Af hverju eru ekki allir launþegar 60 ára og eldri að nýta sér séreignarsparnað? Jenný Ýr Jóhannsdóttir skrifar 9. apríl 2024 16:01 Það hljómar kannski eins og falsfrétt en staðreyndin er sú að allt að 38% launþega afþakka 2% launahækkun með því að nýta sér ekki séreignarsparnað. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum Gallup og í rannsókn sem Seðlabankinn birti 2023. Af þeim hópi eru allmargir 60 ára og eldri. Það má gera sér í hugarlund að það tengist því að þegar þú mátt byrja að taka út þá hætti fólk að nýta sér sparnaðinn. En í rauninni ætti hver einasti launþegi sem orðinn er 60 ára að vera með séreignarsparnað og fá þannig mótframlag sem hægt er að taka út á nánast sama tíma. Reiknum dæmið Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun getur sparað 32 þúsund á mánuði og eignast 48 þúsund króna sparnað. Það hljóta að teljast góð skipti. Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun sparar á einu ári tæpar 600 þúsund krónur. Þar af lagði hann 384 þúsund til sjálfur en mótframlagið frá launagreiðanda auk ávöxtunar myndar restina. Sparnaðinn má taka út í einu lagi eða dreifa eftir hentugleika. Sá sem sparar í þrjú ár safnar 1.850 þúsund ef við miðum við afar hóflega ávöxtun en leggur sjálfur til aðeins 1.150 þúsund. Aðrir kostir þessa sparnaðarforms eru að sparnaðurinn er sjálfvirkur og launagreiðandi sér um að koma honum til skila. Það eina sem þú þarft að gera er að gera samning um séreignarsparnað og þú getur fylgst með inneigninni vaxa eða tekið út. Allt eftir þínum þörfum. Þá geta þeir sem eru með húsnæðislán nýtt sparnaðinn skattfrjálst og þeim að kostnaðarlausu til að borga inn á höfuðstól lánsins. Já, skattfrjáls innborgun og mótframlag og skattfrjáls útborgun sem lækkar skuldir. Það er einfaldlega ekki hægt að óska sér hagstæðari sparnaðar. Er eitthvað að varast eða hafa í huga? Það er alltaf gott að hafa í huga að dreifa úttektum þannig að þær lendi í sem hagkvæmustu skattþrepi. Allar útgreiðslur eru skattlagðar eins og tekjur enda voru þær lagðar óskattlagðar inn. Skoðaðu reglulega yfirlitin þín eða Mínar síður til að vera viss um að greiðslurnar hafi skilað sér frá launagreiðanda. Mikilvægt er að kanna hvort vörsluaðilinn hefur bindingu á innlögnum eða þóknanir sem skerða innborganir, en mikill munur getur verið á kostnaði á milli vörsluaðila. Staldraðu við og athugaðu hvort þinn sparnaður sé í réttri fjárfestingarleið. Þegar styttist í starfslok þá getur verið skynsamlegt að draga úr áhættu þannig að sveiflur á sparnaðinum verði minni. Hvað þarft þú að gera? Vertu viss um að þú sért að greiða í séreignarsparnað með því að skoða launaseðilinn þinn. Ef ekki kemur fram greiðsla í séreignarsparnað skaltu senda launagreiðanda afrit af samningi sem þú hefur gert eða óskaðu eftir því við vörsluaðila að hann sendi afrit samnings til launagreiðanda. Ef þú þarft að gera nýjan samning þá tekur það varla meira en 2 mínútur þar sem það er gert stafrænt með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur spurningar er þinn vörsluaðili vafalaust fús til að svara þeim. Ekki missa af þessari kjarabót þó þú sért að huga að úttekt samhliða. Reiknaðu dæmið og spáðu í sparnaðinn. Höfundur er deildarstjóri séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Eldri borgarar Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það hljómar kannski eins og falsfrétt en staðreyndin er sú að allt að 38% launþega afþakka 2% launahækkun með því að nýta sér ekki séreignarsparnað. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum Gallup og í rannsókn sem Seðlabankinn birti 2023. Af þeim hópi eru allmargir 60 ára og eldri. Það má gera sér í hugarlund að það tengist því að þegar þú mátt byrja að taka út þá hætti fólk að nýta sér sparnaðinn. En í rauninni ætti hver einasti launþegi sem orðinn er 60 ára að vera með séreignarsparnað og fá þannig mótframlag sem hægt er að taka út á nánast sama tíma. Reiknum dæmið Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun getur sparað 32 þúsund á mánuði og eignast 48 þúsund króna sparnað. Það hljóta að teljast góð skipti. Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun sparar á einu ári tæpar 600 þúsund krónur. Þar af lagði hann 384 þúsund til sjálfur en mótframlagið frá launagreiðanda auk ávöxtunar myndar restina. Sparnaðinn má taka út í einu lagi eða dreifa eftir hentugleika. Sá sem sparar í þrjú ár safnar 1.850 þúsund ef við miðum við afar hóflega ávöxtun en leggur sjálfur til aðeins 1.150 þúsund. Aðrir kostir þessa sparnaðarforms eru að sparnaðurinn er sjálfvirkur og launagreiðandi sér um að koma honum til skila. Það eina sem þú þarft að gera er að gera samning um séreignarsparnað og þú getur fylgst með inneigninni vaxa eða tekið út. Allt eftir þínum þörfum. Þá geta þeir sem eru með húsnæðislán nýtt sparnaðinn skattfrjálst og þeim að kostnaðarlausu til að borga inn á höfuðstól lánsins. Já, skattfrjáls innborgun og mótframlag og skattfrjáls útborgun sem lækkar skuldir. Það er einfaldlega ekki hægt að óska sér hagstæðari sparnaðar. Er eitthvað að varast eða hafa í huga? Það er alltaf gott að hafa í huga að dreifa úttektum þannig að þær lendi í sem hagkvæmustu skattþrepi. Allar útgreiðslur eru skattlagðar eins og tekjur enda voru þær lagðar óskattlagðar inn. Skoðaðu reglulega yfirlitin þín eða Mínar síður til að vera viss um að greiðslurnar hafi skilað sér frá launagreiðanda. Mikilvægt er að kanna hvort vörsluaðilinn hefur bindingu á innlögnum eða þóknanir sem skerða innborganir, en mikill munur getur verið á kostnaði á milli vörsluaðila. Staldraðu við og athugaðu hvort þinn sparnaður sé í réttri fjárfestingarleið. Þegar styttist í starfslok þá getur verið skynsamlegt að draga úr áhættu þannig að sveiflur á sparnaðinum verði minni. Hvað þarft þú að gera? Vertu viss um að þú sért að greiða í séreignarsparnað með því að skoða launaseðilinn þinn. Ef ekki kemur fram greiðsla í séreignarsparnað skaltu senda launagreiðanda afrit af samningi sem þú hefur gert eða óskaðu eftir því við vörsluaðila að hann sendi afrit samnings til launagreiðanda. Ef þú þarft að gera nýjan samning þá tekur það varla meira en 2 mínútur þar sem það er gert stafrænt með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur spurningar er þinn vörsluaðili vafalaust fús til að svara þeim. Ekki missa af þessari kjarabót þó þú sért að huga að úttekt samhliða. Reiknaðu dæmið og spáðu í sparnaðinn. Höfundur er deildarstjóri séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar