Innlent

Fá 82 þúsund fyrir að vinna frá átta til 23

Lovísa Arnardóttir skrifar
Störfin eru fjölbreytt en það þarf fólk í að taka á móti kjósendum og skrá niður komu þeirra og þátttöku.
Störfin eru fjölbreytt en það þarf fólk í að taka á móti kjósendum og skrá niður komu þeirra og þátttöku. Vísir/Vilhelm

Reykjavíkurborg leitar nú að fólki til að taka að sér setu í undirkjörstjórnum við forsetakosningarnar sem fram fara 1. júní. Vaktin hefst klukkan átta og lýkur í fyrsta lagi klukkan 23 en kjörstöðum er lokað klukkan 22. Launin eru 82 þúsund krónur fyrir skatt.

Auk launa fær fólk morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Ekki er í boði að taka hluta af vaktinni og er gert ráð fyrir matar- og kaffihlé.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að alls séu 25 kjörstaðir í Reykjavík, í öllum hverfum borgarinnar. Þar sé aðgengi fyrir öll.

Starf í undirkjörstjórn er þjónustustarf sem felur í sér að taka á móti kjósendum, afhenda kjörseðla og halda bókhald um fjölda og kynjaskiptingu kjósenda. Leitað er að jákvæðu, nákvæmu og þjónustulunduðu fólki sem hefur náð 18 ára aldri, á lögheimili í Reykjavík og getur talað og skilið íslensku.

„Þörf er á stórum hópi fólks til setu í undirkjörstjórnum og þegar hafa um 260 Reykvíkingar boðið sig fram til starf.“ Áhugasöm geta sent póst á [email protected].


Tengdar fréttir

Helga hellir sér í forsetaslaginn

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×