„Meiddust“ allir á sama tíma í mismunandi leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 23:00 Markverðirnir tóku málin í eigin hendur. Vísir/Getty Images Athyglisverð atvik áttu sér stað í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni efstu deildar karla í knattspyrnu í Belgíu. Á sama tíma í þremur mismunandi leikjum „meiddust“ þrír markverðir. Það var þó engin tilviljun. Hervé Koffi, markvörður Charleroi, „meiddist“ í leik gegn Gent. Sömu sögu er að segja af Tobe Leysen - samherja Jóns Dags Þorsteinsson - í leik OH Leuven gegn Mechelen og Maarten Vandevoordt þegar Genk heimsótti Westerlo. Nú hefur komið í ljós að markverðirnir sem um er ræðir „meiddust“ allir til að stöðva leikinn svo samherjar þeirra sem eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði gætu fengið sér mat. „Ramadan er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.“ Í frétt vefsins Tribuna segir að um þögult samkomulagi hafi verið að ræða milli leikmanna deildarinnar. Margir leikmenn belgísku deildarinnar eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar fóru markverðirnir því niður „meiddir“ svo stöðva þyrfti leikina tímabundið meðan sjúkraþjálfari kom inn á völlinn og gerði að sárum þeirra. Á sama tíma fóru þeir leikmenn sem þurftu út að hliðarlínu til að næra sig. Þar sem ekkert regluverk er í Belgíu sem gerir dómurum kleift að stöðva leikinn á meðan Ramadan stendur þá tóku leikmenn málin í sínar eigin hendur. „Ég tognaði tímabundið á ökkla. Nei, þetta var fyrir strákana sem eru að fylgja Ramadan. Þarna gátu þeir fengið smá næringu,“ sagði Vandevoordt eftir leik. Í leik Gent og Charleroi ætlaði Davy Roef, markvörður Gent, að þykjast vera meiddur en kollegi hans hinum megin á vellinum var fljótari til. „Við samþykktum að gera þetta á 25. mínútu en ég sá Koffi var niður í grasið nokkrum mínútum fyrr,“ sagði Roef glottandi eftir leik. Atvikin hafa vakið athygli enda enginn skaði skeður. Forráðamenn belgísku deildarinnar íhuga nú ef til vill að leyfa dómurum að stöðva leikinn á meðan Ramadan er svo leikmenn þurfi ekki að taka málin í eigin hendur. Annarstaðar í lokaumferð deildarkeppninnar unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk óvæntan 1-0 útisigur á stórliði Anderlecht. Sigurinn lyftir Kortrijk af botni deildarinnar og gefur liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi umspil sem mun skera úr um hvaða lið falla. Fótbolti Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00 Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ Sjá meira
Hervé Koffi, markvörður Charleroi, „meiddist“ í leik gegn Gent. Sömu sögu er að segja af Tobe Leysen - samherja Jóns Dags Þorsteinsson - í leik OH Leuven gegn Mechelen og Maarten Vandevoordt þegar Genk heimsótti Westerlo. Nú hefur komið í ljós að markverðirnir sem um er ræðir „meiddust“ allir til að stöðva leikinn svo samherjar þeirra sem eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði gætu fengið sér mat. „Ramadan er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.“ Í frétt vefsins Tribuna segir að um þögult samkomulagi hafi verið að ræða milli leikmanna deildarinnar. Margir leikmenn belgísku deildarinnar eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar fóru markverðirnir því niður „meiddir“ svo stöðva þyrfti leikina tímabundið meðan sjúkraþjálfari kom inn á völlinn og gerði að sárum þeirra. Á sama tíma fóru þeir leikmenn sem þurftu út að hliðarlínu til að næra sig. Þar sem ekkert regluverk er í Belgíu sem gerir dómurum kleift að stöðva leikinn á meðan Ramadan stendur þá tóku leikmenn málin í sínar eigin hendur. „Ég tognaði tímabundið á ökkla. Nei, þetta var fyrir strákana sem eru að fylgja Ramadan. Þarna gátu þeir fengið smá næringu,“ sagði Vandevoordt eftir leik. Í leik Gent og Charleroi ætlaði Davy Roef, markvörður Gent, að þykjast vera meiddur en kollegi hans hinum megin á vellinum var fljótari til. „Við samþykktum að gera þetta á 25. mínútu en ég sá Koffi var niður í grasið nokkrum mínútum fyrr,“ sagði Roef glottandi eftir leik. Atvikin hafa vakið athygli enda enginn skaði skeður. Forráðamenn belgísku deildarinnar íhuga nú ef til vill að leyfa dómurum að stöðva leikinn á meðan Ramadan er svo leikmenn þurfi ekki að taka málin í eigin hendur. Annarstaðar í lokaumferð deildarkeppninnar unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk óvæntan 1-0 útisigur á stórliði Anderlecht. Sigurinn lyftir Kortrijk af botni deildarinnar og gefur liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi umspil sem mun skera úr um hvaða lið falla.
Fótbolti Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00 Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ Sjá meira
Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00
Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27