Viðskipti innlent

Stefna að opnun Fiskbúðarinnar við Sund­lauga­veg í maí

Lovísa Arnardóttir skrifar
Nýr miði hefur nú verið settur upp í glugga verslunarinnar þar sem kemur fram að nýir rekstraraðilar vinni að því að opna um miðjan maí.
Nýr miði hefur nú verið settur upp í glugga verslunarinnar þar sem kemur fram að nýir rekstraraðilar vinni að því að opna um miðjan maí. Vísir/Vilhelm

Unnið er að því að fá nýja rekstraraðilar til að taka við rekstri Fiskbúðarinnar við Sundlaugaveg.  Stefnt er á að opna verslunina aftur þann 15. maí. Það kemur fram í tilkynningu í glugga verslunarinnar í dag. 

Verslunin hefur verið lokuð í um tvær vikur og sami miðinn í glugganum um að það sé lokað og enginn fiskur til.

Nýr miði er í glugga verslunarinnar. Vísir/Vilhelm

Verslunin er 77 ára og er ein sú elsta á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið rætt um lokunina í hverfisgrúppu Laugarnes á Facebook og margir lýst yfir áhyggjum og sorg yfir því að verslunin sé lokuð. 

Þessir miðar voru í gluggum verslunarinnar í um tvær vikur. Það breyttist í vikunni. Vísir/Atli

Nú síðast var málið þar rætt um helgina þar sem spurt var hvort eitthvað væri að frétta. Fáir svöruðu en þau sem gerðu það sögðu lokunina ekki góða fréttir.

„Besta búðin og yndislegt starfsfólk,“ segir ein á meðan önnur segir að hennar sé sárt saknað.

Sá þriðji segir að hann hafi heyrt slúður um skuldir og að líklegt sé að verslunin opni ekki aftur nema undir öðru nafni.

Fiskbúðin er ein sú elsta í Reykjavík. Íbúar Laugadals hafa margir lýst yfir söknuði eftir að hún lokaði fyrir nokkrum vikum. Vísir/Vilhelm

„Það er fiskistopp,“ segir sá fjórði og sá fimmti að hann hafi fengið það staðfest að verslunin sé komin á hausinn.

Sigurður Þór Sigurðsson sem rak verslunina hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið. Ekki er vitað hver tekur við rekstrinum.

Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á [email protected] eða netfang blaðamanns.


Tengdar fréttir

Litla fiskbúðin oftast með lægsta verðið

Litla fiskbúðin Helluhrauni í Hafnarfirði var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á fiskafurðum 8. júní síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×