Hátíðleg kransakaka fyrir fermingardaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. mars 2024 09:25 Helga Magga töfraði fram fallega kransaköku skreytta lifandi blómum. Fermingarnar eru á næsta leiti með tilheyrandi veisluhöldum. Af því tilefni töfraði matarbloggarinn Helga Magga fram hátíðlega kransaköku skreytta fallegum blómum sem væri tilvalin í fermingarveisluna. „Það er mælt með því að baka kransakökuna tímanlega og frysta hana. Hún verður betri þannig. Ég tek hana svo út úr frystinum kvöldinu áður en ég ætla að skreyta hana eða að morgni,“ skrifaði Helga Magga og deildi uppskriftinni og aðferð með fylgjendum sínum á Instagram. Hátíðleg kransakaka Hráefni Fjórtán til sextán hringir: 1 kg kransakökumassi 500 g sykur 2 eggjahvítur Átján hringir: 1,5 kg kransakökumassi 750 g sykur 3 eggjahvítur Glassúr Ein eggjahvíta Flórsykur (misjafnt hversu mikið) Sítrónusafi nokkrir dropar View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Aðferð Stillið ofninn á 190°C undir og yfir hita.Byrjið á að hræra massanum og sykrinum aðeins saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Bætið eggjahvítunum út í og hrærið áfram. Massinn á að vera þéttur og ekki of blautur. (Ef eggin eru stór gæti verið gott að nota aðeins minna af eggjahvítunum.)Setjið massann í kæli yfir nótt eða nokkrar klukkustundir áður en hann er bakaður.Þá er að hefjast handa og búa til hringina.Skerið part af massanum og rúllið í lengjur. Gott að nota reglustiku eða málband til að mæla þykktina. Hver lengja á að vera 1,5 cm á breidd. Taktu reglustikuna og mældu fyrsta hringinn 10 cm langan. Eftir það eru þremur cm bætt við næta hring.(13 cm lengja, 16 cm lengja, 19 cm lengja og svo framvegis.) Myndaðu hring úr lengjunum. Notið smá vatn til að loka sárin.Setjið hringina á plötu. Gott að raða þeim vel með smá bil á milli hringja. Áður en þeir eru bakaðir er sniðugt að dúmpa aðeins ofan á þá með hnífsblaði til að slétta misfellur.Bakað í 11-13 mínútur. Fylgist vel með þeim svo þeir verða ekki of dökkir. Við viljum að hringirnir séu ljósbrúnir. Kakan er sett í frysti og tekin út kvöldinu áður. Skreytið kökuna sama morgun og hún er borin fram. Skreyting Glassúr Þeytið saman einni eggjahvítu, flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa. Sigtið safann út í. Bætið flórsykri í skálina þar til blandan fer að þykkna og orðin teygjanleg. Ef glassúrinn er of þykkur má bæta meiri sítrónusafa út í. Byrjið á að sprauta á neðsta hringinn. Gott að setja örlítið af glassúrnum undir til að festa hann við diskinn. Skreytið einn hring í einu og setjið næsta hring ofan á til að þeir festast saman. Í lokin má bæta við blómum eða öðru skrauti. Aðferðina má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) „Það er skemmtilegt að baka kransaköku sjálfur, ódýrt, en vissulega tekur það smá tíma. Skemmtilegt að baka saman með fermingarbarni og leyfa því að velja skrautið sem fer á kökuna. Ég elska að skreyta kökur með lifandi blómum, alltaf gott þegar notuð eru lifandi blóm að setja þau á kökuna stuttu fyrir veisluna, amk. ekki kvöldinu áður,“ skrifar Helga Magga við færsluna. Fermingar Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
„Það er mælt með því að baka kransakökuna tímanlega og frysta hana. Hún verður betri þannig. Ég tek hana svo út úr frystinum kvöldinu áður en ég ætla að skreyta hana eða að morgni,“ skrifaði Helga Magga og deildi uppskriftinni og aðferð með fylgjendum sínum á Instagram. Hátíðleg kransakaka Hráefni Fjórtán til sextán hringir: 1 kg kransakökumassi 500 g sykur 2 eggjahvítur Átján hringir: 1,5 kg kransakökumassi 750 g sykur 3 eggjahvítur Glassúr Ein eggjahvíta Flórsykur (misjafnt hversu mikið) Sítrónusafi nokkrir dropar View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Aðferð Stillið ofninn á 190°C undir og yfir hita.Byrjið á að hræra massanum og sykrinum aðeins saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Bætið eggjahvítunum út í og hrærið áfram. Massinn á að vera þéttur og ekki of blautur. (Ef eggin eru stór gæti verið gott að nota aðeins minna af eggjahvítunum.)Setjið massann í kæli yfir nótt eða nokkrar klukkustundir áður en hann er bakaður.Þá er að hefjast handa og búa til hringina.Skerið part af massanum og rúllið í lengjur. Gott að nota reglustiku eða málband til að mæla þykktina. Hver lengja á að vera 1,5 cm á breidd. Taktu reglustikuna og mældu fyrsta hringinn 10 cm langan. Eftir það eru þremur cm bætt við næta hring.(13 cm lengja, 16 cm lengja, 19 cm lengja og svo framvegis.) Myndaðu hring úr lengjunum. Notið smá vatn til að loka sárin.Setjið hringina á plötu. Gott að raða þeim vel með smá bil á milli hringja. Áður en þeir eru bakaðir er sniðugt að dúmpa aðeins ofan á þá með hnífsblaði til að slétta misfellur.Bakað í 11-13 mínútur. Fylgist vel með þeim svo þeir verða ekki of dökkir. Við viljum að hringirnir séu ljósbrúnir. Kakan er sett í frysti og tekin út kvöldinu áður. Skreytið kökuna sama morgun og hún er borin fram. Skreyting Glassúr Þeytið saman einni eggjahvítu, flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa. Sigtið safann út í. Bætið flórsykri í skálina þar til blandan fer að þykkna og orðin teygjanleg. Ef glassúrinn er of þykkur má bæta meiri sítrónusafa út í. Byrjið á að sprauta á neðsta hringinn. Gott að setja örlítið af glassúrnum undir til að festa hann við diskinn. Skreytið einn hring í einu og setjið næsta hring ofan á til að þeir festast saman. Í lokin má bæta við blómum eða öðru skrauti. Aðferðina má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) „Það er skemmtilegt að baka kransaköku sjálfur, ódýrt, en vissulega tekur það smá tíma. Skemmtilegt að baka saman með fermingarbarni og leyfa því að velja skrautið sem fer á kökuna. Ég elska að skreyta kökur með lifandi blómum, alltaf gott þegar notuð eru lifandi blóm að setja þau á kökuna stuttu fyrir veisluna, amk. ekki kvöldinu áður,“ skrifar Helga Magga við færsluna.
Fermingar Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira