„Það er enginn sem verndar son okkar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. apríl 2024 07:07 Álfhólsskóli í Kópavogi. Ívar/Vísir Foreldrar níu ára drengs í Kópavogi segjast ráðalausir gagnvart stöðugu líkamlegu og andlegu einelti sem sonur þeirra hafi orðið fyrir í skólanum undanfarið eitt og hálft ár. Þau lýsa alvarlegum barsmíðum af hálfu samnemenda sonarins en segja að skólayfirvöld aðhafist ekkert þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Þau bíða svara frá Barnavernd Kópavogs. Borislav Bukarica og Marijana Miletic eru frá Serbíu; Borislav hefur búið á Íslandi í 24 ár og Marijana í 12 ár. Sonur þeirra er fæddur hér á landi og eru þau öll íslenskir ríkisborgarar. Sonur þeirra, sem er í fjórða bekk í Álfhólsskóla, er greindur með ódæmigerða einhverfu og er á biðlista eftir viðeigandi stuðningi. Fréttastofa hefur undanfarið fjallað um erfiða stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Að sögn Borislav og Marijönu var það á seinasta skólaári sem sonur þeirra fór að verða fyrir linnulausu aðkasti bæði innan skólans og utan, og þá einkum af hendi tveggja bekkjarfélaga sinna. Eineltið hafi í fyrstu verið munnlegt en síðan undið verulega upp á sig og sé í dag orðið nánast daglegt. „Þetta byrjaði með ljótum orðum. Það voru allskonar hlutir sagðir við hann, eins og „mamma þín er feit“ og „farðu og ríddu mömmu þinni.“ Síðan fór þetta að verða líkamlegt einelti,“ segja hjónin áhyggjufull um son sinn. Þau nefna til viðbótar að eigum hans hafi verið stolið. „Rafhlöðunni úr símanum hans var til dæmis stolið og við þurftum að kaupa nýjan síma. Í eitt skipti sparkaði strákur í höfuðið á honum. Í desember spörkuðu tveir strákar í hnéð á honum og það varð bólgið og blátt. Hjúkrunarfræðingurinn í skólanum vissi ekki hvort fóturinn væri brotinn. Einn strákur hefur hoppað á bakinu á honum og annar strákur stakk hann þrisvar í bakið með blýanti. Í eitt skipti var sparkað í hann ítrekað þar sem hann sat í rútu. Strákarnir reyndu síðan að henda honum út úr rútunni þannig að hurðin, sem var á hreyfingu, kramdi höfuðið á honum.“ Marinn og blár Þau nefna dæmi um annað atvik þar sem þrír drengir réðust að syni þeirra í skólanum; spörkuðu ítrekað í hann þar sem hann lá á jörðinni og kýldu hann í höfuðið og kynfærin. „Það sama gerðist á leiðinni heim úr skólanum. Engin atvikakýrsla var gerð í skólanum en við kröfðumst þess að fá skýrslu. Við fengum hana ekki afhenta fyrr en þremur mánuðum síðar, eftir að hafa sent óteljandi tölvupósta.“ Eitt alvarlegasta atvikið að þeirra sögn átti sér stað í upphafi skólaársins þegar sonur þeirra mætti heim með mikla og sjáanlega áverka á báðum fótum. Þau tóku myndir af áverkunum. „Hann var allur í marblettum eftir barsmíðar þessara drengja.“ Borislav og Marijana segjast sjálf hafa reynt að ræða við foreldra drengjanna tveggja sem hafa verið hvað miskunnarlausastir í eineltinu gagnvart syni þeirra. Þau hafi lítil sem engin viðbrögð fengið frá þeim.Ívar/Vísir Hótað lífláti Að sögn Borislavs og Marijönu átti annað atvik átti sér stað fyrr í þessum mánuði, þegar sonur þeirra beið ásamt fleirum eftir strætó á leið í skólann. „Annar af strákunum tveimur kastaði veipi á jörðina og sagði syni mínum að ef hann myndi ekki taka það upp þá myndi hann drepa hann. Daginn eftir skipaði hann syni okkar að láta sig hafa pening í skólanum. Hinir strákarnir stóðu í kringum hann og hann fékk aftur högg í magann og höfuðið. Strákarnir hlupu síðan í burtu,“ segir Marijana. Þau segja eitt nýlegasta atvikið hafa átt sér stað um miðjan apríl. „Þá tóku strákarnir úlpuna hans, hentu henni í klósettið og pissuðu á hana. Það hringdi enginn úr skólanum til að láta vita af þessu og hann kom heim í köldu veðri með blauta úlpu í töskunni.” Furða sig á aðgerðaleysi Borislav og Marijana segja kennara og skólastjórn Álfhólsskóla lítið sem ekkert hafa aðhafst í málinu. „Skólinn gerir engar ráðstafanir nema að þau ræða við strákana og kalla foreldrana í viðtal, sem hafa stundum mætt og stundum ekki. Það hefur aldrei verið haldinn fundur með okkur og hinum foreldrunum saman. Skólastjórinn hefur aldrei tíma til að hitta okkur og sendir staðgengil.” Borislav og Marijana segjast sjálf hafa reynt að ræða við foreldra drengjanna tveggja sem hafa verið hvað miskunnarlausastir í eineltinu gagnvart syni þeirra. Þau hafi lítil sem engin viðbrögð fengið frá þeim. Þá segja þau stjórn skólans ekki hafa tilkynnt eitt einasta atvik til barnaverndar, né sent þeim tilkynningar um þau líkamlegu meiðsli sem sonur þeirra hafi orðið fyrir í skólanum. Marijana segir að skólanum sé skylt að senda tilkynningu til barnaverndar. „Á heimasíðu skólans er eyðublað sem þarf að fylla út og senda til barnaverndar. En þau gerðu það aldrei.” Finna til vanmáttar Borislav og Marijana segjast sjálf hafa sent þrjár tilkynningar til Barnaverndar Kópavogs. Fyrstu tilkynninguna hafi þau sent seinasta sumar, í kjölfar þess að strákur úr sjötta bekk hafði í hótunum við son þeirra í grennd við heimili þeirra og ógnaði honum með hníf. „Við hringdum á lögregluna, sem mætti á svæðið en við vitum ekki hvað ekki hvað var síðan gert. Við sendum líka tölvupóst til Kópavogsbæjar um vandamálin í skólanum og létum vita að skólinn væri ekki að gera neitt í málinu. Við erum enn að bíða eftir svari.” Þau segjast bíða nú eftir að fá fund ásamt skólastjórnendum, bekkjarkennara, deildarstjóra yngsta stigs og fulltrúa frá velferðarsviði Kópavogs. Þeim fundi hafi ítrekað verið frestað. „Við höfum áhyggjur af öryggi barnsins okkar. Á hverjum degi þegar ég sendi barnið mitt í skólann er ég hrædd um að hann eigi eftir að koma heim í hjólastól,“ segir Marijana. „Við finnum til vanmáttar vegna þess að það er enginn til að vernda son okkar. Við fáum engin svör. Við getum ekki flutt, en við munum reyna eftir fremsta megni að flytja son okkar í annan skóla. Fyrst að skólinn hefur ekki gripið til neinna aðgerða hingað til, þá er það örugglega ekki að fara að breytast í framtíðinni. En fórnarlambið á ekki að þurfa að skipta um skóla og búsetu, á meðan gerendurnir fá að halda áfram á sama stað, í sama skóla, og valda sömu vandamálum.” Segir málið í ferli Í samtali við Vísi segir Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri Álfhólsskóla að málið sé í ferli innan skólans. Hún tekur jafnframt fram að mál af þessu tagi séu viðkvæm eðlis þar sem að skólinn er bundinn trúnaði þegar kemur að málefnum einstakra nemenda. „Við lítum á öll mál sem berast skólanum alvarlegum augum. Það á engum að líða illa í skólanum.“ Skóla- og menntamál Kópavogur Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Borislav Bukarica og Marijana Miletic eru frá Serbíu; Borislav hefur búið á Íslandi í 24 ár og Marijana í 12 ár. Sonur þeirra er fæddur hér á landi og eru þau öll íslenskir ríkisborgarar. Sonur þeirra, sem er í fjórða bekk í Álfhólsskóla, er greindur með ódæmigerða einhverfu og er á biðlista eftir viðeigandi stuðningi. Fréttastofa hefur undanfarið fjallað um erfiða stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Að sögn Borislav og Marijönu var það á seinasta skólaári sem sonur þeirra fór að verða fyrir linnulausu aðkasti bæði innan skólans og utan, og þá einkum af hendi tveggja bekkjarfélaga sinna. Eineltið hafi í fyrstu verið munnlegt en síðan undið verulega upp á sig og sé í dag orðið nánast daglegt. „Þetta byrjaði með ljótum orðum. Það voru allskonar hlutir sagðir við hann, eins og „mamma þín er feit“ og „farðu og ríddu mömmu þinni.“ Síðan fór þetta að verða líkamlegt einelti,“ segja hjónin áhyggjufull um son sinn. Þau nefna til viðbótar að eigum hans hafi verið stolið. „Rafhlöðunni úr símanum hans var til dæmis stolið og við þurftum að kaupa nýjan síma. Í eitt skipti sparkaði strákur í höfuðið á honum. Í desember spörkuðu tveir strákar í hnéð á honum og það varð bólgið og blátt. Hjúkrunarfræðingurinn í skólanum vissi ekki hvort fóturinn væri brotinn. Einn strákur hefur hoppað á bakinu á honum og annar strákur stakk hann þrisvar í bakið með blýanti. Í eitt skipti var sparkað í hann ítrekað þar sem hann sat í rútu. Strákarnir reyndu síðan að henda honum út úr rútunni þannig að hurðin, sem var á hreyfingu, kramdi höfuðið á honum.“ Marinn og blár Þau nefna dæmi um annað atvik þar sem þrír drengir réðust að syni þeirra í skólanum; spörkuðu ítrekað í hann þar sem hann lá á jörðinni og kýldu hann í höfuðið og kynfærin. „Það sama gerðist á leiðinni heim úr skólanum. Engin atvikakýrsla var gerð í skólanum en við kröfðumst þess að fá skýrslu. Við fengum hana ekki afhenta fyrr en þremur mánuðum síðar, eftir að hafa sent óteljandi tölvupósta.“ Eitt alvarlegasta atvikið að þeirra sögn átti sér stað í upphafi skólaársins þegar sonur þeirra mætti heim með mikla og sjáanlega áverka á báðum fótum. Þau tóku myndir af áverkunum. „Hann var allur í marblettum eftir barsmíðar þessara drengja.“ Borislav og Marijana segjast sjálf hafa reynt að ræða við foreldra drengjanna tveggja sem hafa verið hvað miskunnarlausastir í eineltinu gagnvart syni þeirra. Þau hafi lítil sem engin viðbrögð fengið frá þeim.Ívar/Vísir Hótað lífláti Að sögn Borislavs og Marijönu átti annað atvik átti sér stað fyrr í þessum mánuði, þegar sonur þeirra beið ásamt fleirum eftir strætó á leið í skólann. „Annar af strákunum tveimur kastaði veipi á jörðina og sagði syni mínum að ef hann myndi ekki taka það upp þá myndi hann drepa hann. Daginn eftir skipaði hann syni okkar að láta sig hafa pening í skólanum. Hinir strákarnir stóðu í kringum hann og hann fékk aftur högg í magann og höfuðið. Strákarnir hlupu síðan í burtu,“ segir Marijana. Þau segja eitt nýlegasta atvikið hafa átt sér stað um miðjan apríl. „Þá tóku strákarnir úlpuna hans, hentu henni í klósettið og pissuðu á hana. Það hringdi enginn úr skólanum til að láta vita af þessu og hann kom heim í köldu veðri með blauta úlpu í töskunni.” Furða sig á aðgerðaleysi Borislav og Marijana segja kennara og skólastjórn Álfhólsskóla lítið sem ekkert hafa aðhafst í málinu. „Skólinn gerir engar ráðstafanir nema að þau ræða við strákana og kalla foreldrana í viðtal, sem hafa stundum mætt og stundum ekki. Það hefur aldrei verið haldinn fundur með okkur og hinum foreldrunum saman. Skólastjórinn hefur aldrei tíma til að hitta okkur og sendir staðgengil.” Borislav og Marijana segjast sjálf hafa reynt að ræða við foreldra drengjanna tveggja sem hafa verið hvað miskunnarlausastir í eineltinu gagnvart syni þeirra. Þau hafi lítil sem engin viðbrögð fengið frá þeim. Þá segja þau stjórn skólans ekki hafa tilkynnt eitt einasta atvik til barnaverndar, né sent þeim tilkynningar um þau líkamlegu meiðsli sem sonur þeirra hafi orðið fyrir í skólanum. Marijana segir að skólanum sé skylt að senda tilkynningu til barnaverndar. „Á heimasíðu skólans er eyðublað sem þarf að fylla út og senda til barnaverndar. En þau gerðu það aldrei.” Finna til vanmáttar Borislav og Marijana segjast sjálf hafa sent þrjár tilkynningar til Barnaverndar Kópavogs. Fyrstu tilkynninguna hafi þau sent seinasta sumar, í kjölfar þess að strákur úr sjötta bekk hafði í hótunum við son þeirra í grennd við heimili þeirra og ógnaði honum með hníf. „Við hringdum á lögregluna, sem mætti á svæðið en við vitum ekki hvað ekki hvað var síðan gert. Við sendum líka tölvupóst til Kópavogsbæjar um vandamálin í skólanum og létum vita að skólinn væri ekki að gera neitt í málinu. Við erum enn að bíða eftir svari.” Þau segjast bíða nú eftir að fá fund ásamt skólastjórnendum, bekkjarkennara, deildarstjóra yngsta stigs og fulltrúa frá velferðarsviði Kópavogs. Þeim fundi hafi ítrekað verið frestað. „Við höfum áhyggjur af öryggi barnsins okkar. Á hverjum degi þegar ég sendi barnið mitt í skólann er ég hrædd um að hann eigi eftir að koma heim í hjólastól,“ segir Marijana. „Við finnum til vanmáttar vegna þess að það er enginn til að vernda son okkar. Við fáum engin svör. Við getum ekki flutt, en við munum reyna eftir fremsta megni að flytja son okkar í annan skóla. Fyrst að skólinn hefur ekki gripið til neinna aðgerða hingað til, þá er það örugglega ekki að fara að breytast í framtíðinni. En fórnarlambið á ekki að þurfa að skipta um skóla og búsetu, á meðan gerendurnir fá að halda áfram á sama stað, í sama skóla, og valda sömu vandamálum.” Segir málið í ferli Í samtali við Vísi segir Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri Álfhólsskóla að málið sé í ferli innan skólans. Hún tekur jafnframt fram að mál af þessu tagi séu viðkvæm eðlis þar sem að skólinn er bundinn trúnaði þegar kemur að málefnum einstakra nemenda. „Við lítum á öll mál sem berast skólanum alvarlegum augum. Það á engum að líða illa í skólanum.“
Skóla- og menntamál Kópavogur Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira