Fyrirgefðu mér mín kæra Harpa Sævar Helgi Lárusson skrifar 26. mars 2024 11:00 Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið. Þetta hefur nú alltaf tekist hjá mér á Keflavíkurflugvelli, stundum dáldið erfið að fá hliðið til að opnast þegar ég kem heim, en greiðslan hefur alltaf gengið hjá mér þar og ég hef aldrei fengið sekt. Þeir eru víst búnir að taka hliðin burt og guði sé lof fyrir það. En allaveganna, þá kom ég keyrandi niður í kjallarann hjá þér og fann þetta fína stæði, dáldið erfitt að átta sig á hvar stæðin liggja, ég sé línurnar svo illa hjá ykkur, en ég er búinn að panta tíma hjá augnlækni. Já, hvar var ég. Ég opna appið, þú veist, það stendur hvaða app á að nota á miðum upp á vegg hjá ykkur, borga og skelli mér á tónleikana. Þeir voru alveg frábærir, en ég var ekki alveg að gera það sem ég veit núna að ég átti að gera. Mín mistök voru að ég fylgdist ekki með að ég væri að gera allt rétt. Greiðslan fór út af kortinu. Hélt að ég hefði gert allt rétt og, já, þú veist, spáði ekkert meira í þessu. Fór bara heim og horfði á Gísla Martein á tímaflakkinu. Svona eins og við miðaldra fólkið gerum. Eitt veit ég eftir þetta allt saman, ég veit ekki neitt þannig séð. Fyrirgefðu. Ég er að reyna að vera meira inn í hlutum, Gunni frændi, hann er nokkuð klár. Hann er kerfisfræðingur og mjög góður á tölvur og svona. Hann er búinn að lofa mér að kenna mér á appið. Það eru víst einhverjir fídusar sem hann segir að geti komið í veg fyrir svona misskilning. En ég veit ekkert um það, en hann ætlar að kenna mér. Svo gerði ég önnur mistök, ég varð reiður þegar þið settuð kröfu í heimabankann frá einhverju óþekktu fyrirtæki fyrir að hafa ekki greitt fyrir bílastæðið. Ég fékk enga skýringu eða nótu en það er víst bara gamaldags, eða svo segir Gunni frændi. Ég náttúrulega bara fattaði ekki að ég greiddi ekki fyrir „þetta“ stæði, ég greiddi víst fyrir eitthvað allt annað stæði. Ég lofa að reyna að læra þetta. Það er hvaða stæði ég á að greiða fyrir. Er eitthvað námskeið sem ég get tekið, veistu það? Kannski hjá Endurmenntun. Ég hef tekið námskeið hjá þeim og það hefur alltaf hjálpað mér að skilja hlutina betur. Svo fæ ég styrk hjá verkalýðsfélaginu sem er flott. Ég biðst líka afsökunar á að hafa orðið reiður fyrir að hafa ekki greitt fyrir tvö stæði þegar ég óvart keyrði inn á annað bílastæði á leiðinni út sem einhver annar rekstraraðli er með þarna í kjallaranum hjá þér, en þú veist, sjónin er farin að versna hjá mér. Ég á tíma hjá augnlækni í september, fyrsti tíminn sem ég fékk, en ég lofa að koma ekki aftur fyrr en ég er búinn að fá ný gleraugu. Svo ég sjái nú hvar ég má keyra og hvar ekki án þess að fá sekt. En mér finnst óþægilegt að fá sekt. Ég vill standa mína plikt gagnvart guði og mönnum. Kemst í uppnám þegar ég er skammaður. Þar liggur minn feill, ég reiðist þegar mér finnst á mér troðist, þegar aðrir eru ósanngjarnir og að reyna að plata mig. En ég veit það núna, ég var bara ekki búinn að kynna mér ykkar skipulag nógu vel. Ég biðst innilegrar afsökunar á hafa sakað ykkur um ósanngirni, ég meina það, sorrý. Næst þegar ég kem skal ég vera búinn að læra þetta. Höfundur er sorrý. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Bílastæði Harpa Reykjavík Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið. Þetta hefur nú alltaf tekist hjá mér á Keflavíkurflugvelli, stundum dáldið erfið að fá hliðið til að opnast þegar ég kem heim, en greiðslan hefur alltaf gengið hjá mér þar og ég hef aldrei fengið sekt. Þeir eru víst búnir að taka hliðin burt og guði sé lof fyrir það. En allaveganna, þá kom ég keyrandi niður í kjallarann hjá þér og fann þetta fína stæði, dáldið erfitt að átta sig á hvar stæðin liggja, ég sé línurnar svo illa hjá ykkur, en ég er búinn að panta tíma hjá augnlækni. Já, hvar var ég. Ég opna appið, þú veist, það stendur hvaða app á að nota á miðum upp á vegg hjá ykkur, borga og skelli mér á tónleikana. Þeir voru alveg frábærir, en ég var ekki alveg að gera það sem ég veit núna að ég átti að gera. Mín mistök voru að ég fylgdist ekki með að ég væri að gera allt rétt. Greiðslan fór út af kortinu. Hélt að ég hefði gert allt rétt og, já, þú veist, spáði ekkert meira í þessu. Fór bara heim og horfði á Gísla Martein á tímaflakkinu. Svona eins og við miðaldra fólkið gerum. Eitt veit ég eftir þetta allt saman, ég veit ekki neitt þannig séð. Fyrirgefðu. Ég er að reyna að vera meira inn í hlutum, Gunni frændi, hann er nokkuð klár. Hann er kerfisfræðingur og mjög góður á tölvur og svona. Hann er búinn að lofa mér að kenna mér á appið. Það eru víst einhverjir fídusar sem hann segir að geti komið í veg fyrir svona misskilning. En ég veit ekkert um það, en hann ætlar að kenna mér. Svo gerði ég önnur mistök, ég varð reiður þegar þið settuð kröfu í heimabankann frá einhverju óþekktu fyrirtæki fyrir að hafa ekki greitt fyrir bílastæðið. Ég fékk enga skýringu eða nótu en það er víst bara gamaldags, eða svo segir Gunni frændi. Ég náttúrulega bara fattaði ekki að ég greiddi ekki fyrir „þetta“ stæði, ég greiddi víst fyrir eitthvað allt annað stæði. Ég lofa að reyna að læra þetta. Það er hvaða stæði ég á að greiða fyrir. Er eitthvað námskeið sem ég get tekið, veistu það? Kannski hjá Endurmenntun. Ég hef tekið námskeið hjá þeim og það hefur alltaf hjálpað mér að skilja hlutina betur. Svo fæ ég styrk hjá verkalýðsfélaginu sem er flott. Ég biðst líka afsökunar á að hafa orðið reiður fyrir að hafa ekki greitt fyrir tvö stæði þegar ég óvart keyrði inn á annað bílastæði á leiðinni út sem einhver annar rekstraraðli er með þarna í kjallaranum hjá þér, en þú veist, sjónin er farin að versna hjá mér. Ég á tíma hjá augnlækni í september, fyrsti tíminn sem ég fékk, en ég lofa að koma ekki aftur fyrr en ég er búinn að fá ný gleraugu. Svo ég sjái nú hvar ég má keyra og hvar ekki án þess að fá sekt. En mér finnst óþægilegt að fá sekt. Ég vill standa mína plikt gagnvart guði og mönnum. Kemst í uppnám þegar ég er skammaður. Þar liggur minn feill, ég reiðist þegar mér finnst á mér troðist, þegar aðrir eru ósanngjarnir og að reyna að plata mig. En ég veit það núna, ég var bara ekki búinn að kynna mér ykkar skipulag nógu vel. Ég biðst innilegrar afsökunar á hafa sakað ykkur um ósanngirni, ég meina það, sorrý. Næst þegar ég kem skal ég vera búinn að læra þetta. Höfundur er sorrý.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun