Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2024 16:01 Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir tímabært að bærinn sé með stefnu um hversu mörgum ferðamönnum skemmtiferðaskipa hann sé tilbúinn að taka á móti. Vísir/Einar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt á Ísafjörð í apríl. Þegar hafa 218 skip boðað komu sína þetta árið. „Skipum hefur fjölgað verulega síðustu árin. Nema náttúrulega Covid árin en við erum að sjá verulega fjölgun og það er auðvitað metfjöldi skipa bókaður í sumar,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Skipin verða nokkuð fleiri en í fyrra en þá komu rúmlega hundrað og áttatíu skip. Tæplega fjögur þúsund manns búa í bænum en farþegarnir í stærstu skipunum geta verið nokkuð fleiri. Þegar mest er um að vera eru yfir sex þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á rölti um bæinn. „Það er ofboðslega mikið álag þá á alla innviði og við finnum að það eru þungir dagar. Meðan við erum ekki með meiri afþreyingu og ekki fleiri rútur þá er þetta bara þungt. Það hefur verulega neikvæð áhrif á gesti þessara skipa ef Ísafjörður er fullur og á nágrannabyggðir. Þá er þetta bara neikvæð upplifun og það viljum við ekki.“ Arna segir að bæjaryfirvöld séu að vinna sérstaka stefnu í mótttöku skemmtiferðaskipa með það í huga að tryggja að ferðamennirnir verði ekki fleiri en innviðirnir þola. „Í þessari stefnu sem núna er til umsagnar þá setjum við stopp við þegar farþegafjöldinn er kominn upp í átta þúsund hámarksfjöldi í skipi.“ Á síðustu árum hefur töluvert verið um framkvæmdir á hafnarsvæðinu. „Við höfum verið í stórum framkvæmdum á Sundabakka. Við höfum verið að lengja hann og í miklum landvinningum og það hefur orðið til þess að við erum að fá nýjar lóðir þar sem við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki hér eru að fara að byggja upp. Við erum þegar búin að gera viljayfirlýsingu við Vélsmiðjuna Þrym sem verður þarna með hafsækna starfsemi og svo liggur fyrir að bæði Kerecis og Háafell munu byggja líka á Suðurtanganum. Þannig að það er bara ofboðslega margt í gangi og margt skemmtilegt.“ Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt á Ísafjörð í apríl. Þegar hafa 218 skip boðað komu sína þetta árið. „Skipum hefur fjölgað verulega síðustu árin. Nema náttúrulega Covid árin en við erum að sjá verulega fjölgun og það er auðvitað metfjöldi skipa bókaður í sumar,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Skipin verða nokkuð fleiri en í fyrra en þá komu rúmlega hundrað og áttatíu skip. Tæplega fjögur þúsund manns búa í bænum en farþegarnir í stærstu skipunum geta verið nokkuð fleiri. Þegar mest er um að vera eru yfir sex þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á rölti um bæinn. „Það er ofboðslega mikið álag þá á alla innviði og við finnum að það eru þungir dagar. Meðan við erum ekki með meiri afþreyingu og ekki fleiri rútur þá er þetta bara þungt. Það hefur verulega neikvæð áhrif á gesti þessara skipa ef Ísafjörður er fullur og á nágrannabyggðir. Þá er þetta bara neikvæð upplifun og það viljum við ekki.“ Arna segir að bæjaryfirvöld séu að vinna sérstaka stefnu í mótttöku skemmtiferðaskipa með það í huga að tryggja að ferðamennirnir verði ekki fleiri en innviðirnir þola. „Í þessari stefnu sem núna er til umsagnar þá setjum við stopp við þegar farþegafjöldinn er kominn upp í átta þúsund hámarksfjöldi í skipi.“ Á síðustu árum hefur töluvert verið um framkvæmdir á hafnarsvæðinu. „Við höfum verið í stórum framkvæmdum á Sundabakka. Við höfum verið að lengja hann og í miklum landvinningum og það hefur orðið til þess að við erum að fá nýjar lóðir þar sem við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki hér eru að fara að byggja upp. Við erum þegar búin að gera viljayfirlýsingu við Vélsmiðjuna Þrym sem verður þarna með hafsækna starfsemi og svo liggur fyrir að bæði Kerecis og Háafell munu byggja líka á Suðurtanganum. Þannig að það er bara ofboðslega margt í gangi og margt skemmtilegt.“
Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23