Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Árni Sæberg skrifar 7. mars 2024 14:00 Borgarráð vill að borgin fallist á kröfur sem settar hafa verið fram í kjaraviðræðum. Vísir/Arnar Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. „Borgarráð ályktar að Reykjavíkurborg vilji greiða fyrir gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem miða að því að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Reykjavíkurborg telur að hófsamir kjarasamningar með þessu markmiði feli í sér miklar kjarabætur fyrir alla íbúa. Reykjavíkurborg er því tilbúin að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga sem felur í sér að Reykjavíkurborg haldi aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum, taki þátt í því með stjórnvöldum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og tryggi að auki að skólamáltíðir í grunnskólum verði gjaldfrjálsar með 75 prósent greiðsluþátttöku ríkisins út samningstímabilið.“ Svo hljóðar ályktun sem borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn ásamt borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins samþykktu á fundi borgarráðs í dag. Sjálfstæðismenn að mestu leyti sáttir við kröfurnar Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Þeir hafi lagt fram svohljóðandi bókun: Ragnheiður Alda Vilhjálmsdóttir er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/Einar „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja rétt að Reykjavíkurborg greiði fyrir gerð kjarasamninga til fjögurra ára með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Hófsamir kjarasamningar með þessu markmiði munu fela í sér miklar kjarabætur fyrir alla íbúa. Telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks rétt að Reykjavíkurborg taki þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga sem felur í sér að Reykjavíkurborg haldi aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum og taki þátt í því með stjórnvöldum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fulltrúarnir telja þó rétt að leita annarra leiða til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur og velferð, en í gegnum gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna.“ Kolbrún vill nákvæma tölu Þá segir að áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna hafi vikið af fundi áður en málið var tekið á dagskrá. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins hafi lagt fram eftirfarandi bókun: Kolbrún Baldursdóttir hjá Flokki fólksins lagði fram sérályktun.Vísir/Vilhelm „Flokkur fólksins tekur undir þessa ályktun og vonar innilega að skrifað verði undir kjarasamninga sem fyrst. Hins vegar hefði fulltrúi Flokks fólksins vilja sjá í þessari yfirlýsingu hversu mikið á „ halda aftur af gjaldskrárhækkunum“. Hvaða prósentu er er verið að tala um hér? Flokkur fólksins hefur mótmælt harðlega gjaldskrárhækkunum síðustu ár sem verst hafa komið niður á bágstöddum. Gjaldskrárhækkanir hafa auk þess farið beint út í verðlagið.“ Reykjavík Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Grunnskólar Tengdar fréttir Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Borgarráð ályktar að Reykjavíkurborg vilji greiða fyrir gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem miða að því að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Reykjavíkurborg telur að hófsamir kjarasamningar með þessu markmiði feli í sér miklar kjarabætur fyrir alla íbúa. Reykjavíkurborg er því tilbúin að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga sem felur í sér að Reykjavíkurborg haldi aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum, taki þátt í því með stjórnvöldum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og tryggi að auki að skólamáltíðir í grunnskólum verði gjaldfrjálsar með 75 prósent greiðsluþátttöku ríkisins út samningstímabilið.“ Svo hljóðar ályktun sem borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn ásamt borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins samþykktu á fundi borgarráðs í dag. Sjálfstæðismenn að mestu leyti sáttir við kröfurnar Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Þeir hafi lagt fram svohljóðandi bókun: Ragnheiður Alda Vilhjálmsdóttir er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/Einar „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja rétt að Reykjavíkurborg greiði fyrir gerð kjarasamninga til fjögurra ára með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Hófsamir kjarasamningar með þessu markmiði munu fela í sér miklar kjarabætur fyrir alla íbúa. Telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks rétt að Reykjavíkurborg taki þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga sem felur í sér að Reykjavíkurborg haldi aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum og taki þátt í því með stjórnvöldum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fulltrúarnir telja þó rétt að leita annarra leiða til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur og velferð, en í gegnum gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna.“ Kolbrún vill nákvæma tölu Þá segir að áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna hafi vikið af fundi áður en málið var tekið á dagskrá. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins hafi lagt fram eftirfarandi bókun: Kolbrún Baldursdóttir hjá Flokki fólksins lagði fram sérályktun.Vísir/Vilhelm „Flokkur fólksins tekur undir þessa ályktun og vonar innilega að skrifað verði undir kjarasamninga sem fyrst. Hins vegar hefði fulltrúi Flokks fólksins vilja sjá í þessari yfirlýsingu hversu mikið á „ halda aftur af gjaldskrárhækkunum“. Hvaða prósentu er er verið að tala um hér? Flokkur fólksins hefur mótmælt harðlega gjaldskrárhækkunum síðustu ár sem verst hafa komið niður á bágstöddum. Gjaldskrárhækkanir hafa auk þess farið beint út í verðlagið.“
Reykjavík Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Grunnskólar Tengdar fréttir Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37
Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53