Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi einu sæti neðar en á síðasta tímabili. Tindastóll lék í fyrsta sinn í efstu deild 2021 en stoppaði stutt við þá. Liðið leiðrétti þau mistök hins vegar strax, lenti í 2. sæti Lengjudeildarinnar 2022 og vann sér sæti í Bestu deildinni á ný. Stólarnir héldu sér svo uppi í fyrra með því að enda í 7. sæti. Liðið leikur því áfram í Bestu deildinni í sumar. grafík/bjarki Stærstu tíðindin af Króknum í vetur eru þau að Murielle Tiernan er farin í Fram. Bandaríski framherjinn lék í fimm ár með Stólunum og skoraði 98 mörk í 102 deildarleikjum fyrir þá. Reyndar voru aðeins tíu í Bestu deildinni en Murielle skilur samt eftir sig stórt skarð sem erfitt gæti reynst að fylla. grafík/bjarki Sú sem á að gera það er Jordyn Rhoades, markahæsti leikmaður í sögu Kentucky háskólans vestanhafs. Mikil ábyrgð er á hennar herðum en hún þarf líka að fá hjálp hjá félögum sínum í framlínunni, meiri en Murielle fékk í fyrra. Tindastóll skoraði aðeins fjórtán mörk í hefðbundinni deildarkeppni en lagaði tölfræðina talsvert með því að skora tíu mörk í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll-Meistaraflokkur kvk (@tindastollmflkvk) Stólarnir fengu einnig annan leikmann úr bandaríska háskólaboltanum; miðjumanninn Gabrielle Johnson. Þá var mikilvægt að halda markverðinum Monicu Wilhelm og varnarmanninum Gwendolyn Mummert frá síðasta tímabili. Í leikmannahópi Tindastóls er nokkuð þéttur kjarni heimastúlkna og þjálfarinn, Halldór Jón Sigurðsson, er reyndur og fær. Hann vill eflaust sjá Stólana nýta heimavöllinn aðeins betur en í fyrra. Liðið vann til að mynda fleiri útileiki (4) en heimaleiki (3) í fyrra. Ef það verður lagað aukast möguleikar Tindastóls á að vera réttu megin við strikið í lok móts verulega. Lykilmenn Bryndís Rut Haraldsdóttir, 29 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 23 ára varnarmaður Jordyn Rhodes, sóknarmaður Fylgist með Birgitta Rún Finnbogadóttir fékk nasanefinn af Bestu deildinni í fyrra og spilaði mikið í Lengjubikarnum í vetur. Líkt vinkona hennar í Tindastólsliðinu, Elísa Bríet Björnsdóttir, er Birgitta frá Skagaströnd. Og þrátt fyrir að vera fædd 2008 á Birgitta eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Í besta/versta falli Ef Rhodes fyllir Murielle-skarðið og Stólarnir ná að byggja ofan á gott síðasta sumar getur liðið endurtekið leikinn frá því í fyrra og náð 7. sætinu. Úrslitakeppni efri hlutans virðist hins vegar ansi fjarlægur draumur. En ef hlutirnir ganga ekki upp og Stólarnir falla ofan í fen annars tímabilsins gætu þeir hæglega fallið. Besta deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Ætla að gera falldrauginn afturreka úr Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 12:01 Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi einu sæti neðar en á síðasta tímabili. Tindastóll lék í fyrsta sinn í efstu deild 2021 en stoppaði stutt við þá. Liðið leiðrétti þau mistök hins vegar strax, lenti í 2. sæti Lengjudeildarinnar 2022 og vann sér sæti í Bestu deildinni á ný. Stólarnir héldu sér svo uppi í fyrra með því að enda í 7. sæti. Liðið leikur því áfram í Bestu deildinni í sumar. grafík/bjarki Stærstu tíðindin af Króknum í vetur eru þau að Murielle Tiernan er farin í Fram. Bandaríski framherjinn lék í fimm ár með Stólunum og skoraði 98 mörk í 102 deildarleikjum fyrir þá. Reyndar voru aðeins tíu í Bestu deildinni en Murielle skilur samt eftir sig stórt skarð sem erfitt gæti reynst að fylla. grafík/bjarki Sú sem á að gera það er Jordyn Rhoades, markahæsti leikmaður í sögu Kentucky háskólans vestanhafs. Mikil ábyrgð er á hennar herðum en hún þarf líka að fá hjálp hjá félögum sínum í framlínunni, meiri en Murielle fékk í fyrra. Tindastóll skoraði aðeins fjórtán mörk í hefðbundinni deildarkeppni en lagaði tölfræðina talsvert með því að skora tíu mörk í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll-Meistaraflokkur kvk (@tindastollmflkvk) Stólarnir fengu einnig annan leikmann úr bandaríska háskólaboltanum; miðjumanninn Gabrielle Johnson. Þá var mikilvægt að halda markverðinum Monicu Wilhelm og varnarmanninum Gwendolyn Mummert frá síðasta tímabili. Í leikmannahópi Tindastóls er nokkuð þéttur kjarni heimastúlkna og þjálfarinn, Halldór Jón Sigurðsson, er reyndur og fær. Hann vill eflaust sjá Stólana nýta heimavöllinn aðeins betur en í fyrra. Liðið vann til að mynda fleiri útileiki (4) en heimaleiki (3) í fyrra. Ef það verður lagað aukast möguleikar Tindastóls á að vera réttu megin við strikið í lok móts verulega. Lykilmenn Bryndís Rut Haraldsdóttir, 29 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 23 ára varnarmaður Jordyn Rhodes, sóknarmaður Fylgist með Birgitta Rún Finnbogadóttir fékk nasanefinn af Bestu deildinni í fyrra og spilaði mikið í Lengjubikarnum í vetur. Líkt vinkona hennar í Tindastólsliðinu, Elísa Bríet Björnsdóttir, er Birgitta frá Skagaströnd. Og þrátt fyrir að vera fædd 2008 á Birgitta eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Í besta/versta falli Ef Rhodes fyllir Murielle-skarðið og Stólarnir ná að byggja ofan á gott síðasta sumar getur liðið endurtekið leikinn frá því í fyrra og náð 7. sætinu. Úrslitakeppni efri hlutans virðist hins vegar ansi fjarlægur draumur. En ef hlutirnir ganga ekki upp og Stólarnir falla ofan í fen annars tímabilsins gætu þeir hæglega fallið.
Bryndís Rut Haraldsdóttir, 29 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 23 ára varnarmaður Jordyn Rhodes, sóknarmaður
Besta-spáin 2024: Ætla að gera falldrauginn afturreka úr Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 12:01
Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00