllun um afstöðu Baldurs Þórhallssonar, forsetaframbjóðanda sem nýtur mikils fylgis, til Icesave-málsins. Í gær sagðist hann ekki muna hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um málið á sínum tíma. Steinunn tekur þetta fyrir ásamt því að Karen Kjartansdóttir, kosningastjóri Höllu Hrundar, hafi gegnt störfum fyrir Orkustofnun eftir að kosningabaráttu Höllu byrjaði, fyrir og segir vera dæmi um áróður. „Niðurstaða skoðanakannana gærdagsins fóru mjög fyrir brjóstið á Íslenskri valdastétt. Hin unga Halla Hrund skýst nú fram úr öðrum frambjóðendum. Nú skulu allir líka meðvitaðir vera um að ráðning Friðjóns til framboðs Katrínar Jakobsdóttur lýsir örvæntingu. Friðjón sem er besti vinur Bjarna Benediktssonar er tekinn til starfa og verkin skulu menn læra að sjá, þekkja og afskrifa strax sem áróður,“ skrifar Steinunn í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook. Þá segir Steinunn fjarri sanni að framboð hennar sé einhvers konar persónuleg árás á Katrínu Jakobsdóttur. „Ég hef gagnrýnt ríkisstjórn hennar eins og reyndar stærsti hluti þjóðarinnar og er furðu lostin eins og landsmenn yfir síðasta embættisverki hennar sem var að leggja inn í þingið frumvarp um lagareldi sem er frumvarp um afsal þjóðar á auðlindum sínum,“ segir Steinunn. „Ég hef meiri trú á íslenskum almenningi en svo að fólk sjái ekki í gegn um þessa örvæntingu,“ skrifar hún að lokum. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10 Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hún segir jafnframt að ráðning Friðjóns R. Friðjónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til kosningateymis Katrínar Jakobsdóttur lýsi örvæntingu, en að íslenskur almenningur sjái í gegnum það. Mikið hefur borið á umfjöllun um afstöðu Baldurs Þórhallssonar, forsetaframbjóðanda sem nýtur mikils fylgis, til Icesave-málsins. Í gær sagðist hann ekki muna hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um málið á sínum tíma. Steinunn tekur þetta fyrir ásamt því að Karen Kjartansdóttir, kosningastjóri Höllu Hrundar, hafi gegnt störfum fyrir Orkustofnun eftir að kosningabaráttu Höllu byrjaði, fyrir og segir vera dæmi um áróður. „Niðurstaða skoðanakannana gærdagsins fóru mjög fyrir brjóstið á Íslenskri valdastétt. Hin unga Halla Hrund skýst nú fram úr öðrum frambjóðendum. Nú skulu allir líka meðvitaðir vera um að ráðning Friðjóns til framboðs Katrínar Jakobsdóttur lýsir örvæntingu. Friðjón sem er besti vinur Bjarna Benediktssonar er tekinn til starfa og verkin skulu menn læra að sjá, þekkja og afskrifa strax sem áróður,“ skrifar Steinunn í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook. Þá segir Steinunn fjarri sanni að framboð hennar sé einhvers konar persónuleg árás á Katrínu Jakobsdóttur. „Ég hef gagnrýnt ríkisstjórn hennar eins og reyndar stærsti hluti þjóðarinnar og er furðu lostin eins og landsmenn yfir síðasta embættisverki hennar sem var að leggja inn í þingið frumvarp um lagareldi sem er frumvarp um afsal þjóðar á auðlindum sínum,“ segir Steinunn. „Ég hef meiri trú á íslenskum almenningi en svo að fólk sjái ekki í gegn um þessa örvæntingu,“ skrifar hún að lokum.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10 Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10
Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33