Bílunum stútað á meðan þau skruppu út að borða Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2024 15:22 Hrafnhildur Alice , Hlynur og annar bílanna sem gerð voru skemmdarverk á í gær. Vísir Á meðan Hlynur og Hrafnhildur Alice skruppu að fá sér að borða í gærkvöldi voru framin skemmdarverk á bílum þeirra. Rúður voru brotnar með einhverskonar barefli og lofti hleypt úr dekkjum bílanna. Hlynur og Hrafnhildur búa í Hraunbæ í Árbænum og leggja bílum sínum tveimur alltaf í bílastæðaporti við fjölbýlishúsið sem þau búa í. Um sexleytið í gær fóru þau úr húsi til þess að fá sér að borða. Þau sneru aftur heim tveimur tímum síðar, og svo öðrum tveimur tímum eftir það fóru þau aftur úr húsi til þess að fara í sjoppu. „Þá sáum við að bílarnir voru bara í hakki. Ég var nýbúin að kaupa glæný dekk og það var búið að leysa loftið úr þeim. Svo er eins og það hafi einhver tekið hafnaboltakylfu og lamið í bílinn. Líka í Tesluna sem er bílaleigubíll. Ég er nýbúin að borga fjögurhundruð þúsund til að fá Tesluna á leigu. Þannig að ég er ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að borga aftur kaskóið en við vitum alveg hver gerði þetta,“ segir Hrafnhildur í samtali við fréttastofu. Það virðist hafa verið barið í framrúðuna af miklu afli.Vísir Í deilum við barnsmóður Þau telja að einstaklingar tengdir barnsmóður Hlyns beri ábyrgð á verknaðinum. Þau hafi áður fengið hótanir frá þeim, meðal annars um að kasta eigi sprengju inn í íbúð þeirra. „Eina ástæðan af hverju við þurfum að vera í samskiptum við þau er að þau eiga börn saman. En hún hefur ekki leyft börnunum að koma hingað í þrjú eða fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Búið var að brjóta afturrúðuna á öðrum bílnum.Vísir Grunar engan annan Hún kveðst hafa náð sambandi við barnsmóðurina í morgun eftir fjölmargar símhringingar. Hún þverneitar þó að hafa framið verknaðinn. „Við erum bara venjulegt fólk, það er enginn annar sem gæti hafa gert þetta. Svo sáum við bílinn hennar keyra hérna framhjá í gær,“ segir Hrafnhildur. Einnig má finna skemmdir á fleiri stöðum á bílunum.Vísir Þau Hrafnhildur og Hlynur er ekki skemmt yfir skemmdarverkunum og ætla að tilkynna málið til lögreglu. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Hlynur og Hrafnhildur búa í Hraunbæ í Árbænum og leggja bílum sínum tveimur alltaf í bílastæðaporti við fjölbýlishúsið sem þau búa í. Um sexleytið í gær fóru þau úr húsi til þess að fá sér að borða. Þau sneru aftur heim tveimur tímum síðar, og svo öðrum tveimur tímum eftir það fóru þau aftur úr húsi til þess að fara í sjoppu. „Þá sáum við að bílarnir voru bara í hakki. Ég var nýbúin að kaupa glæný dekk og það var búið að leysa loftið úr þeim. Svo er eins og það hafi einhver tekið hafnaboltakylfu og lamið í bílinn. Líka í Tesluna sem er bílaleigubíll. Ég er nýbúin að borga fjögurhundruð þúsund til að fá Tesluna á leigu. Þannig að ég er ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að borga aftur kaskóið en við vitum alveg hver gerði þetta,“ segir Hrafnhildur í samtali við fréttastofu. Það virðist hafa verið barið í framrúðuna af miklu afli.Vísir Í deilum við barnsmóður Þau telja að einstaklingar tengdir barnsmóður Hlyns beri ábyrgð á verknaðinum. Þau hafi áður fengið hótanir frá þeim, meðal annars um að kasta eigi sprengju inn í íbúð þeirra. „Eina ástæðan af hverju við þurfum að vera í samskiptum við þau er að þau eiga börn saman. En hún hefur ekki leyft börnunum að koma hingað í þrjú eða fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Búið var að brjóta afturrúðuna á öðrum bílnum.Vísir Grunar engan annan Hún kveðst hafa náð sambandi við barnsmóðurina í morgun eftir fjölmargar símhringingar. Hún þverneitar þó að hafa framið verknaðinn. „Við erum bara venjulegt fólk, það er enginn annar sem gæti hafa gert þetta. Svo sáum við bílinn hennar keyra hérna framhjá í gær,“ segir Hrafnhildur. Einnig má finna skemmdir á fleiri stöðum á bílunum.Vísir Þau Hrafnhildur og Hlynur er ekki skemmt yfir skemmdarverkunum og ætla að tilkynna málið til lögreglu.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira