Próftökubann og refsingar fyrir svindlara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 12:20 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur til að ökunemar sem svindla á bílprófinu fái allt að sex mánaða próftökubann að launum. Vísir/Arnar Í nýju frumvarpi innviðaráðherra til breytinga á umferðarlögum er lagt til að brot á prófreglum í ökuprófi geti varðað sviptingu á próftökurétti í allt að sex mánuði, auk annarra mögulegra refsinga. Frumvarpinu er aðallega ætlað að bregðast við aukinni umferð smáfarartækja, svo sem rafknúinna hlaupahjóla, og var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Þar eru lagðar til breytingar á lögunum sem ætlað er að skilgreina smáfarartæki og marka lagaramma utan um þau, svo sem með reglum um lágmarksaldur upp á 13 ár og að óheimilt sé að aka þeim undir áhrifum áfengis. Í frumvarpinu er þó að finna nýmæli frá því það var síðast lagt fram. Þar er lögð til breyting á 58. grein umferðarlaga, þannig að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófi og sviptingar réttinum til að þreyta prófið í allt að sex mánuði. Auk þess gæti slík háttsemi sætt sektum eða refsingu samkvæmt 95. grein laganna. Í frumvarpinu segir þá að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum og að Samgöngustofa myndi hafa ákvörðunarvald til sviptingu próftökuréttarins. Sektir eða fangelsi Í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með ákvæðinu sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við ákvörðun um sviptingu próftökuréttar mið af alvarleika brots, þeim hagsmunum sem undir eru hverju sinni, þeim varðaðaráhrifum sem viðurlögunum er ætlað að hafa og aðstæðum að öðru leyti. Þá er heimild fyrir ráðherra að mæla fyrir um útfærslu ákvæðisins og viðurlaga samkvæmt því, í reglugerð. „Þá er gert ráð fyrir því að í alvarlegri tilvikum geti beiting viðurlaga skv. 95. gr. einnig komið til skoðunar. Með því verða varnaðaráhrif viðurlaga vegna brota á prófreglum aukin enn frekar svo að draga megi úr umfangi þess en einnig bregðast við þeim tilvikum þegar upp kemst um að ökunemi hafi haft rangt við,“ segir í greinargerðinni. Í 95. grein er kveðið á um að brot gegn ákveðnum ákvæðum umferðarlaga, meðal annars 58. greininni sem fjallar um bílprófið, geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Geta svindlað og mætt aftur í næstu viku Í greinargerð með frumvarpinu er brot á prófreglum í ökuprófi sagt alvarlegt vandamál hér á landi, og að Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á því, „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið.“ Því þyki nauðsynlegt að bregðast við slíkum brotum, og hæfilegt þyki að í flestum tilfellum verði viðkomandi óheimilt að þreyta prófið um ákveðinn tíma. Þó liggi fyrir að í alvarlegri tilvikum verði hægt að beita alvarlegri viðurlögum. Alþingi Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Bílpróf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Frumvarpinu er aðallega ætlað að bregðast við aukinni umferð smáfarartækja, svo sem rafknúinna hlaupahjóla, og var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Þar eru lagðar til breytingar á lögunum sem ætlað er að skilgreina smáfarartæki og marka lagaramma utan um þau, svo sem með reglum um lágmarksaldur upp á 13 ár og að óheimilt sé að aka þeim undir áhrifum áfengis. Í frumvarpinu er þó að finna nýmæli frá því það var síðast lagt fram. Þar er lögð til breyting á 58. grein umferðarlaga, þannig að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófi og sviptingar réttinum til að þreyta prófið í allt að sex mánuði. Auk þess gæti slík háttsemi sætt sektum eða refsingu samkvæmt 95. grein laganna. Í frumvarpinu segir þá að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum og að Samgöngustofa myndi hafa ákvörðunarvald til sviptingu próftökuréttarins. Sektir eða fangelsi Í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með ákvæðinu sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við ákvörðun um sviptingu próftökuréttar mið af alvarleika brots, þeim hagsmunum sem undir eru hverju sinni, þeim varðaðaráhrifum sem viðurlögunum er ætlað að hafa og aðstæðum að öðru leyti. Þá er heimild fyrir ráðherra að mæla fyrir um útfærslu ákvæðisins og viðurlaga samkvæmt því, í reglugerð. „Þá er gert ráð fyrir því að í alvarlegri tilvikum geti beiting viðurlaga skv. 95. gr. einnig komið til skoðunar. Með því verða varnaðaráhrif viðurlaga vegna brota á prófreglum aukin enn frekar svo að draga megi úr umfangi þess en einnig bregðast við þeim tilvikum þegar upp kemst um að ökunemi hafi haft rangt við,“ segir í greinargerðinni. Í 95. grein er kveðið á um að brot gegn ákveðnum ákvæðum umferðarlaga, meðal annars 58. greininni sem fjallar um bílprófið, geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Geta svindlað og mætt aftur í næstu viku Í greinargerð með frumvarpinu er brot á prófreglum í ökuprófi sagt alvarlegt vandamál hér á landi, og að Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á því, „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið.“ Því þyki nauðsynlegt að bregðast við slíkum brotum, og hæfilegt þyki að í flestum tilfellum verði viðkomandi óheimilt að þreyta prófið um ákveðinn tíma. Þó liggi fyrir að í alvarlegri tilvikum verði hægt að beita alvarlegri viðurlögum.
Alþingi Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Bílpróf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira