Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2024 22:16 Reiknað er með að það muni kosta um 500 krónur að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá þó það sé ekki 100 % niðurneglt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi var nýlega með kynningu á nýju Ölfusárbrúnni á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi enda mikill áhugi hjá íbúum að fá að vita um stöðu verkefnisins og hvernig það er hugsað. Í gær voru opnuð tilboð í hönnun og smíði brúarinnar en aðeins eitt tilboð barst, eða frá ÞG verktökum. „Þetta er stagbrú sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Mér finnst hún bara mjög fallegt mannvirki. Þetta er þversnið brúarinnar en hún er sem sagt 19,5 metrar á breidd brúardekkið og það er gert ráð fyrir að fyrstu árin verði þetta tvær akreinar í aðra áttina og ein í hina og gönguleið þá inn á gólfinu en síðan í framtíðinni á að flytja gönguleiðina út fyrir og þá verða tvær akreinar í báðar áttir,“ segir Svanur. Hverju mun brúin breyta? „Núverandi brú er orðin mjög lúin og þröng og þar myndast bara umferðartappar, þannig að það liðkast fyrir alla umferð hérna um Suðurlandið getum við sagt með þessari nýju brú,“ segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á SuðurlandiMagnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom í máli Svans að gjaldtaka yfir brúna eigi að standa straum af hönnun og kostnaði við byggingu hennar, sem áætlaður er um 14 milljarðar króna. Honum finnst ekki ólíklegt að kostnaður við að aka yfir brúna verður 500 krónur á bíl. Mikill umferðarþungi er á núverandi brú yfir Ölfusá og því brýnt að fá nýja sem fyrst til að létta á þeirri gömlu. Áfram verður hægt að aka yfir þá gömlu þó ný brú verði komin í notkun og það mun ekki kosta krónu. Útlit nýju brúarinnar yfir Ölfusá, sem á að vera tilbúin í lok sumars 2027 ef allt gengur eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „En hún hefur alveg fullt burðarþol ennþá,“ segir Svanur. En ef allt gengur upp, hvenær verður nýja brúin þá tilbúin? „Það er stefnt að því í sumarlok 2027. Við verðum að reikna með því að það gangi upp,“ segir Svanur að lokum. Árborg Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi var nýlega með kynningu á nýju Ölfusárbrúnni á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi enda mikill áhugi hjá íbúum að fá að vita um stöðu verkefnisins og hvernig það er hugsað. Í gær voru opnuð tilboð í hönnun og smíði brúarinnar en aðeins eitt tilboð barst, eða frá ÞG verktökum. „Þetta er stagbrú sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Mér finnst hún bara mjög fallegt mannvirki. Þetta er þversnið brúarinnar en hún er sem sagt 19,5 metrar á breidd brúardekkið og það er gert ráð fyrir að fyrstu árin verði þetta tvær akreinar í aðra áttina og ein í hina og gönguleið þá inn á gólfinu en síðan í framtíðinni á að flytja gönguleiðina út fyrir og þá verða tvær akreinar í báðar áttir,“ segir Svanur. Hverju mun brúin breyta? „Núverandi brú er orðin mjög lúin og þröng og þar myndast bara umferðartappar, þannig að það liðkast fyrir alla umferð hérna um Suðurlandið getum við sagt með þessari nýju brú,“ segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á SuðurlandiMagnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom í máli Svans að gjaldtaka yfir brúna eigi að standa straum af hönnun og kostnaði við byggingu hennar, sem áætlaður er um 14 milljarðar króna. Honum finnst ekki ólíklegt að kostnaður við að aka yfir brúna verður 500 krónur á bíl. Mikill umferðarþungi er á núverandi brú yfir Ölfusá og því brýnt að fá nýja sem fyrst til að létta á þeirri gömlu. Áfram verður hægt að aka yfir þá gömlu þó ný brú verði komin í notkun og það mun ekki kosta krónu. Útlit nýju brúarinnar yfir Ölfusá, sem á að vera tilbúin í lok sumars 2027 ef allt gengur eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „En hún hefur alveg fullt burðarþol ennþá,“ segir Svanur. En ef allt gengur upp, hvenær verður nýja brúin þá tilbúin? „Það er stefnt að því í sumarlok 2027. Við verðum að reikna með því að það gangi upp,“ segir Svanur að lokum.
Árborg Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31
Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17
Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01