Öryrkjar auglýsi eftir harðorðum mótmælum! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 22. apríl 2024 12:00 Eiga öryrkjar borga fyrir kjarasamninga? Skammastu þín Sigurður Ingi Jóhannsson! Hvar eru harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna núna? Erum við „breiðu bökin“? VIÐ beygðu og brotnu hlekkirnir sem eigum vart til hnífs og skeiðar, VIÐ sem mörg hver búum við sárafátækt, VIÐ sem erum búin að slíta okkur út í erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram........ Ég er fædd 1966 og byrjaði að vinna fullan vinnudag 14 ára, oftast erfiðisvinnu og langa vinnudaga, aldrei neitaði maður aukavinnu né hlífði sér við erfiðisvinnu, vann oftast við bónuskerfi svo aldrei var slegið af. Í Bæjarútgerð Reykjavíkur í kringum 1980 unnum við stundum frá 6 að morgni fram á 22 á kvöldin, þá leit vikan út svona þegar mest var að gera. Mætt á mánudegi klukkan 6 unnið til 22, þriðjudag til fimmtudags mætt 8 og unnið til 22, föstudag mætt 8 unnið til 16, ball um kvöldið, laugardag mætt 6 unnið til 16, ball um kvöldið, svo aftur næstu vikur. Kannski ekki skrítið að maður hafi verið búinn líkamlega um þrítugt og eftir langa baráttu við kerfið komin á aumingjabætur. Við börðumst með Gvendi Jaka, fórum í verkföll, börðumst fyrir betri kjörum fyrir komandi kynslóðir. Ég gladdist þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór fóru að hafa hátt og rugga bátnum, loksins var komið fólk sem var tilbúið að berjast fyrir okkur láglaunafólkið, rífa verkalýðsbaráttunna í gang eftir margra ára stöðnun. En hvar eruð þið núna þegar við veikustu hlekkirnir þörfnumst ykkar? Ekki nóg með að verkalýðsfélögin séu hætt að taka mál öryrkja með þegar gerðir eru kjarasamningar heldur eigum við að borga kjarabætur verkafólks, af hverju er enginn að mótmæla? Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Viðhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga og Ragnar Þór Ingólfsson formaður stéttarfélagsins VR Hvar eruð þið? ætlið þið bara að láta þetta gerast hávaða laust? Ekki getum við öryrkjar farið í verkföll né samið um neitt. Við erum með mun minna á mánuði en lægstu textar fyrir síðustu kjarasamninga, þið fáið góða hækkun en við erum skilin eftir og eigum að borga brúsan og engin mótmælir! Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Félagsmál Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eiga öryrkjar borga fyrir kjarasamninga? Skammastu þín Sigurður Ingi Jóhannsson! Hvar eru harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna núna? Erum við „breiðu bökin“? VIÐ beygðu og brotnu hlekkirnir sem eigum vart til hnífs og skeiðar, VIÐ sem mörg hver búum við sárafátækt, VIÐ sem erum búin að slíta okkur út í erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram........ Ég er fædd 1966 og byrjaði að vinna fullan vinnudag 14 ára, oftast erfiðisvinnu og langa vinnudaga, aldrei neitaði maður aukavinnu né hlífði sér við erfiðisvinnu, vann oftast við bónuskerfi svo aldrei var slegið af. Í Bæjarútgerð Reykjavíkur í kringum 1980 unnum við stundum frá 6 að morgni fram á 22 á kvöldin, þá leit vikan út svona þegar mest var að gera. Mætt á mánudegi klukkan 6 unnið til 22, þriðjudag til fimmtudags mætt 8 og unnið til 22, föstudag mætt 8 unnið til 16, ball um kvöldið, laugardag mætt 6 unnið til 16, ball um kvöldið, svo aftur næstu vikur. Kannski ekki skrítið að maður hafi verið búinn líkamlega um þrítugt og eftir langa baráttu við kerfið komin á aumingjabætur. Við börðumst með Gvendi Jaka, fórum í verkföll, börðumst fyrir betri kjörum fyrir komandi kynslóðir. Ég gladdist þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór fóru að hafa hátt og rugga bátnum, loksins var komið fólk sem var tilbúið að berjast fyrir okkur láglaunafólkið, rífa verkalýðsbaráttunna í gang eftir margra ára stöðnun. En hvar eruð þið núna þegar við veikustu hlekkirnir þörfnumst ykkar? Ekki nóg með að verkalýðsfélögin séu hætt að taka mál öryrkja með þegar gerðir eru kjarasamningar heldur eigum við að borga kjarabætur verkafólks, af hverju er enginn að mótmæla? Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Viðhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga og Ragnar Þór Ingólfsson formaður stéttarfélagsins VR Hvar eruð þið? ætlið þið bara að láta þetta gerast hávaða laust? Ekki getum við öryrkjar farið í verkföll né samið um neitt. Við erum með mun minna á mánuði en lægstu textar fyrir síðustu kjarasamninga, þið fáið góða hækkun en við erum skilin eftir og eigum að borga brúsan og engin mótmælir! Höfundur er öryrki.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar