„Þetta er að verða komið gott“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. mars 2024 22:48 Kristrún og Sigmundur ræddu áform fjármálaráðherra um sölu á Landsbankanum í kjölfar fyrirhugaðra kaupa Bankans á tryggingafélaginu TM. Vísir/Vilhelm Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra en bankinn muni halda kaupferlinu áfram. Heimir Már ræddi við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í Kvöldfréttum. „Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst á þessum tímapunkti um eigendastefnu ríkisins. Auðvitað er Landsbankinn hlutafélag í þeim skilningi en ríkið er meirihlutaeigandi,“ segir Kristrún. Hún segir eigendastefnuna mjög skýra, að ríkið eigi ekki að bæta við sig í fjármálafyrirtækjum á markað. „Og raunar erum við núna að horfa upp á vilja til þess að selja hluta í Íslandsbanka til þess að innleysa ákveðin verðmæti. En á sama tíma er hin hendin að fara að stækka við sig á fjármálamarkaði. Þannig að þetta er svolítið sérkennilegt.“ Þannig að þú skilur athugasemdir fjármálaráðherra? „Ég skil athugasemdir fjármálaráðherra en ég skil ekki hvers vegna hún er að koma með þessar athugasemdir eftir að kaupin hafa í raun gengið í gegn,“ segir Kristrún. Sigmundur segir að með hvaða hætti málið gerist sýni fram á stjórnleysi ríkisstjórnarinnar. „Hér í dag snupraði forsætisráðherrann fjármálaráðherrann í sinni eigin ríkisstjórn og sagði að það sem ráðherrann hafði verið að boða í gærkvöldi gengi gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og vísar til orða forsætisráðherra um að hún myndi aldrei samþykkja að selja í Landsbankanum. „Fjármálaráðherrann má þó eiga það að í eigendastefnu ríkisstjórnarinnar, þessari sem var samþykkt strax 2017 fyrir bankana, kemur fram að það sé stefnt að því að selja megnið af hlut í Landsbankanum. Eiga eftir kannski þrjátíu, fjörutíu prósent, en það virðist vera gleymt,“ segir Sigmundur og segist hafa minnt ríkisstjórnina á að það sé eitt og annað í eigendastefnunni sem þau fylgi ekki endilega. „En nú er þetta orðið stríð innan ríkisstjórnarinnar þar sem menn tala algjörlega í kross.“ Haldið þið að þetta reynist ríkisstjórninni erfitt? „Ég held að það hljóti að vera,“ segir Kristrún og tekur undir orð Sigmundar um að það þyki sérstakt að fjármálaráðherra stilli ríkisstjórninni upp við vegg, að gjörningurinn gangi ekki upp nema að Landsbankinn í heild sinni verði seldur. „Vegna þess að ég get ekki séð að það séu neinir fyrirvarar í þessu skuldbindandi tilboði, sem er búið að samþykkja, um að það sé hægt að rifta því eftir á. Vegna þess að fjármálaráðherra áttaði sig mörgum mánuðum eftir að ferlið fór af stað á að þeim hugnaðist ekki þessi kaup,“ segir Kristrún. Aðalfundur Landsbankans er á miðvikudaginn, haldið þið að það verði tíðindi þegar bankasýslufulltrúi mætir þangað? „Það kann að vera. Bankasýslan hefur verið skjólgarður ríkisstjórnarinnar í öllum þeim vandræðum sem koma upp í fjármálakerfinu. En á einhverjum tímapunkti þarf stjórnin samt að stjórna, taka ábyrgð. Og þetta bendir til þess að það reynist þeim erfitt,“ segir Sigmundur. „Þetta er eitt af mörgum málum sem nú eru að koma upp, sem sýnir að þau eru ekki sammála um grundvallaratriði,“ bætir Kristrún við. „Og þetta er að verða komið gott.“ Landsbankinn Alþingi Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Kaup Landsbankans á TM Tengdar fréttir Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra en bankinn muni halda kaupferlinu áfram. Heimir Már ræddi við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í Kvöldfréttum. „Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst á þessum tímapunkti um eigendastefnu ríkisins. Auðvitað er Landsbankinn hlutafélag í þeim skilningi en ríkið er meirihlutaeigandi,“ segir Kristrún. Hún segir eigendastefnuna mjög skýra, að ríkið eigi ekki að bæta við sig í fjármálafyrirtækjum á markað. „Og raunar erum við núna að horfa upp á vilja til þess að selja hluta í Íslandsbanka til þess að innleysa ákveðin verðmæti. En á sama tíma er hin hendin að fara að stækka við sig á fjármálamarkaði. Þannig að þetta er svolítið sérkennilegt.“ Þannig að þú skilur athugasemdir fjármálaráðherra? „Ég skil athugasemdir fjármálaráðherra en ég skil ekki hvers vegna hún er að koma með þessar athugasemdir eftir að kaupin hafa í raun gengið í gegn,“ segir Kristrún. Sigmundur segir að með hvaða hætti málið gerist sýni fram á stjórnleysi ríkisstjórnarinnar. „Hér í dag snupraði forsætisráðherrann fjármálaráðherrann í sinni eigin ríkisstjórn og sagði að það sem ráðherrann hafði verið að boða í gærkvöldi gengi gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og vísar til orða forsætisráðherra um að hún myndi aldrei samþykkja að selja í Landsbankanum. „Fjármálaráðherrann má þó eiga það að í eigendastefnu ríkisstjórnarinnar, þessari sem var samþykkt strax 2017 fyrir bankana, kemur fram að það sé stefnt að því að selja megnið af hlut í Landsbankanum. Eiga eftir kannski þrjátíu, fjörutíu prósent, en það virðist vera gleymt,“ segir Sigmundur og segist hafa minnt ríkisstjórnina á að það sé eitt og annað í eigendastefnunni sem þau fylgi ekki endilega. „En nú er þetta orðið stríð innan ríkisstjórnarinnar þar sem menn tala algjörlega í kross.“ Haldið þið að þetta reynist ríkisstjórninni erfitt? „Ég held að það hljóti að vera,“ segir Kristrún og tekur undir orð Sigmundar um að það þyki sérstakt að fjármálaráðherra stilli ríkisstjórninni upp við vegg, að gjörningurinn gangi ekki upp nema að Landsbankinn í heild sinni verði seldur. „Vegna þess að ég get ekki séð að það séu neinir fyrirvarar í þessu skuldbindandi tilboði, sem er búið að samþykkja, um að það sé hægt að rifta því eftir á. Vegna þess að fjármálaráðherra áttaði sig mörgum mánuðum eftir að ferlið fór af stað á að þeim hugnaðist ekki þessi kaup,“ segir Kristrún. Aðalfundur Landsbankans er á miðvikudaginn, haldið þið að það verði tíðindi þegar bankasýslufulltrúi mætir þangað? „Það kann að vera. Bankasýslan hefur verið skjólgarður ríkisstjórnarinnar í öllum þeim vandræðum sem koma upp í fjármálakerfinu. En á einhverjum tímapunkti þarf stjórnin samt að stjórna, taka ábyrgð. Og þetta bendir til þess að það reynist þeim erfitt,“ segir Sigmundur. „Þetta er eitt af mörgum málum sem nú eru að koma upp, sem sýnir að þau eru ekki sammála um grundvallaratriði,“ bætir Kristrún við. „Og þetta er að verða komið gott.“
Landsbankinn Alþingi Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Kaup Landsbankans á TM Tengdar fréttir Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57
Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28