„Svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. apríl 2024 21:12 Þessi sjón blasti við þegar Emil kom í Grasagarðinn klukkan tíu á þriðjudagsmorgun. Búið var að eyðileggja útilistaverk hans aðeins þremur dögum eftir að það var sett upp. Útilistaverk í Grasagarðinum var brotið í sundur og bútunum kastað í tjörn aðeins þremur dögum eftir uppsetningu þess. Myndlistarmaðurinn segir grátlegt að sjá margra mánaða vinnu gerða engu og telur hóp hafa verið að verki. Hann vonast þó til að verkið rísi á ný annars staðar. Emil Gunnarsson, myndlistarnemi á fyrsta ári í meistaranámi við LHÍ, vann viðarskúlptúrinn „Þinn taktur“ fyrir sýninguna Hugsandi haugur í Grasagarðinum. Emil Gunnarsson er á fyrsta ári í MA-námi í myndlist við LHÍ Ellefu myndlistarnemar úr LHÍ og nokkrir listfræðinemar úr HÍ komu að sýningunni sem opnaði laugardaginn 23. mars og stendur til morgundagsins, 2. apríl. Verk Emils fékk þó ekki að njóta sín óáreitt nema í stutta stund. „Á þriðjudagsmorgun, þremur dögum eftir opnun, mætti ég ófagri sjón. Búið var að rífa verkið í sundur og fleygja því í tjörnina, greinilega í skjóli nætur af því ég var þarna kvöldið áður,“ segir Emil. „Margra mánaða vinna gerð að engu“ Verkið „Þinn taktur“ er stór gagnvirkur viðarskúlptúr sem var að sögn Emils innblásinn af riþma, náttúrumynstri og mannlegri náttúru. Það var hægt að stíga upp á verkið, sitja á því og ganga ofan á því. Verkið var hugsað þannig að almenningur gætið notað það og notið þess og virtust börn og fullorðnir hafa gaman af verkinu dagana sem það var uppi. „Þetta var stórt og níðþungt verk svo það hefur þurft þvílík átök til að brjóta það í sundur og fleygja því. Ég lagði mikla ástríðu, metnað og peninga í verkið og þarna er marga mánaða vinna gerð að engu,“ segir Emil. Hér má sjá ungan listunnenda njóta verksins.Hreinn Hákonarson Telur hóp fólks hafa unnið skemmdirnar „Það er hægt að búast við ýmsu með útiverkum en svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja og svolítið grátlegt,“ segir hann. Þegar verkið var sett upp þurfti fimm manns til að halda á því stuttan spöl svo Emil telur líklegt að um hóp hafi verið að ræða. Hópurinn virðist hafa fengið útrás fyrir skemmdarþörfinni víðar af því búið var að kasta nokkrum bekkjum garðsins í tjörnina og velta öðrum á hvolf. Þannig það voru fleiri skemmdarverk unnin þarna? „Á lóðinni já. En hin útilistaverkin voru látin í friði,“ segir Emil. Næst ekki að setja verkið aftur upp fyrir sýningarlok Emil segir tímasetningu skemmdarverksins og eðli skemmdana þýða að verkið verður ekki sett aftur upp í Grasagarðinum. Ungir sem aldnir gátu notið verksins eins og sjá má hér.Facebook Hefurðu reynt að setja verkið saman aftur? „Það var einmitt stór spurning. Öll grindin undir fótganginum, bara verkinu sjálfu, var ónýt. Hún var rifin upp alls staðar þar sem voru samskeyti og skrúfur. Þar lá eiginlega mesti efniskostnaðurinn og vinnan,“ segir Emil „Svo er páskafrí akkúrat núna og verkstæðin sem ég hef aðgang að eru lokuð. Allt þetta spilaði saman og nú er sýningin að loka, það er seinasti dagur á morgun,“ segir hann og því ljóst að það verður ekki hægt að setja verkið upp aftur fyrir sýningarlok. „Það var algjör draumur að sýna verk í Grasagarðinum þannig þetta var hundleiðinlegt,“ segir hann. Verkið muni líklega rísa á ný Emil langar að leyfa verkinu að lifa lengur og vonast til að setja það upp í Elliðaárdalnum í maí og vinna með nokkrum gjörningalistamönnum við að nýta verkið í gjörninga. Stefnirðu á að setja það saman aftur og setja upp annars staðar? „Mér finnst eins og ég þurfi að gera það. Mig langar að leyfa hugmyndinni og verkinu að lifa lengur. Það voru þegar tvö til þrjú samstörf með performans-artistum plönuð þar sem við ætluðum að nota verkið. Svo er ég að sýna á sýningu í Elliðaárdalnum í maí og þar ætlaði ég líka að vera með verkið,“ segir Emil. „Líklegast mun ég byggja það upp aftur. Það er bara smá umræða með sýningarstjórunum í þeim verkefnum,“ segir hann. Vonandi verður af þeim plönum svo áhugasamir geti skoðað verkið hvort sem það verður í Elliðaárdalnum eða annars staðar. Styttur og útilistaverk Reykjavík Myndlist Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Emil Gunnarsson, myndlistarnemi á fyrsta ári í meistaranámi við LHÍ, vann viðarskúlptúrinn „Þinn taktur“ fyrir sýninguna Hugsandi haugur í Grasagarðinum. Emil Gunnarsson er á fyrsta ári í MA-námi í myndlist við LHÍ Ellefu myndlistarnemar úr LHÍ og nokkrir listfræðinemar úr HÍ komu að sýningunni sem opnaði laugardaginn 23. mars og stendur til morgundagsins, 2. apríl. Verk Emils fékk þó ekki að njóta sín óáreitt nema í stutta stund. „Á þriðjudagsmorgun, þremur dögum eftir opnun, mætti ég ófagri sjón. Búið var að rífa verkið í sundur og fleygja því í tjörnina, greinilega í skjóli nætur af því ég var þarna kvöldið áður,“ segir Emil. „Margra mánaða vinna gerð að engu“ Verkið „Þinn taktur“ er stór gagnvirkur viðarskúlptúr sem var að sögn Emils innblásinn af riþma, náttúrumynstri og mannlegri náttúru. Það var hægt að stíga upp á verkið, sitja á því og ganga ofan á því. Verkið var hugsað þannig að almenningur gætið notað það og notið þess og virtust börn og fullorðnir hafa gaman af verkinu dagana sem það var uppi. „Þetta var stórt og níðþungt verk svo það hefur þurft þvílík átök til að brjóta það í sundur og fleygja því. Ég lagði mikla ástríðu, metnað og peninga í verkið og þarna er marga mánaða vinna gerð að engu,“ segir Emil. Hér má sjá ungan listunnenda njóta verksins.Hreinn Hákonarson Telur hóp fólks hafa unnið skemmdirnar „Það er hægt að búast við ýmsu með útiverkum en svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja og svolítið grátlegt,“ segir hann. Þegar verkið var sett upp þurfti fimm manns til að halda á því stuttan spöl svo Emil telur líklegt að um hóp hafi verið að ræða. Hópurinn virðist hafa fengið útrás fyrir skemmdarþörfinni víðar af því búið var að kasta nokkrum bekkjum garðsins í tjörnina og velta öðrum á hvolf. Þannig það voru fleiri skemmdarverk unnin þarna? „Á lóðinni já. En hin útilistaverkin voru látin í friði,“ segir Emil. Næst ekki að setja verkið aftur upp fyrir sýningarlok Emil segir tímasetningu skemmdarverksins og eðli skemmdana þýða að verkið verður ekki sett aftur upp í Grasagarðinum. Ungir sem aldnir gátu notið verksins eins og sjá má hér.Facebook Hefurðu reynt að setja verkið saman aftur? „Það var einmitt stór spurning. Öll grindin undir fótganginum, bara verkinu sjálfu, var ónýt. Hún var rifin upp alls staðar þar sem voru samskeyti og skrúfur. Þar lá eiginlega mesti efniskostnaðurinn og vinnan,“ segir Emil „Svo er páskafrí akkúrat núna og verkstæðin sem ég hef aðgang að eru lokuð. Allt þetta spilaði saman og nú er sýningin að loka, það er seinasti dagur á morgun,“ segir hann og því ljóst að það verður ekki hægt að setja verkið upp aftur fyrir sýningarlok. „Það var algjör draumur að sýna verk í Grasagarðinum þannig þetta var hundleiðinlegt,“ segir hann. Verkið muni líklega rísa á ný Emil langar að leyfa verkinu að lifa lengur og vonast til að setja það upp í Elliðaárdalnum í maí og vinna með nokkrum gjörningalistamönnum við að nýta verkið í gjörninga. Stefnirðu á að setja það saman aftur og setja upp annars staðar? „Mér finnst eins og ég þurfi að gera það. Mig langar að leyfa hugmyndinni og verkinu að lifa lengur. Það voru þegar tvö til þrjú samstörf með performans-artistum plönuð þar sem við ætluðum að nota verkið. Svo er ég að sýna á sýningu í Elliðaárdalnum í maí og þar ætlaði ég líka að vera með verkið,“ segir Emil. „Líklegast mun ég byggja það upp aftur. Það er bara smá umræða með sýningarstjórunum í þeim verkefnum,“ segir hann. Vonandi verður af þeim plönum svo áhugasamir geti skoðað verkið hvort sem það verður í Elliðaárdalnum eða annars staðar.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Myndlist Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira