Krafðist 27 milljóna en fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 10. mars 2024 11:11 Landsréttur sýknaði ríkið í málinu. Vísir/Vilhelm Kona sem stefndi ríkinu vegna ákvörðunar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að stöðva ráðningarferli í stöðu forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, eftir að konan hafði ein verið metin hæf, fær engar bætur. Hún krafðist ríflega 27 milljóna króna í skaða og miskabætur. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu á föstudag. Dómur Landsréttar er ítarlega nafnhreinsaður en þó er vísað til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fjallað var um stefnu Guðrúnar Reykdal, sem starfaði um árabil hjá stofnuninni og forvera hennar, á hendur ríkinu árið 2022. Af málsatvikum er ljóst að um mál Guðrúnar er að ræða. Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún taldi ólögmæta ákvörðun. Fréttablaðið hafði upp úr stefnu Guðrúnar á sínum tíma að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Ráðherra njóti ákveðins svigrúms Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í embætti forstjóra stofnunarinnar. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá væri talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Ekki nægir leiðtogahæfileikar Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að Guðrún félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra stofnunarinnar. Í niðurstöðu álitsgerðar hæfnisnefndar var rakið að Guðrún þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að stofnuninni, auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst því mati nefndarinnar að hún hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. Því var niðurstaða Landsréttar sú að hvorki yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því staðfestur. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu á föstudag. Dómur Landsréttar er ítarlega nafnhreinsaður en þó er vísað til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fjallað var um stefnu Guðrúnar Reykdal, sem starfaði um árabil hjá stofnuninni og forvera hennar, á hendur ríkinu árið 2022. Af málsatvikum er ljóst að um mál Guðrúnar er að ræða. Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún taldi ólögmæta ákvörðun. Fréttablaðið hafði upp úr stefnu Guðrúnar á sínum tíma að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Ráðherra njóti ákveðins svigrúms Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í embætti forstjóra stofnunarinnar. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá væri talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Ekki nægir leiðtogahæfileikar Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að Guðrún félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra stofnunarinnar. Í niðurstöðu álitsgerðar hæfnisnefndar var rakið að Guðrún þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að stofnuninni, auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst því mati nefndarinnar að hún hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. Því var niðurstaða Landsréttar sú að hvorki yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því staðfestur.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira