Samþykkja helming umsókna um sölu eigna fyrir lok vikunnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 15:27 Á áttunda hundrað umsókna um að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði í Grindavík hefur borist félaginu Þórkötlu. Vísir/Arnar Stefnt er að því að lokið verði við að samþykkja helming umsókna Grindvíkinga um að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði þeirra fyrir lok þessarar viku. Þegar hafa verið samþykkt kaup á 263 fasteignum í Grindavík fyrir um tuttugu milljarða króna. Alls hafa 732 umsóknir borist Þórkötlu, félagi sem komið var á fót til þess að halda utan um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði þeirra Grindvíkinga sem það vilja, og af þeim afa 264 verið samþykktar til þessa. Stjórn félagsins ætlar sér að samþykkja kaup á hundrað eignum til viðbótar í þessari viku og verður þá búið að samþykkja rúman helming umsóknanna, að því er segir í tilkynningu frá Þórkötlu. Borið hefur á gagnrýni á meðal Grindvíkinga á að uppkaup ríkisins gangi ekki nógu hratt fyrir sig. Hópur þeirra mótmælti fyrir framan þinghúsið á Austurvelli í síðustu viku. Í tilkynningu Þórkötlu segir að nú sú hægt að afgreiða fleiri mál en áður eftir að lokið var endanlega við samninga við lánveitendur um helgina. Reynt sé að láta ferlið ganga hratt fyrir sig en viðbúið sé að mál komi upp sem skoða þurfi betur og lengri tíma taki að ganga frá þeim kaupum. Þar vísar félagið meðal annars til tilfella þar sem brunabótamat eigna hefur hækkað verulega frá því í nóvember, þegar meiriháttar jarðhræringar hófust við Grindavík, og fasteignir sem séu skráðar ókláraðar og hafa ekki fengið lokaúttekt þótt fjöldi ára sé liðinni frá því að þær voru byggðar. Samþykktar umsóknir fara í kaupsamningsgerð sem getur tekið allt að tíu virka daga. Grindavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06 Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Alls hafa 732 umsóknir borist Þórkötlu, félagi sem komið var á fót til þess að halda utan um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði þeirra Grindvíkinga sem það vilja, og af þeim afa 264 verið samþykktar til þessa. Stjórn félagsins ætlar sér að samþykkja kaup á hundrað eignum til viðbótar í þessari viku og verður þá búið að samþykkja rúman helming umsóknanna, að því er segir í tilkynningu frá Þórkötlu. Borið hefur á gagnrýni á meðal Grindvíkinga á að uppkaup ríkisins gangi ekki nógu hratt fyrir sig. Hópur þeirra mótmælti fyrir framan þinghúsið á Austurvelli í síðustu viku. Í tilkynningu Þórkötlu segir að nú sú hægt að afgreiða fleiri mál en áður eftir að lokið var endanlega við samninga við lánveitendur um helgina. Reynt sé að láta ferlið ganga hratt fyrir sig en viðbúið sé að mál komi upp sem skoða þurfi betur og lengri tíma taki að ganga frá þeim kaupum. Þar vísar félagið meðal annars til tilfella þar sem brunabótamat eigna hefur hækkað verulega frá því í nóvember, þegar meiriháttar jarðhræringar hófust við Grindavík, og fasteignir sem séu skráðar ókláraðar og hafa ekki fengið lokaúttekt þótt fjöldi ára sé liðinni frá því að þær voru byggðar. Samþykktar umsóknir fara í kaupsamningsgerð sem getur tekið allt að tíu virka daga.
Grindavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06 Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40
Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06
Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15