Mala kaffi í Kópavogi og senda um allt land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2024 08:05 Kaffimeistararnir á Dalvegi 18 í Kópavogi, Guðrún Eik Sveinsdóttir og Hlynur Jónsson með poka fullan af nýmöluðu kaffi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau sitja ekki auðum höndum starfsmennirnir á Hæfingarstöðinni við Dalveg í Kópavogi því þau eru að pakka inn tækifæriskortum, smíða á smíðaverkstæðinu, mála á boli og mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið svo eitthvað sé nefnt. Starfsemin á Dalveginum er mjög fjölbreytt og standa sig allir vel í sínum verkefnum. „Við erum að vinna ýmiskonar verkefni, bæði hér innanhúss og sem við fáum frá öðrum aðilum héðan og þaðan. Við erum til dæmis að setja í umslög í plast og við erum með leirherbergi hérna þar sem við erum að leira og brenna leirinn og við erum með smíðaherbergi þar sem við vinnum allskonar smíðaverkefni,” segir Sigrún Bryndísardóttir, þroskaþjálfi. „Hér koma um 36 fatlaðir starfsmenn eins og við köllum það og við erum svona liðlega 50 allt í allt. Þetta er rosalega gefandi starf, mér finnst mjög gott að vinna við þetta, þetta er æðislegt,” segir Þórður Guðmundsson, yfirþroskaþjálfi. Starfsendurhæfingarstöðin fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður haldið upp á tímamótin með markaði á opnunartíma stöðvarinnar fyrstu dagana í apríl. Sýningarskápurinn þar sem má sjá hluta af því handverki, sem unnið er á Dalvegi 18.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er duglegur að vinna og mest gaman að vinna,“ segir Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar er mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að mála á boli, það er mjög skemmtilegt,“ segir Eiríka Ýr Sigurðardóttir, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Eiríka Ýr Sigurðardóttir er líka mjög ánægð í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það kaffikvörnin, sem Hlynur Jónsson hefur yfirumsjón með, með aðstoð Guðrúnar Eikar starfsmanns. „Við erum við með þessa fínu græju, sem að mylur kaffið fyrir okkur og svo getum við vigtað það í poka til að senda fólkinu. Allir geta verið í áskrift þannig að það fær poka í hverjum mánuði af kaffi og við græjum allt hérna og setjum í poka og svona.Þetta er skemmtilegt verkefni að vinna, það er alltaf nóg að gera í kaffinu,” segja þau Hlynur og Guðrún Eik. Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Starfsemin á Dalveginum er mjög fjölbreytt og standa sig allir vel í sínum verkefnum. „Við erum að vinna ýmiskonar verkefni, bæði hér innanhúss og sem við fáum frá öðrum aðilum héðan og þaðan. Við erum til dæmis að setja í umslög í plast og við erum með leirherbergi hérna þar sem við erum að leira og brenna leirinn og við erum með smíðaherbergi þar sem við vinnum allskonar smíðaverkefni,” segir Sigrún Bryndísardóttir, þroskaþjálfi. „Hér koma um 36 fatlaðir starfsmenn eins og við köllum það og við erum svona liðlega 50 allt í allt. Þetta er rosalega gefandi starf, mér finnst mjög gott að vinna við þetta, þetta er æðislegt,” segir Þórður Guðmundsson, yfirþroskaþjálfi. Starfsendurhæfingarstöðin fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður haldið upp á tímamótin með markaði á opnunartíma stöðvarinnar fyrstu dagana í apríl. Sýningarskápurinn þar sem má sjá hluta af því handverki, sem unnið er á Dalvegi 18.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er duglegur að vinna og mest gaman að vinna,“ segir Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar er mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að mála á boli, það er mjög skemmtilegt,“ segir Eiríka Ýr Sigurðardóttir, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Eiríka Ýr Sigurðardóttir er líka mjög ánægð í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það kaffikvörnin, sem Hlynur Jónsson hefur yfirumsjón með, með aðstoð Guðrúnar Eikar starfsmanns. „Við erum við með þessa fínu græju, sem að mylur kaffið fyrir okkur og svo getum við vigtað það í poka til að senda fólkinu. Allir geta verið í áskrift þannig að það fær poka í hverjum mánuði af kaffi og við græjum allt hérna og setjum í poka og svona.Þetta er skemmtilegt verkefni að vinna, það er alltaf nóg að gera í kaffinu,” segja þau Hlynur og Guðrún Eik.
Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira