KEA nú stærsti hluthafinn í Norlandair Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2024 11:42 Ein af vélum Norlandair. Norlandair KEA hefur keypt rúmlega 21 prósent hlutafjár í Norlandair og verður eftir viðskiptin stærsti hluthafi félagsins með 43 prósenta eignarhlut. Greint er frá viðskiptunum á vef KEA, en samhliða þeim er Air Greenland einnig að auka við hlut sinn í félaginu og verður nú næst stærsti hluthafi þess. „Í þessum viðskiptum voru Friðrik Adolfsson, Kaldbakur og Mýflug að selja eignarhluti sína en Friðrik lét af störfum sem framkvæmdastjóri Norlandair vegna aldurs um nýliðin áramót og við starfi hans hefur tekið Arnar Friðriksson. Norlandair er með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og sinnir sérhæfðu leiguflugi á Grænlandi auk þess að fljúga innanlands í áætlunarflugi á minni flugvelli. Um síðustu áramót tók Norlandair við sjúkraflugi innanlands til næstu 3ja ára og hefur flugfloti félagsins verið stækkaður þess vegna. Nú er félagið með 3 Twin-Otter og 3 King Air flugvélar í rekstri og áætluð velta þessa árs eru tæpir 3 milljarðar króna. Hjá félaginu eru um 35 stöðugildi,“ segir á vef KEA. KEA hefur verið hluthafi í Norlandair allt frá stofnun þess árið 2008. Haft er eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að það séu mörg spennandi verkefni sem félagið standi frammi fyrir. „Fjárhagur félagsins er traustur og afkoma hefur lengi verið með ágætum. Kaup þessi eru í samræmi við áherslur okkar um að fækka verkefnum en um leið að stækka þau verkefni sem við komum að,” segir Halldór. Kaup og sala fyrirtækja Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. 11. apríl 2024 09:46 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Greint er frá viðskiptunum á vef KEA, en samhliða þeim er Air Greenland einnig að auka við hlut sinn í félaginu og verður nú næst stærsti hluthafi þess. „Í þessum viðskiptum voru Friðrik Adolfsson, Kaldbakur og Mýflug að selja eignarhluti sína en Friðrik lét af störfum sem framkvæmdastjóri Norlandair vegna aldurs um nýliðin áramót og við starfi hans hefur tekið Arnar Friðriksson. Norlandair er með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og sinnir sérhæfðu leiguflugi á Grænlandi auk þess að fljúga innanlands í áætlunarflugi á minni flugvelli. Um síðustu áramót tók Norlandair við sjúkraflugi innanlands til næstu 3ja ára og hefur flugfloti félagsins verið stækkaður þess vegna. Nú er félagið með 3 Twin-Otter og 3 King Air flugvélar í rekstri og áætluð velta þessa árs eru tæpir 3 milljarðar króna. Hjá félaginu eru um 35 stöðugildi,“ segir á vef KEA. KEA hefur verið hluthafi í Norlandair allt frá stofnun þess árið 2008. Haft er eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að það séu mörg spennandi verkefni sem félagið standi frammi fyrir. „Fjárhagur félagsins er traustur og afkoma hefur lengi verið með ágætum. Kaup þessi eru í samræmi við áherslur okkar um að fækka verkefnum en um leið að stækka þau verkefni sem við komum að,” segir Halldór.
Kaup og sala fyrirtækja Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. 11. apríl 2024 09:46 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. 11. apríl 2024 09:46