Stefnir á nýtt afrek í Rubiks-heimum og styður soninn áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 15:51 Pawel ætlar sér að ná að leysa þrjá kubba blindandi á undir 15 mínútum. Verðugt verkefni, enda hefur engum Íslendingi áður tekist það í keppni. Vísir/Armar Varaborgarfulltrúi Viðreisnar náði þeim áfanga um hátíðarnar að leysa Rúbiks-kubb, eða töfratening, á undir hálfri mínútu. Hann stefnir á að verða fyrstur Íslendinga til að leysa þrjá kubba í röð blindandi í keppni. Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, birti færslu í gær þar sem hann greindi frá því að honum hefði tekist að leysa kubbinn á undir hálfri mínútu í fyrsta skipti. Nákvæmur tími var 28,56 sekúndur, sem verður að teljast nokkuð gott. Í samtali við Vísi segir Pawel að það sé ánægjulegt að hafa náð þessum áfanga á einni æfingu. Hann sé þó sífellt að æfa sig og vinna í að verða betri. „Og koma mér í það að geta gert þetta að staðaldri, og svo bara að halda áfram.“ Pawel keppti á Íslandsmótinu í töfrateningi í haust, en umfjöllun fréttastofu um mótið má sjá hér að neðan: Pawel segist ekki fylgja sérlega ströngu æfingaplani. „Ég byrjaði að taka þátt í keppnum í kringum það að yngri sonur minn, sem er að verða 12 ára, fékk mikinn áhuga á þessu. Hann er með mikinn metnað. Það er stundum þannig í þessum keppnum að það eru 75 prósent keppenda sem komast í næstu umferð. Þannig að hvert einasta foreldri sem leggur sitt á vogarskálarnar lætur drauma þriggja barna rætast, með því að ýta þeim í næstu umferð. Fyrst um sinn var þetta bara til þess að taka þátt og sýna lit. Þetta er nú þannig enn þá,“ segir Pawel. Ekki átta tímar í sólarhingnum til æfinga Á dögunum hafi hann tekið þátt í nýliðamóti Kubbafélagsins, og viljað æfa sig aðeins fyrir það. „Náði þá að leysa kubb að meðaltali á undir mínútu, sem er ágætis varða á leiðinni. Svo hef ég í lausum tíma í páskafríinu aðeins tekið í kubbinn á kvöldin og æft mig,“ segir Pawel. Hann áætlar að hann hafi æft sig í um 20 til 30 klukkutíma í heildina. „En þetta er auðvitað ekkert samanborið við þessa bestu. Það er þannig að þegar maður er kominn á þennan aldur þá hefur maður ekkert endilega tíma fyrir áhugamál sem taka átta tíma á dag.“ Fyrir næsta Íslandsmót hefur Pawel sett sér það markmið að ná að klára kubbinn blindandi, þrisvar í röð. „Þá nær maður því sem heitir meðaltal, og það hefur enginn Íslendingur náð því í keppni. Eigum við ekki að segja að það sé draumurinn sem ég set á borðið fyrir alþjóð að vita? Það er eitthvað sem ég væri að keppa að.“ Í blindkeppni þarf að klára þrjár tilraunir á fimmtán mínútum, og því þarf meðaltal fyrir hverja lausn að vera undir fimm mínútur að meðaltali. „Ég hef verið með tíma í kringum sex, sjö mínútur. Það er svolítið viðfangsefni að fást við það,“ segir Pawel. Æfingaplanið nú sé að verða betri í að leysa kubbinn venjulega, og þegar sú færni verði orðin góð ætlar hann í minnisæfingar til að geta leyst kubbinn blindandi. Sonurinn stefnir á verðlaunapall Sonur Pawels, Ólafur, er afar metnaðarfullur í sportinu. „Ég var nú að monta mig af því um daginn á Facebook að hann náði 9,71 í lausn á 3x3 kubbi. Það er fjórði besti persónulegi tími Íslendings. Hann er fjórði Íslendingurinn til að komast undir 10 sekúndur,“ segir Pawel. Ólafur sé afar duglegur að æfa sig og fjölskyldan fylgist spennt með. Pawel segir ljóst að kubburinn standist tímans tönn. „Ég hefði ekki trúað því þegar ég var að alast upp í áttunni að eftir 30 ár þá væru börnin mín að leysa Rubiks-kubba. Þetta er einhver þraut sem var búin til af ungverskum uppfinningamanni á seinni hluta síðustu aldar. Þetta er forvitnilegt,“ segir Pawel. Sonur hans hafi mikinn metnað í keppnum. „Hann stefnir mjög fast að því að komast á verðlaunapall.“ Íþróttir barna Ástin og lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, birti færslu í gær þar sem hann greindi frá því að honum hefði tekist að leysa kubbinn á undir hálfri mínútu í fyrsta skipti. Nákvæmur tími var 28,56 sekúndur, sem verður að teljast nokkuð gott. Í samtali við Vísi segir Pawel að það sé ánægjulegt að hafa náð þessum áfanga á einni æfingu. Hann sé þó sífellt að æfa sig og vinna í að verða betri. „Og koma mér í það að geta gert þetta að staðaldri, og svo bara að halda áfram.“ Pawel keppti á Íslandsmótinu í töfrateningi í haust, en umfjöllun fréttastofu um mótið má sjá hér að neðan: Pawel segist ekki fylgja sérlega ströngu æfingaplani. „Ég byrjaði að taka þátt í keppnum í kringum það að yngri sonur minn, sem er að verða 12 ára, fékk mikinn áhuga á þessu. Hann er með mikinn metnað. Það er stundum þannig í þessum keppnum að það eru 75 prósent keppenda sem komast í næstu umferð. Þannig að hvert einasta foreldri sem leggur sitt á vogarskálarnar lætur drauma þriggja barna rætast, með því að ýta þeim í næstu umferð. Fyrst um sinn var þetta bara til þess að taka þátt og sýna lit. Þetta er nú þannig enn þá,“ segir Pawel. Ekki átta tímar í sólarhingnum til æfinga Á dögunum hafi hann tekið þátt í nýliðamóti Kubbafélagsins, og viljað æfa sig aðeins fyrir það. „Náði þá að leysa kubb að meðaltali á undir mínútu, sem er ágætis varða á leiðinni. Svo hef ég í lausum tíma í páskafríinu aðeins tekið í kubbinn á kvöldin og æft mig,“ segir Pawel. Hann áætlar að hann hafi æft sig í um 20 til 30 klukkutíma í heildina. „En þetta er auðvitað ekkert samanborið við þessa bestu. Það er þannig að þegar maður er kominn á þennan aldur þá hefur maður ekkert endilega tíma fyrir áhugamál sem taka átta tíma á dag.“ Fyrir næsta Íslandsmót hefur Pawel sett sér það markmið að ná að klára kubbinn blindandi, þrisvar í röð. „Þá nær maður því sem heitir meðaltal, og það hefur enginn Íslendingur náð því í keppni. Eigum við ekki að segja að það sé draumurinn sem ég set á borðið fyrir alþjóð að vita? Það er eitthvað sem ég væri að keppa að.“ Í blindkeppni þarf að klára þrjár tilraunir á fimmtán mínútum, og því þarf meðaltal fyrir hverja lausn að vera undir fimm mínútur að meðaltali. „Ég hef verið með tíma í kringum sex, sjö mínútur. Það er svolítið viðfangsefni að fást við það,“ segir Pawel. Æfingaplanið nú sé að verða betri í að leysa kubbinn venjulega, og þegar sú færni verði orðin góð ætlar hann í minnisæfingar til að geta leyst kubbinn blindandi. Sonurinn stefnir á verðlaunapall Sonur Pawels, Ólafur, er afar metnaðarfullur í sportinu. „Ég var nú að monta mig af því um daginn á Facebook að hann náði 9,71 í lausn á 3x3 kubbi. Það er fjórði besti persónulegi tími Íslendings. Hann er fjórði Íslendingurinn til að komast undir 10 sekúndur,“ segir Pawel. Ólafur sé afar duglegur að æfa sig og fjölskyldan fylgist spennt með. Pawel segir ljóst að kubburinn standist tímans tönn. „Ég hefði ekki trúað því þegar ég var að alast upp í áttunni að eftir 30 ár þá væru börnin mín að leysa Rubiks-kubba. Þetta er einhver þraut sem var búin til af ungverskum uppfinningamanni á seinni hluta síðustu aldar. Þetta er forvitnilegt,“ segir Pawel. Sonur hans hafi mikinn metnað í keppnum. „Hann stefnir mjög fast að því að komast á verðlaunapall.“
Íþróttir barna Ástin og lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira