Er forsetaframbjóðendum umhugað um dýravernd? Árni Stefán Árnason skrifar 27. apríl 2024 10:30 Ég hef það á tilfinningunni að public persons á Íslandi finnist það hallærislegt að tala opinberlega um dýravernd. Í henni gæti falist gagnrýni, sem er ekki til vinsælda fallin hjá stjórnvöldum og neytendum búfjárafurði. Það er fremur hallærisleg sjálfhverfa. Tveir merkir Íslendingar eru þó ekki undir þá sök seldir, forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og Tryggvi Gunnarsson fyrrverandi þing og athafnamaður. Meira um það síðar. Forsetaframbjóðendur hafa verið duglegir að gagnrýna ýmsar meinsemdir í íslensku samfélagi sem þeir telja að mikilvægt að bregðast við og beita sér gegn fái þeir kosningu auk þess auðvitað að byggja undir það sem gott er og er fjölmargt. Sumir ganga lengra en aðrir. Sumir telja það eitt af mikilvægustu hlutverkum forsetans að setja hemil á tvær greinar ríkisvaldsins, löggjafann og framkvæmdarvaldið, láti þjóðin verulega óánægju sína í ljós. Með þessu vilja þeir verða svokölluð brú á milli þings og þjóðar. Ekki er annað að heyra á þeim en að flestir telji þeir verulega spillingu í landsstjórninni og nefna nokkrir ýmsa málaflokka í því sambandi, með réttu, að mínu mati. Allir eru þeir sammála um að það bera að vernda samfélagið í heild sinni þ.m.t náttúru landsins og einn frambjóðandi hefur gengið svo langt að skilgreina, óbeint, annan frambjóðanda, sem landráðamann með því að stuðla að færslu lands, sjávar og auðlinda til erlendra auðmanna. Annar frambjóðandi hefur dug og kjark til þess að draga klettinn í þjóðtrú Íslendinga, kristnina, inn í sína kosningabarráttu og hikar ekki við að tengja Jesú Krist við framboð sitt. Það finnst mér persónulega, sem kristnum manni, mjög virðingarvert. Ég hef hlustað vandlega á málflutning þeirra frambjóðenda, sem nú liggur fyrir að taki þátt í komandi baráttu því ég tel forsetaembættið vanmetið í þeim skilningi að vald forsetans, skv. II kafla stjórnarskrár lýðveldisins sé miklu meira en flestir telja sér trú um. Ekki einn einasti frambjóðandi, en þeir virðast allir vilja berjast fyrir allt til hinna allra smæstu í samfélaginu, hefur minnst á það að á meðal þeirra allra smæstu er íslenskt búfé, sem meira að segja njóta réttarstöðu skv. ákvörðun Alþingis með setningu laga um velferð dýra. M.ö.o þá er það vilji þingsins og þ.m.t þjóðarinnar að velferðar allra dýra, sem lögin fjalla um, sé gætt til hins ýtrasta. Greind allra frambjóðanda sýnist mér bara vera með hreinum ágætum og ef þeir vilja láta sig samfélagið allt varða og velferð þess þá blasir það auðvitað við að bæta dýralífinu öllu við í þann pakka og leggja áherslu á það. Sú áhersla er ekki fyrir hendi í dag en nú hefst kosningabarátta og ég ber þá von í brjósti að frambjóðendur taki sig nú á og taki dýrin undir sinn verndarvæng eða eins og einn af okkar virtustu þingmönnum eftir aldamótin 1900, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) gerði en um hann stendur skrifað á minnisvarða í Alþingisgarðinum: Og það er víst, ef dýrin mættu mæla, þá mundi verða blessað nafnið þitt Tryggvi var upphafsmaður dýraverndar á Íslandi og í Færeyjum. Hann reisti t.d. spjöld meðfram vegunum frá Reykjavík hvar á var ritað: Gefið hestunum að drekka, svo fátt eitt sé nefnt. Lesa má um afrek Tryggva í 100 ára minningargrein um hann í Fálkinn, 8. árgangur 1935 tölublað 42. Máske forsetaframbjóðendur teldur sig hafa gagn af því.(https://timarit.is/page/4354900#page/n3/mode/2up)Já og þingið sjálft, eftir dauða Tryggva, sá ástæðu til þess að reisa þennan minnisvarða. Því miður hefur áherslum þingsins hrakað í dag. Ljósmyndir úr umræddri minningargrein í Fálkanum Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson gæti þannig verið núverandi frambjóðendum viss fyrirmynd en á vef forsetaembættisins er að finna þessa frétt og ljósmynd frá 10. jan. 2024. ,,Forseti tekur á móti sjálfboðaliðum á vegum dýraverndarsamtaka sem komu að björgun gæludýra og annarra skepna þegar Almannavarnir lýstu yfir neyðarástandi í Grindavík í nóvember. Hátt í 300 dýrum var bjargað úr Grindavík og komið í hendur eigenda þeirra nokkrum dögum eftir að bærinn var rýmdur. Dýraverndunarsamtök héldu utan um lista yfir þau dýr sem urðu eftir, auk þess sem sjálfboðaliðar fengu leyfi til þess að fara inn í bæinn, taka þátt í leit að dýrunum og í sumum tilfellum fara inn á heimili gæludýraeigenda til að sækja dýrin. Að aðgerðunum stóðu samtökin Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Villikettir, Villikanínur, Kattholt og The Bambi Foundation, með stuðningi frá Dýraþjónustu Reykjavíkur og Dýraverndarsambandi Íslands. Forseti færði sjálfboðaliðunum þakkir fyrir ósérhlífið starf í þágu dýra og ræddi við gestina um umbætur í dýrahaldi á Íslandi"Ég ber þá von í brjósti að frambjóðendur taki nú velferð dýra inn í málflutning sinn í komandi kosningabarráttu því það hefur aldrei verið brýnna en nú þegar dýravinir eru fyrir hönd margar dýra að berjast við stjórnvöld sem hreinlega leggja ekki við hlustir lengur. Opinber dýravernd hefur aldrei verið jafn slæm og hún er í dag. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Árni Stefán Árnason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég hef það á tilfinningunni að public persons á Íslandi finnist það hallærislegt að tala opinberlega um dýravernd. Í henni gæti falist gagnrýni, sem er ekki til vinsælda fallin hjá stjórnvöldum og neytendum búfjárafurði. Það er fremur hallærisleg sjálfhverfa. Tveir merkir Íslendingar eru þó ekki undir þá sök seldir, forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og Tryggvi Gunnarsson fyrrverandi þing og athafnamaður. Meira um það síðar. Forsetaframbjóðendur hafa verið duglegir að gagnrýna ýmsar meinsemdir í íslensku samfélagi sem þeir telja að mikilvægt að bregðast við og beita sér gegn fái þeir kosningu auk þess auðvitað að byggja undir það sem gott er og er fjölmargt. Sumir ganga lengra en aðrir. Sumir telja það eitt af mikilvægustu hlutverkum forsetans að setja hemil á tvær greinar ríkisvaldsins, löggjafann og framkvæmdarvaldið, láti þjóðin verulega óánægju sína í ljós. Með þessu vilja þeir verða svokölluð brú á milli þings og þjóðar. Ekki er annað að heyra á þeim en að flestir telji þeir verulega spillingu í landsstjórninni og nefna nokkrir ýmsa málaflokka í því sambandi, með réttu, að mínu mati. Allir eru þeir sammála um að það bera að vernda samfélagið í heild sinni þ.m.t náttúru landsins og einn frambjóðandi hefur gengið svo langt að skilgreina, óbeint, annan frambjóðanda, sem landráðamann með því að stuðla að færslu lands, sjávar og auðlinda til erlendra auðmanna. Annar frambjóðandi hefur dug og kjark til þess að draga klettinn í þjóðtrú Íslendinga, kristnina, inn í sína kosningabarráttu og hikar ekki við að tengja Jesú Krist við framboð sitt. Það finnst mér persónulega, sem kristnum manni, mjög virðingarvert. Ég hef hlustað vandlega á málflutning þeirra frambjóðenda, sem nú liggur fyrir að taki þátt í komandi baráttu því ég tel forsetaembættið vanmetið í þeim skilningi að vald forsetans, skv. II kafla stjórnarskrár lýðveldisins sé miklu meira en flestir telja sér trú um. Ekki einn einasti frambjóðandi, en þeir virðast allir vilja berjast fyrir allt til hinna allra smæstu í samfélaginu, hefur minnst á það að á meðal þeirra allra smæstu er íslenskt búfé, sem meira að segja njóta réttarstöðu skv. ákvörðun Alþingis með setningu laga um velferð dýra. M.ö.o þá er það vilji þingsins og þ.m.t þjóðarinnar að velferðar allra dýra, sem lögin fjalla um, sé gætt til hins ýtrasta. Greind allra frambjóðanda sýnist mér bara vera með hreinum ágætum og ef þeir vilja láta sig samfélagið allt varða og velferð þess þá blasir það auðvitað við að bæta dýralífinu öllu við í þann pakka og leggja áherslu á það. Sú áhersla er ekki fyrir hendi í dag en nú hefst kosningabarátta og ég ber þá von í brjósti að frambjóðendur taki sig nú á og taki dýrin undir sinn verndarvæng eða eins og einn af okkar virtustu þingmönnum eftir aldamótin 1900, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) gerði en um hann stendur skrifað á minnisvarða í Alþingisgarðinum: Og það er víst, ef dýrin mættu mæla, þá mundi verða blessað nafnið þitt Tryggvi var upphafsmaður dýraverndar á Íslandi og í Færeyjum. Hann reisti t.d. spjöld meðfram vegunum frá Reykjavík hvar á var ritað: Gefið hestunum að drekka, svo fátt eitt sé nefnt. Lesa má um afrek Tryggva í 100 ára minningargrein um hann í Fálkinn, 8. árgangur 1935 tölublað 42. Máske forsetaframbjóðendur teldur sig hafa gagn af því.(https://timarit.is/page/4354900#page/n3/mode/2up)Já og þingið sjálft, eftir dauða Tryggva, sá ástæðu til þess að reisa þennan minnisvarða. Því miður hefur áherslum þingsins hrakað í dag. Ljósmyndir úr umræddri minningargrein í Fálkanum Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson gæti þannig verið núverandi frambjóðendum viss fyrirmynd en á vef forsetaembættisins er að finna þessa frétt og ljósmynd frá 10. jan. 2024. ,,Forseti tekur á móti sjálfboðaliðum á vegum dýraverndarsamtaka sem komu að björgun gæludýra og annarra skepna þegar Almannavarnir lýstu yfir neyðarástandi í Grindavík í nóvember. Hátt í 300 dýrum var bjargað úr Grindavík og komið í hendur eigenda þeirra nokkrum dögum eftir að bærinn var rýmdur. Dýraverndunarsamtök héldu utan um lista yfir þau dýr sem urðu eftir, auk þess sem sjálfboðaliðar fengu leyfi til þess að fara inn í bæinn, taka þátt í leit að dýrunum og í sumum tilfellum fara inn á heimili gæludýraeigenda til að sækja dýrin. Að aðgerðunum stóðu samtökin Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Villikettir, Villikanínur, Kattholt og The Bambi Foundation, með stuðningi frá Dýraþjónustu Reykjavíkur og Dýraverndarsambandi Íslands. Forseti færði sjálfboðaliðunum þakkir fyrir ósérhlífið starf í þágu dýra og ræddi við gestina um umbætur í dýrahaldi á Íslandi"Ég ber þá von í brjósti að frambjóðendur taki nú velferð dýra inn í málflutning sinn í komandi kosningabarráttu því það hefur aldrei verið brýnna en nú þegar dýravinir eru fyrir hönd margar dýra að berjast við stjórnvöld sem hreinlega leggja ekki við hlustir lengur. Opinber dýravernd hefur aldrei verið jafn slæm og hún er í dag. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun