Ósátt með að fá ekki sæti í áhættunefnd borgarinnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 23:34 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir áhættunefndina lið í skilvirkri fjármálastjórn borgarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru því sammála, en eru ósátt með að fá ekki sæti í nefndinni. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg hefur skipað áhættunefnd borgarinnar til að efla fjármálastjórn borgarinnar. Fulltrúar Sjálsfstæðisflokks eru ósáttir við að eiga ekki fulltrúa í nefndinni. Nefndarmenn eru borgarstjóri, formaður borgarráðs, borgarritari og sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs. Í samtali við mbl.is segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri að skipun nefndarinnar sé einn liður í „eflingu fjármálastjórnar borgarinnar“. „Þetta tekur mið af öllum veigamestu þáttunum sem ráða því hvort okkur gengur vel eða ekki, áhættustýring er vel þekkt stjórnunartæki sem mikilvægt er að sveitarfélög, ríki og fyrirtæki nýti sér og við erum bara að innleiða það,“ er haft eftir Einari. Sjálfsagt að minnihlutinn fái að vera með Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segist í tilkynningu vera sáttur við stofnun nefndarinnar. Eðlilegt sé að slík nefnd sé stofnuð „enda glímir borgin við fjárhagserfiðleika og ljóst að áhætta eykst eftir því sem skuldirnar vaxa“. „Hins vegar teljum við sjálfsagt að minnihluti borgarstjórnar fái aðild að slíkri nefnd enda er borgarstjórn fjölskipað stjórnvald,“ segir Kjartan. Tillaga þess efnis var hins vegar felld af fulltrúum meirihlutans á síðasta fundi borgarráðs. Skýtur skökku við Í tillögunni segir að verkefni nefndarinnar verða ærin. „Þýðingarmikil gögn verða lögð fram á fundum hennar og þar gefast kjörnum fulltrúum dýrmæt tækifæri til fræðslu, kynningar og umfjöllunar. Hafa ber í huga að Borgarstjórn Reykjavíkur er fjölskipað stjórnvald og því er eðlilegt að þegar undirnefndir eru skipaðar á hennar vegum sé þess gætt að þar séu fulltrúar frá meiri- og minnihluta. Á þetta einkum við um nefndir með mikilvægt eftirlitshlutverk þar sem viðamikil gögn í þýðingarmiklum málum verða lögð fram,“ segir í tillögunni og enn fremur: „Það skýtur því skökku við að borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að tveir fulltrúar meirihluta séu í áhættunefnd en enginn fulltrúi minnihluta. Slík afstaða brýtur gegn leikreglum um lýðræði og eðlilegan aðgang kjörinna fulltrúa að upplýsingum. Sú ákvörðun, að skipa aðeins fulltrúa meirihluta í áhættunefnd, er hluti af viðleitni meirihlutans að takmarka upplýsingagjöf um fjármál borgarinnar.“ Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Nefndarmenn eru borgarstjóri, formaður borgarráðs, borgarritari og sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs. Í samtali við mbl.is segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri að skipun nefndarinnar sé einn liður í „eflingu fjármálastjórnar borgarinnar“. „Þetta tekur mið af öllum veigamestu þáttunum sem ráða því hvort okkur gengur vel eða ekki, áhættustýring er vel þekkt stjórnunartæki sem mikilvægt er að sveitarfélög, ríki og fyrirtæki nýti sér og við erum bara að innleiða það,“ er haft eftir Einari. Sjálfsagt að minnihlutinn fái að vera með Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segist í tilkynningu vera sáttur við stofnun nefndarinnar. Eðlilegt sé að slík nefnd sé stofnuð „enda glímir borgin við fjárhagserfiðleika og ljóst að áhætta eykst eftir því sem skuldirnar vaxa“. „Hins vegar teljum við sjálfsagt að minnihluti borgarstjórnar fái aðild að slíkri nefnd enda er borgarstjórn fjölskipað stjórnvald,“ segir Kjartan. Tillaga þess efnis var hins vegar felld af fulltrúum meirihlutans á síðasta fundi borgarráðs. Skýtur skökku við Í tillögunni segir að verkefni nefndarinnar verða ærin. „Þýðingarmikil gögn verða lögð fram á fundum hennar og þar gefast kjörnum fulltrúum dýrmæt tækifæri til fræðslu, kynningar og umfjöllunar. Hafa ber í huga að Borgarstjórn Reykjavíkur er fjölskipað stjórnvald og því er eðlilegt að þegar undirnefndir eru skipaðar á hennar vegum sé þess gætt að þar séu fulltrúar frá meiri- og minnihluta. Á þetta einkum við um nefndir með mikilvægt eftirlitshlutverk þar sem viðamikil gögn í þýðingarmiklum málum verða lögð fram,“ segir í tillögunni og enn fremur: „Það skýtur því skökku við að borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að tveir fulltrúar meirihluta séu í áhættunefnd en enginn fulltrúi minnihluta. Slík afstaða brýtur gegn leikreglum um lýðræði og eðlilegan aðgang kjörinna fulltrúa að upplýsingum. Sú ákvörðun, að skipa aðeins fulltrúa meirihluta í áhættunefnd, er hluti af viðleitni meirihlutans að takmarka upplýsingagjöf um fjármál borgarinnar.“
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira