Taktu stjórn á streituviðbragðinu Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 8. apríl 2024 11:32 Það fylgja því ýmsar flækjur að vera manneskja, að búa yfir flóknu tauga- og hormónakerfi sem tekur auðveldlega stjórnvölin á bæði athyglinni og tilfinningum okkar í tíma og ótíma. Með innbyggt viðvörunarkerfi sem bregst við hvers kyns ógn, bæði skynjaðri og ímyndaðri getur verið kúnst að komast í gegnum daginn. En góðu fréttirnar eru þær að við búum einnig yfir innbyggðu kerfi sem hefur þann eiginleika að róa viðvörunarkerfi líkamans og þegar það virkjast þá hefur það jákvæð áhrif á bæði athyglis- og tilfinningastjórn. Það kallast sefkerfið. Á meðan viðvörunarkerfið getur kveikt á sér við hin óheppilegustu tækifæri og oft án meðvitaðs vilja þá getum við virkjað kerfið sem róar það niður meðvitað og þ.a.l. við hvaða tækifæri sem er. Viðvörunarkerfið eða streituviðbragðið er lífsnauðsynlegt og hjálpar okkur m.a. þegar við þurfum að bregðast skjótt við einhverju og þegar við viljum standa okkur. En flestir kannast við það að streituviðbragðið virkjast oft tíðar en þeir vilja og í óheppilegum aðstæðum. Með því að læra að hafa meðvitað áhrif á sefkerfið getum við tekið stjórn á streituviðbragðinu í þessum tilfellum. Það eru til ótal margar leiðir til að virkja sefkerfið sem margir nota nú þegar dags daglega. Það má virkja það með sömu leiðum og streituviðbragðið virkjast, þ.e. með ímyndun, hugsunum og sjónrænni ímyndun, rétt eins og áhyggjur, hrakfallaspá o.fl. virkja streituviðbragðið getum við notað hugann til þess að virkja sefkerfið með því að ímynda okkur stað, manneskju eða minningu sem vekur upp hlýju eða ró sem dæmi. Önnur klassísk leið er að nota djúpa magaöndun, þar sem við hægjum á önduninni og blásum út magann á innöndun eins og blöðru og drögum hann saman á útöndun. Það má því segja að þótt það sé flókið að vera manneskja og oft erfitt að ná tökum á tilverunni með þetta tauga- og hormónakerfi sem við höfum, þá erum við mjög vel búin af bæði drif- og sefkerfi sem vinna upp á móti hvor öðru eftir því hverju við þörfnumst á að halda hverju sinni. Ósjálfráð kerfi líkamans sem við getum lært að ná meðvitaðri stjórna á með ýmsum leiðum líkt og með því að hafa áhrif á hugsanir, ímyndanir og öndun okkar sem fylgja okkur hvert sem við förum. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgja því ýmsar flækjur að vera manneskja, að búa yfir flóknu tauga- og hormónakerfi sem tekur auðveldlega stjórnvölin á bæði athyglinni og tilfinningum okkar í tíma og ótíma. Með innbyggt viðvörunarkerfi sem bregst við hvers kyns ógn, bæði skynjaðri og ímyndaðri getur verið kúnst að komast í gegnum daginn. En góðu fréttirnar eru þær að við búum einnig yfir innbyggðu kerfi sem hefur þann eiginleika að róa viðvörunarkerfi líkamans og þegar það virkjast þá hefur það jákvæð áhrif á bæði athyglis- og tilfinningastjórn. Það kallast sefkerfið. Á meðan viðvörunarkerfið getur kveikt á sér við hin óheppilegustu tækifæri og oft án meðvitaðs vilja þá getum við virkjað kerfið sem róar það niður meðvitað og þ.a.l. við hvaða tækifæri sem er. Viðvörunarkerfið eða streituviðbragðið er lífsnauðsynlegt og hjálpar okkur m.a. þegar við þurfum að bregðast skjótt við einhverju og þegar við viljum standa okkur. En flestir kannast við það að streituviðbragðið virkjast oft tíðar en þeir vilja og í óheppilegum aðstæðum. Með því að læra að hafa meðvitað áhrif á sefkerfið getum við tekið stjórn á streituviðbragðinu í þessum tilfellum. Það eru til ótal margar leiðir til að virkja sefkerfið sem margir nota nú þegar dags daglega. Það má virkja það með sömu leiðum og streituviðbragðið virkjast, þ.e. með ímyndun, hugsunum og sjónrænni ímyndun, rétt eins og áhyggjur, hrakfallaspá o.fl. virkja streituviðbragðið getum við notað hugann til þess að virkja sefkerfið með því að ímynda okkur stað, manneskju eða minningu sem vekur upp hlýju eða ró sem dæmi. Önnur klassísk leið er að nota djúpa magaöndun, þar sem við hægjum á önduninni og blásum út magann á innöndun eins og blöðru og drögum hann saman á útöndun. Það má því segja að þótt það sé flókið að vera manneskja og oft erfitt að ná tökum á tilverunni með þetta tauga- og hormónakerfi sem við höfum, þá erum við mjög vel búin af bæði drif- og sefkerfi sem vinna upp á móti hvor öðru eftir því hverju við þörfnumst á að halda hverju sinni. Ósjálfráð kerfi líkamans sem við getum lært að ná meðvitaðri stjórna á með ýmsum leiðum líkt og með því að hafa áhrif á hugsanir, ímyndanir og öndun okkar sem fylgja okkur hvert sem við förum. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar