Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 18:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti fulltrúum stéttarfélaganna aðgerðapakkann fyrr í dag. Hann hefur nú verið kynntur almenningi. Vísir/Vilhelm Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. Fyrsti liður aðgerðapakkans er að stuðla að heilbrigðari húsnæðismarkaði. Munu aðgerðir nema um 50 milljörðum króna á samningstímanum og munu stjórnvöld styðja við byggingu þúsund íbúða á næstu fjórum árum. Ríkissjóður mun leggja til sjö til níu milljarða í stofnframlög til þess á ári og tryggja hlutdeildarlán, til að treysta húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Sveitarfélögin munu á móti leggja til lóðir til að anna uppbyggingu og stofnframlög til að mæta uppbyggingarþörf. Þá verður unnið að skilvirkar stjórnsýslu húsnæðis- og byggingamála auk rýmri heimilda lífeyrissjóða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðarpakkann áðan.Vísir/Vilhelm Sérstakar vaxtabætur strax í maí Til að mæta auknum vaxtakostnaði verða í ár greiddir út allt að sjö milljarðar í vaxtastuðning til heimila með íbúðalán, til viðbótar almennum vaxtabótum. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum síðasta árs en ekki er gert ráð fyrir að þessi aðgerð verði endurtekin á næsta ári. Hámark vaxtastuðningsins nemur 150 þúsund krónum fyrir einstakling, 200 þúsund krónum fyrir einstæða foreldra og 250 þúsund krónum fyrir sambúðarfólk að teknu tilliti til skerðinga vegna tekna og eigna. Gert er ráð fyrir að þessi sérstaki stuðningur greiðist beint inn á höfuðstól húsnæðisláns en heimilt verður að óska eftir að nýta hann til lækkunar á afborgunum í tiltekinn tíma. Stuðningurinn kemur til afgreiðslu í tengslum við álagningu í maí næstkomandi. Húsnæðisbætur hækkaðar Skipaður verður starfshópur til að leggja mat á húsnæðislánakerfið og fyrirkomulag húsnæðisstuðnings hér á landi í samanburði við Norðurlöndin. Hópurinn mun gera tillögur að framtíðarfyrirkomulagi. Til að styðja við leigjendur verða húsnæðisbætur hækkaðar frá 1. júní næstkomandi og munu grunnhúsnæðisbætur hækka um 25 prósent. Þá verður aukið tillit tekið til fjölskyldustærðar þannig að greiddar verða húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra, eins og hefur verið hingað til. Auk þessa verður skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar með breytingum á húsaleigulögum og ráðgjöf og upplýsingar til leigjenda bættar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar; Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, voru mætt á kynninguna. Sólveig, Vilhjálmur og Hilmar voru þá nýbúin að undirrita tímamótakjarasamninga til fjögurra ára.Vísir/Vilhelm Fimm milljarðar í skólamáltíðir Barnabætur verða hækkaðar og dregið úr tekjuskerðingum þannig að tíu þúsund foreldrar bætast í þann hóp sem fær bæturnar. Í heildina munu framlög til barnabóta hækka um þrjá milljarða króna á þessu ári og um tvo milljarða á því næsta og verða þá orðin um 21 milljarður króna á ári. Skólamáltíðir grunnskólabarna verða gerðar gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Foreldrar greiða að jafnaði tólf þúsund krónur á mánuði fyrir hvert barn. Áætlað er að kostnaður við þetta nemi um fimm milljörðum á ári og mun ríkið leggja til allt að 75 prósent kostnaðarins. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu fyrir lok maímánaðar. Fæðingarorlofsgreiðslur verða þá hækkaðar um helming á næstu tveimur árum. Hækkunin verður afgreidd í þremur áföngum. 1. apríl næstkomandi hækkar hámarkið úr 600.000 krónum á mánuði í 700.000. Úr því hækkar hámarkið í 800 þúsund 1. janúar 2025 og svo í 900 þúsund frá og með 1. janúar 2026. Auk þessa munu aðilar taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á samningstímanum með því að tryggja öllum börnum leikskólavist. Breytingar á Menntasjóði námsmanna Til að útrýma launamun sem skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum verður unnið að virðismatskerfi sem byggir á tillögum aðgerðahópum launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að innleiðing þessa taki allt að þrjú ár og nýtt kerfi liggi fyrir eigi síðar en í árslok 2026. Þá verður stefnt að því að draga úr kostnaði við að sækja heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð með því að tryggja fjórar niðurgreiddar ferðir á ári. Hámarksábyrgð úr Ábyrgðarsjóði launa verður þá hækkuð í tveimur skrefum: Úr 633.000 krónum í 850 þúsund krónur 1. apríl næstkomandi og í 970 þúsund 1. janúar 2025. Framlög til Vinnustaðanámssjóðs verða aukin um 150 milljónir á ári til að efla vinnustaðanám og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar. Þá verða gerðar breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna sem lúta að því að létta vaxtabyrði og draga úr skyndilegum og ófyrirséðum hækkunum vegna verðbólgu og vaxta á afborganir námslána. Skilyrði fyrir veitingu námsstyrkja verða þá rýmkuð þar sem tekið er tillit til þverfaglegs náms. Auk þess verður stefnt að því að afnema ábyrgðarmannakerfi námslána. Til þess að stuðla að verðstöðugleika munu ríki og sveitarfélög halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Gjaldskrár ríkis munu því almennt ekki hækka umfram 2,5 prósent á næsta ári. Sveitarfélög lýsa yfir vilja til að hækka ekki gjaldskrár á þessu ári umfram 3,5 prósent og ætla að endurskoða þær hafi þær hækkað meira. Þá verður sérstaklega horft til gjaldskráa sem ná til barnafjölskyldna og fólks í viðkvæmri stöðu. Þetta er aðeins hluti af þeim aðgerðum sem er í pakkanum en heildarumfang aðgerðapakkans er allt að 80 milljarðar króna á samningstímanum og með þeim eiga ráðstöfunartekjur fjölskyldna að aukast verulega eða um allt að hálfa milljón á ári. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00 Bein útsending: Skrifað undir fjögurra ára kjarasamning Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni. 7. mars 2024 15:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Fyrsti liður aðgerðapakkans er að stuðla að heilbrigðari húsnæðismarkaði. Munu aðgerðir nema um 50 milljörðum króna á samningstímanum og munu stjórnvöld styðja við byggingu þúsund íbúða á næstu fjórum árum. Ríkissjóður mun leggja til sjö til níu milljarða í stofnframlög til þess á ári og tryggja hlutdeildarlán, til að treysta húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Sveitarfélögin munu á móti leggja til lóðir til að anna uppbyggingu og stofnframlög til að mæta uppbyggingarþörf. Þá verður unnið að skilvirkar stjórnsýslu húsnæðis- og byggingamála auk rýmri heimilda lífeyrissjóða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðarpakkann áðan.Vísir/Vilhelm Sérstakar vaxtabætur strax í maí Til að mæta auknum vaxtakostnaði verða í ár greiddir út allt að sjö milljarðar í vaxtastuðning til heimila með íbúðalán, til viðbótar almennum vaxtabótum. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum síðasta árs en ekki er gert ráð fyrir að þessi aðgerð verði endurtekin á næsta ári. Hámark vaxtastuðningsins nemur 150 þúsund krónum fyrir einstakling, 200 þúsund krónum fyrir einstæða foreldra og 250 þúsund krónum fyrir sambúðarfólk að teknu tilliti til skerðinga vegna tekna og eigna. Gert er ráð fyrir að þessi sérstaki stuðningur greiðist beint inn á höfuðstól húsnæðisláns en heimilt verður að óska eftir að nýta hann til lækkunar á afborgunum í tiltekinn tíma. Stuðningurinn kemur til afgreiðslu í tengslum við álagningu í maí næstkomandi. Húsnæðisbætur hækkaðar Skipaður verður starfshópur til að leggja mat á húsnæðislánakerfið og fyrirkomulag húsnæðisstuðnings hér á landi í samanburði við Norðurlöndin. Hópurinn mun gera tillögur að framtíðarfyrirkomulagi. Til að styðja við leigjendur verða húsnæðisbætur hækkaðar frá 1. júní næstkomandi og munu grunnhúsnæðisbætur hækka um 25 prósent. Þá verður aukið tillit tekið til fjölskyldustærðar þannig að greiddar verða húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra, eins og hefur verið hingað til. Auk þessa verður skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar með breytingum á húsaleigulögum og ráðgjöf og upplýsingar til leigjenda bættar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar; Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, voru mætt á kynninguna. Sólveig, Vilhjálmur og Hilmar voru þá nýbúin að undirrita tímamótakjarasamninga til fjögurra ára.Vísir/Vilhelm Fimm milljarðar í skólamáltíðir Barnabætur verða hækkaðar og dregið úr tekjuskerðingum þannig að tíu þúsund foreldrar bætast í þann hóp sem fær bæturnar. Í heildina munu framlög til barnabóta hækka um þrjá milljarða króna á þessu ári og um tvo milljarða á því næsta og verða þá orðin um 21 milljarður króna á ári. Skólamáltíðir grunnskólabarna verða gerðar gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Foreldrar greiða að jafnaði tólf þúsund krónur á mánuði fyrir hvert barn. Áætlað er að kostnaður við þetta nemi um fimm milljörðum á ári og mun ríkið leggja til allt að 75 prósent kostnaðarins. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu fyrir lok maímánaðar. Fæðingarorlofsgreiðslur verða þá hækkaðar um helming á næstu tveimur árum. Hækkunin verður afgreidd í þremur áföngum. 1. apríl næstkomandi hækkar hámarkið úr 600.000 krónum á mánuði í 700.000. Úr því hækkar hámarkið í 800 þúsund 1. janúar 2025 og svo í 900 þúsund frá og með 1. janúar 2026. Auk þessa munu aðilar taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á samningstímanum með því að tryggja öllum börnum leikskólavist. Breytingar á Menntasjóði námsmanna Til að útrýma launamun sem skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum verður unnið að virðismatskerfi sem byggir á tillögum aðgerðahópum launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að innleiðing þessa taki allt að þrjú ár og nýtt kerfi liggi fyrir eigi síðar en í árslok 2026. Þá verður stefnt að því að draga úr kostnaði við að sækja heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð með því að tryggja fjórar niðurgreiddar ferðir á ári. Hámarksábyrgð úr Ábyrgðarsjóði launa verður þá hækkuð í tveimur skrefum: Úr 633.000 krónum í 850 þúsund krónur 1. apríl næstkomandi og í 970 þúsund 1. janúar 2025. Framlög til Vinnustaðanámssjóðs verða aukin um 150 milljónir á ári til að efla vinnustaðanám og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar. Þá verða gerðar breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna sem lúta að því að létta vaxtabyrði og draga úr skyndilegum og ófyrirséðum hækkunum vegna verðbólgu og vaxta á afborganir námslána. Skilyrði fyrir veitingu námsstyrkja verða þá rýmkuð þar sem tekið er tillit til þverfaglegs náms. Auk þess verður stefnt að því að afnema ábyrgðarmannakerfi námslána. Til þess að stuðla að verðstöðugleika munu ríki og sveitarfélög halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Gjaldskrár ríkis munu því almennt ekki hækka umfram 2,5 prósent á næsta ári. Sveitarfélög lýsa yfir vilja til að hækka ekki gjaldskrár á þessu ári umfram 3,5 prósent og ætla að endurskoða þær hafi þær hækkað meira. Þá verður sérstaklega horft til gjaldskráa sem ná til barnafjölskyldna og fólks í viðkvæmri stöðu. Þetta er aðeins hluti af þeim aðgerðum sem er í pakkanum en heildarumfang aðgerðapakkans er allt að 80 milljarðar króna á samningstímanum og með þeim eiga ráðstöfunartekjur fjölskyldna að aukast verulega eða um allt að hálfa milljón á ári.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00 Bein útsending: Skrifað undir fjögurra ára kjarasamning Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni. 7. mars 2024 15:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00
Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00
Bein útsending: Skrifað undir fjögurra ára kjarasamning Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni. 7. mars 2024 15:35