Eliza hlaut heiðursverðlaun Boði Logason skrifar 21. mars 2024 14:00 Eliza Reid forsetafrú hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag í þágu íslenskra bókmennta og ritlistar. Aðsend Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem hljóðbókaunnendur; útgefendur, höfundar, lesara og þýðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka síðasta árs. Verðlaun voru veitt í fimm flokkum auk þess sem veitt voru sérstök heiðursverðlaun. Að undangenginni almenningskosningu í janúar fóru tilnefndar bækur fyrir sérstakar fagdómnefndir. Mæðgurnar Álfrún Örnólfsdóttir og Helga E. Jónsdóttir lesarar hlutu verðlaun í flokknum besta skáldsagan fyrir lestur sinn á bókinni Minningaskrínið.Aðsend Besta skáldsagan: Minningarskrínið Höfundur: Kathryn Hughes Þýðing: Ingunn Snædal Lestur: Katla Njálsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Helga E. Jónsdóttir „Vinningshafi í flokki skáldsagna er Minningaskrínið eftir Kathryn Hughes í frábærri þýðingu Ingunnar Snædal. Sagan er mjög vel skrifuð, forvitnileg og er byggð á sönnum atburðum. Hún hverfist um þrjár sögumanns raddir og í þessari snjöllu hljóðbók fær hver rödd sinn sérstaka lesara sem bætir vel við gæði sögunnar og skilar sér í eftirminnilegri hlustun. Í Minningaskríninu eru möguleikar hljóðbókarinnar nýttir til fulls. Það er unun að hlusta á þær Kötlu, Álfrúnu og Helgu. Lestur þeirra er eðlilegur, áreynslulaus og flæðir vel.“ segir í umsögn dómnefndar. Arnmundur Ernst Backman lesari og Guðrún Brjánsdóttir höfundur hlutu verðlaun í flokknum besti ljúflesturinn fyrir bókina Óbragð.Aðsend Besta ljúflestrarsagan Óbragð Höfundur: Guðrún Brjánsdóttir Lestur: Arnmundur Ernst Backman „Óbragð eftir Guðrúnu Brjánsdóttur er áhrifamikil en jafnframt bráðskemmtileg samtímasaga þar sem höfundur bregður á leik með kunnugleg stef á borð við covid, núvitund og örvæntingu þeirra sem verða skipreka í vellystingakapphlaupi samfélagsmiðla. Í bókinni kynnumst við Hjalta, ungum manni sem dregst inn í heim kakó-hugleiðsluklúbba eftir erfið sambandsslit. Frásögnin er glettin en jafnframt átakanleg þar sem hún dregur fram sálarflækjur þunglyndis og einangrunar. Persónurnar, sérstaklega hinn ráðvillti Hjalti, eru ljóslifandi í lestri Arnmundar Ernst Backman, sem fangar kvíða og tilvistarkreppu hins unga manns á hátt sem breytir góðri bók í eftirminnilega upplifun.“ segir í umsögn dómnefndar. Gunnar Helgason höfundur og lesari hlaut verðlaun fyrir bestu barnabókina, Hanni granni dansari.Aðsend Besta barna- og ungmennabókin: Hanni granni dansari Höfundur: Gunnar Helgason Lestur: Gunnar Helgason „ Hanni granni dansari er einstaklega skemmtileg og lífleg hljóðbók þar sem öllu er tjaldað til. Mikil leik- og sönggleði einkennir texta og upplestur hljóðbókarinnar, en hljóðmyndin er lifandi þar sem meðal annars má heyra brot úr lögum með söngkonunum Selmu Björnsdóttur og Völu Guðnadóttur. Ekki skemmdi orkumikill lestur höfundarins Gunnars Helgasonar og dómnefndarmeðlimir skemmtu sér konunglega við hlustunina. Boðskapur sögunnar er einstaklega nútímalegur og áríðandi: það skiptir máli hvernig við hegðum okkur á samfélagsmiðlum, og eins og Stella kemst að í bókinni, hafa gjörðir okkar afleiðingar. Það er kafað á dýptina þar sem samband Stellu við bæði vini, fjölskyldu og mögulegan kærasta er í forgrunni. Semsagt, öll fjölskyldan getur skemmt sér við hlustun á hljóðbókinni Hanni granni dansari.“ segir í umsögn dómnefndar. Besta óskáldaða efnið Réttarmorð Höfundur: Sigursteinn Másson Lestur: Sigursteinn Másson „Fá sakamál á Íslandi hafa jafn goðsagnakennda stöðu í vitund þjóðarinnar og Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Í Réttarmorði er ljóst frá upphafi að sögumaðurinn og rannsakandinn Sigursteinn Másson hefur unnið mikið þrekvirki og hefur djúpan og persónulegan skilning á efninu. Réttarmorð er virkilega vel unnið verk, þar sem flókinni framvindu er miðlað á skýran og áhrifaríkan hátt. Það er ekki auðvelt að finna nýjan flöt á máli sem er líklega umfjallaðasta sakamál Íslandssögunnar en hér tekst það, ekki síst vegna þess að höfundurinn setur sjálfan sig inn í miðju framvindunnar, svo úr verður persónulegt og fróðlegt verk. Með þessari seríu tekst Sigursteini að færa þetta óupplýsta mál í nýtt og forvitnilegt samhengi. Frásögnin er aðgengileg og laus við að vera ruglingsleg. Það styður vel við framvinduna að flétta inn í frásögnina því sem var að gerast út í hinum stóra heimi á þessum tíma. Þetta er dýrmæt heimild fyrir sögu íslenskra sakamála. Hljóðvinnsla er til fyrirmyndar og bætir miklu við hlustunarupplifunina bæði með effektum og mjög vel völdum bútum úr lögum frá þessum tíma, þ.e.a.s. frá áttunda áratugnum. Lestur Sigursteins er skýr og ákveðinn og hentar efninu vel.“ segir í umsögn dómnefndar. Stefán Máni rithöfundur hlaut verðlaun fyrir bestu glæpasöguna, Hungur.Aðsend Besta glæpasagan Hungur Höfundur: Stefán Máni Lestur: Rúnar Freyr Gíslason „ Hungur eftir Stefán Mána er hrollvekjandi glæpasaga þar sem tengsl milli dularfulls mannshvarfs og hrottalegs morðs um hábjartan dag koma af stað spennandi atburðarás sem afhjúpar skuggahliðar mannlegs eðlis. Brátt taka líkin að hrannast upp og ljóst er Hörður og félagar hans í lögreglunni eru að takast á við fjöldamorðingja, blóðugar aðfarir hvers bera glöggt merki um truflaðan og myrkan huga. Sem áður fer Rúnar Freyr Gíslason á kostum í flutningi sínum sem berdreymni einfarinn Hörður Grímsson og fær hlustendur til að vilja fara að sofa með ljósin kveikt.“ segir í umsögn dómnefndar. Eliza Reid fékk sérstök heiðursverðlaunAðsend Heiðursverðlaun Eliza Reid Eliza Reid forsetafrú hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag í þágu íslenskra bókmennta og ritlistar. Elíza hefur talað fyrir mikilvægi íslenskra bókmennta og að þjóðin hafi aðgengi að þýddu erlendu efni sem víkki sjóndeildarhringinn. Hún hefur verið ötul að kynna íslenskar bókmenntir og koma íslenskum rithöfundum á framfæri erlendis á fjölbreyttum vettvangi og sem annar af stofnendum Iceland Writers Retreat Þá komst Eliza eins og ferskur vindur í hóp rithöfunda með sinni fyrstu bók Sprakkar. Þegar Sprakkar kom út sem hljóðbók árið 2022 fékk hún mikið lof frá hlustendum og hlaut tilnefningu til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2023. Menning Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Verðlaun voru veitt í fimm flokkum auk þess sem veitt voru sérstök heiðursverðlaun. Að undangenginni almenningskosningu í janúar fóru tilnefndar bækur fyrir sérstakar fagdómnefndir. Mæðgurnar Álfrún Örnólfsdóttir og Helga E. Jónsdóttir lesarar hlutu verðlaun í flokknum besta skáldsagan fyrir lestur sinn á bókinni Minningaskrínið.Aðsend Besta skáldsagan: Minningarskrínið Höfundur: Kathryn Hughes Þýðing: Ingunn Snædal Lestur: Katla Njálsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Helga E. Jónsdóttir „Vinningshafi í flokki skáldsagna er Minningaskrínið eftir Kathryn Hughes í frábærri þýðingu Ingunnar Snædal. Sagan er mjög vel skrifuð, forvitnileg og er byggð á sönnum atburðum. Hún hverfist um þrjár sögumanns raddir og í þessari snjöllu hljóðbók fær hver rödd sinn sérstaka lesara sem bætir vel við gæði sögunnar og skilar sér í eftirminnilegri hlustun. Í Minningaskríninu eru möguleikar hljóðbókarinnar nýttir til fulls. Það er unun að hlusta á þær Kötlu, Álfrúnu og Helgu. Lestur þeirra er eðlilegur, áreynslulaus og flæðir vel.“ segir í umsögn dómnefndar. Arnmundur Ernst Backman lesari og Guðrún Brjánsdóttir höfundur hlutu verðlaun í flokknum besti ljúflesturinn fyrir bókina Óbragð.Aðsend Besta ljúflestrarsagan Óbragð Höfundur: Guðrún Brjánsdóttir Lestur: Arnmundur Ernst Backman „Óbragð eftir Guðrúnu Brjánsdóttur er áhrifamikil en jafnframt bráðskemmtileg samtímasaga þar sem höfundur bregður á leik með kunnugleg stef á borð við covid, núvitund og örvæntingu þeirra sem verða skipreka í vellystingakapphlaupi samfélagsmiðla. Í bókinni kynnumst við Hjalta, ungum manni sem dregst inn í heim kakó-hugleiðsluklúbba eftir erfið sambandsslit. Frásögnin er glettin en jafnframt átakanleg þar sem hún dregur fram sálarflækjur þunglyndis og einangrunar. Persónurnar, sérstaklega hinn ráðvillti Hjalti, eru ljóslifandi í lestri Arnmundar Ernst Backman, sem fangar kvíða og tilvistarkreppu hins unga manns á hátt sem breytir góðri bók í eftirminnilega upplifun.“ segir í umsögn dómnefndar. Gunnar Helgason höfundur og lesari hlaut verðlaun fyrir bestu barnabókina, Hanni granni dansari.Aðsend Besta barna- og ungmennabókin: Hanni granni dansari Höfundur: Gunnar Helgason Lestur: Gunnar Helgason „ Hanni granni dansari er einstaklega skemmtileg og lífleg hljóðbók þar sem öllu er tjaldað til. Mikil leik- og sönggleði einkennir texta og upplestur hljóðbókarinnar, en hljóðmyndin er lifandi þar sem meðal annars má heyra brot úr lögum með söngkonunum Selmu Björnsdóttur og Völu Guðnadóttur. Ekki skemmdi orkumikill lestur höfundarins Gunnars Helgasonar og dómnefndarmeðlimir skemmtu sér konunglega við hlustunina. Boðskapur sögunnar er einstaklega nútímalegur og áríðandi: það skiptir máli hvernig við hegðum okkur á samfélagsmiðlum, og eins og Stella kemst að í bókinni, hafa gjörðir okkar afleiðingar. Það er kafað á dýptina þar sem samband Stellu við bæði vini, fjölskyldu og mögulegan kærasta er í forgrunni. Semsagt, öll fjölskyldan getur skemmt sér við hlustun á hljóðbókinni Hanni granni dansari.“ segir í umsögn dómnefndar. Besta óskáldaða efnið Réttarmorð Höfundur: Sigursteinn Másson Lestur: Sigursteinn Másson „Fá sakamál á Íslandi hafa jafn goðsagnakennda stöðu í vitund þjóðarinnar og Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Í Réttarmorði er ljóst frá upphafi að sögumaðurinn og rannsakandinn Sigursteinn Másson hefur unnið mikið þrekvirki og hefur djúpan og persónulegan skilning á efninu. Réttarmorð er virkilega vel unnið verk, þar sem flókinni framvindu er miðlað á skýran og áhrifaríkan hátt. Það er ekki auðvelt að finna nýjan flöt á máli sem er líklega umfjallaðasta sakamál Íslandssögunnar en hér tekst það, ekki síst vegna þess að höfundurinn setur sjálfan sig inn í miðju framvindunnar, svo úr verður persónulegt og fróðlegt verk. Með þessari seríu tekst Sigursteini að færa þetta óupplýsta mál í nýtt og forvitnilegt samhengi. Frásögnin er aðgengileg og laus við að vera ruglingsleg. Það styður vel við framvinduna að flétta inn í frásögnina því sem var að gerast út í hinum stóra heimi á þessum tíma. Þetta er dýrmæt heimild fyrir sögu íslenskra sakamála. Hljóðvinnsla er til fyrirmyndar og bætir miklu við hlustunarupplifunina bæði með effektum og mjög vel völdum bútum úr lögum frá þessum tíma, þ.e.a.s. frá áttunda áratugnum. Lestur Sigursteins er skýr og ákveðinn og hentar efninu vel.“ segir í umsögn dómnefndar. Stefán Máni rithöfundur hlaut verðlaun fyrir bestu glæpasöguna, Hungur.Aðsend Besta glæpasagan Hungur Höfundur: Stefán Máni Lestur: Rúnar Freyr Gíslason „ Hungur eftir Stefán Mána er hrollvekjandi glæpasaga þar sem tengsl milli dularfulls mannshvarfs og hrottalegs morðs um hábjartan dag koma af stað spennandi atburðarás sem afhjúpar skuggahliðar mannlegs eðlis. Brátt taka líkin að hrannast upp og ljóst er Hörður og félagar hans í lögreglunni eru að takast á við fjöldamorðingja, blóðugar aðfarir hvers bera glöggt merki um truflaðan og myrkan huga. Sem áður fer Rúnar Freyr Gíslason á kostum í flutningi sínum sem berdreymni einfarinn Hörður Grímsson og fær hlustendur til að vilja fara að sofa með ljósin kveikt.“ segir í umsögn dómnefndar. Eliza Reid fékk sérstök heiðursverðlaunAðsend Heiðursverðlaun Eliza Reid Eliza Reid forsetafrú hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag í þágu íslenskra bókmennta og ritlistar. Elíza hefur talað fyrir mikilvægi íslenskra bókmennta og að þjóðin hafi aðgengi að þýddu erlendu efni sem víkki sjóndeildarhringinn. Hún hefur verið ötul að kynna íslenskar bókmenntir og koma íslenskum rithöfundum á framfæri erlendis á fjölbreyttum vettvangi og sem annar af stofnendum Iceland Writers Retreat Þá komst Eliza eins og ferskur vindur í hóp rithöfunda með sinni fyrstu bók Sprakkar. Þegar Sprakkar kom út sem hljóðbók árið 2022 fékk hún mikið lof frá hlustendum og hlaut tilnefningu til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2023.
Menning Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira