Guðrún, Guðmundur og Elínborg hlutu flestar tilnefningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 14:00 Kosning til biskups hefst 11. apríl næstkomandi. Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir hlutu flestar tilnefningar til biskupskjörs. Guðrún hlaut 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52. Tilnefningarferlið hófst 7. mars síðastliðinn og lauk klukkan 12 í dag. Kosningarnar sjálfar hefjast 11. apríl næstkomandi og standa til 16. apríl. Sjö lýstu áhuga á því að taka við tilnefningum; Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Þá var Svavar Alfreð Jónsson einnig nefndur í þessu sambandi. Þetta var í annað sinn sem tilnefningar fóru fram en endurtaka þurfti ferlið eftir að tæknileg vandamál urðu þess valdandi að ekki reyndist mögulegt að nálgast niðurstöðurnar. Var málinu þannig lýst við fréttastofu að tilnefningarnar hefðu verið dulkóðaðar en þegar til stóð að telja ekki unnt að „opna umslögin“. Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar ákvað í kjölfarið að endurtaka tilnefningarferlið en nokkrar tafir urðu á því vegna svaraleysis frá forsætisnefnd Kirkjuþings. Alls voru 167 á tilnefningaskrá og af þeim tilnefndu 160. Hver má tilnefna þrjá. 48 voru tilnefndir. Úrslit voru þannig: Sr. Guðrún Karls Helgudóttir (65) Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson (60) Sr. Elínborg Sturludóttir (52)Næstir komu, með 10 tilnefningar eða fleiri: Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir (47) Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir (41) Sr. Bjarni Karlsson (38) Sr. Kristján Björnsson (20) Sr. Sveinn Valgeirsson (13) Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22 Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42 Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Tilnefningarferlið hófst 7. mars síðastliðinn og lauk klukkan 12 í dag. Kosningarnar sjálfar hefjast 11. apríl næstkomandi og standa til 16. apríl. Sjö lýstu áhuga á því að taka við tilnefningum; Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Þá var Svavar Alfreð Jónsson einnig nefndur í þessu sambandi. Þetta var í annað sinn sem tilnefningar fóru fram en endurtaka þurfti ferlið eftir að tæknileg vandamál urðu þess valdandi að ekki reyndist mögulegt að nálgast niðurstöðurnar. Var málinu þannig lýst við fréttastofu að tilnefningarnar hefðu verið dulkóðaðar en þegar til stóð að telja ekki unnt að „opna umslögin“. Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar ákvað í kjölfarið að endurtaka tilnefningarferlið en nokkrar tafir urðu á því vegna svaraleysis frá forsætisnefnd Kirkjuþings. Alls voru 167 á tilnefningaskrá og af þeim tilnefndu 160. Hver má tilnefna þrjá. 48 voru tilnefndir. Úrslit voru þannig: Sr. Guðrún Karls Helgudóttir (65) Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson (60) Sr. Elínborg Sturludóttir (52)Næstir komu, með 10 tilnefningar eða fleiri: Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir (47) Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir (41) Sr. Bjarni Karlsson (38) Sr. Kristján Björnsson (20) Sr. Sveinn Valgeirsson (13)
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22 Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42 Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22
Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42
Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54