Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. mars 2024 08:42 Rannsókn á fyrirtækjum athafnamannsins Davíðs Viðarssonar voru ofarlega á baugi á síðari hluta síðasta árs. Vísir/Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. Vísir hefur undir höndum skýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á veitingastaðnum árið 2019. Líkindin með henni og þeirri sem gerð var í október í fyrra eru mikil. Í skýrslunni segir að í heildareinkunn hafi Vietnam Resaurant á Suðurlandsbraut fengið tvo af fimm í einkunn frá eftirlitinu. Sami staður, undir öðru nafni, fékk einn af fimm mögulegum í óboðinni heimsókn eftirlitsins í október síðastliðnum. Sú einkunn þýðir að starfsemi verði takmörkuð eða stöðvuð að hluta. Einkunnin núll þýðir að starfsemin verði stöðvuð. Fái veitingastaður tvo í einkunn eru aðkallandi frávik til staðar og rekstraraðilar fá ábendingar. Heimsóknin í október var framkvæmd í kjölfar uppgötvunar á ólystugum matvælalager við Sóltún 20 í Reykjavík. Lagerinn er í eigu þrifafyrirtækis Davíðs Viðarssonar, Vy-þrifa. Davíð á að auki veitingastaði Pho Víetnam, sem staðsettir eru á Suðurlandsbraut, Snorrabraut, Laugaveg, Skólavörðustíg og Tryggvagötu. Þá er hann eigandi herkastalans í Kirkjustræti. Í því húsi var rekið gistihús, Kastali Guesthouse, með gistileyfi fyrir 125 manns. Þar stóðu yfir umfangsmiklar aðgerðir í gær eins og lesendur Vísis urðu varir við. Þá er Davíð eigandi fyrirækisins Víetnam Market en hann sér ekki lengur um rekstur samnefndra verslana. Hann rekur einnig Reykjavik Downtown Hotel á Skólavörðustíg 42 fyrir ofan Pho Víetnam. Síðan í janúar er Davíð eigandi allra Wok On veitingastaðanna sem hafa meðal annars verið í samstarfi við Krónuna. Framkvæmdastjóri Krónunnar sagði við Vísi í gær að samningi við Wok On yrði rift vegna aðgerða lögreglu í gær. Vísi hafa borist ábendingar frá lesendum sem iðulega eiga leið hjá matsölustöðum Pho Víetnam þess efnis að undarlegt þyki hve fáir gestir séu á staðnum hverju sinni. Þeir hafa velt því fyrir sér hvernig rekstur með svo fáa viðskiptavini, á svo mörgum stöðum, standi undir sér. Þess heldur hvernig fyrirtækið hafi á sama tíma og viðskiptavinir virðist fáir getað fjölgað veitingastöðum og opnað í dýrum rýmum svo sem á Laugavegi og Tryggvagötu. Að því sögðu er viðeigandi að rifja upp framvindu málsins, sem teygir anga sína víða, allt frá upphafi. Nærri fjörutíu frávik Þann 4. janúar 2019 hélt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í eftirlitsferð á Vietnam Restaurant við Suðurlandsbraut 8, þar sem staðurinn stendur enn. Þáverandi framkvæmdastjóri staðarins og Davíð Viðarsson eigandi voru viðstaddir skoðunina. Í heildina voru hátt í fjörutíu frávik skráð við heimsóknina á Suðurlandsbraut. Frávik voru skráð ef um var að ræða skýr brot á ákvæðum starfsleyfis eða laga og reglugerða er um starfsemina gilda. Um er að ræða frávik sem sagt er að fylgt sé sérstaklega eftir við eftirfylgni. Í heimsókninni í október síðastliðnum á sama stað voru frávik vel á annan tug. Þá fylgdu fjölmargar athugasemdir eftirlitsfólks. Í báðum eftirlitsferðum voru sjö liðir teknir til skoðunar. Veitingasala og afgreiðsla, eldhús, gangur, ræstiskápur, starfsmannasnyrting og starfsmannaaðstaða, fræðsla starfsfólks og innra eftirlit. Ljóst er að mörg atriði sem töldust frávik í eftirlitsferðinni í byrjun ársins 2019 voru enn í sömu skorðum þegar eftirlitið heimsótti staðinn tæpum fimm árum síðar. Þá voru ýmsar ábendingar sem rekstraraðilum barst í þeirri fyrri endurteknar í þeirri seinni. Lítið hafði því breyst á tæplega fimm árum, og það sem hafði breyst hafði breyst til hins verra, ef marka má samanburð á einkunnum. Kvennasnyrtingin í lamasessi eftir gest Heilbrigðiseftirlitið greindi sex frávik í liðnum veitingasala og afgreiðsla í heimsókninni í byrjun 2019. Matvæli starfsmanna skulu samkvæmt reglum vera geymd í starfsmannaaðstöðu en ljóst var að starfsmenn geymdu matvæli sín í kæli í afgreiðslu. Þá mældist hitastig í kæli níu til tíu gráður á selsíus sem er samkvæmt reglum of hátt. Að auki sögðu eftirlitsmenn kominn tíma á þrif á klakavélinni. Ekki er leyfilegt að geyma skeið ofan í klakavélinni en staðurinn fór hvorki eftir þeirri reglu í heimsókninni árið 2019 né í heimsókninni árið 2023. Vaskur var ekki aðgengilegur í afgreiðslu og þar af leiðandi engar handþurrkur, það gerðu tvö frávik. Þá kom fram að mála þurfti óvarinn við í afreiðslu. Ábendingar sem fengust í þessum lið í heimsókninni árið 2019 voru að starfsmaður í afgreiðslu þyrfti að geta gefið upp innihaldsefni rétta og hlíf þyrfti að vera yfir hnífapörum. Gestasnyrtingar voru sagðar í lagi, en kvennasnyrtingin var sögð í lamasessi eftir gest sem hefði komið fyrr í vikunni. Unnið væri að framkvæmdum. Þrif í lagi 2019 en verulega ábótavant 2023 Átta frávik fundust í eldhúsinu í heimsókninni sem nú ræðir um, árið 2019. Óhrein handklæði voru inni í eldhúsinu, en samkvæmt reglum á að nota pappírsþurrkur þar. Ílát voru merkt með dagsetningum en ekki fengust útskýringar á því hvað þær dagsetningar þýddu í öllum tilfellum, hvort um best fyrir væri að ræða eða hvernig það væri ákvarðað. Þá voru matvæli geymd í ýmsum ílátum, fara þurfti í gegnum hvort öll ílát væru viðurkennd matvælasnertiefni. Eftirlitsmenn merktu við frávik í þættinum „ekkert skal geyma á gólfi“ sem gefur til kynna að matvæli eða áhöld hafi verið geymd á eldhúsgólfinu. Hillur í eldhúsi voru að auki orðnar slitnar og komið að endurnýjun þeirra. Þrifum undir hillum var einnig ábótavant. Brúsi var til söfnunar á olíu úr háfnum, sem eftirlitsmenn sögðu að þyrfti að þríd. Þrif voru annars skráð í lagi í heimsókninni árið 2019 en aðra sögu var að segja í þeirri árið 2023. Þar þurfti víða að þrífa betur, fjarlægja hluti af innstungum, veggjum og víða sem safna í sig óhreinindum. Óútskýrður vökvi í stórum potti Í báðum heimsóknum benti heilbrigðiseftirlitsfólkið á að afþýða þyrfti frystikistur á ganginum og merkingum á vörum hvað varðar rekjanleika var ábótavant. Í heimsókninni 2019 voru samtals átta frávik í þeim lið. Kæliskápur ætlaður starfsfólki var ekki merktur sem slíkur og hitastig í einni frystikistu var of hátt. Þá fannst olía eða soð í stórum potti á gangi í fyrri heimsókninni. Ekki fengust fullnægjandi skýringar á til hvaða nota þessi vökvi var og því skipuðu eftirlitsmenn því fyrir að honum yrði fargað. Hvað varðaði ræstiskáp var eftirlitsmönnum í bæði skipti gert kunnugt að Vy-þrif sæju um þrif og að þess starfsfólk kæmi með allan búnað með sér. Þá bentu eftirlitsmenn á að ekki megi nota sömu þrifaáhöld til ræstinga á mörgum stöðum án þess að sótthreinsa þau á milli og passa þurfi upp á að þrif séu aðskilin í eldhúsi og gestarýmum. Tannburstar og tannkrem við vask á starfsmannasnyrtingu Starfsmannaaðstaða var í báðum heimsóknum skoðuð. Í báðum tilfellum voru læsanlegir munaskápar óaðgengilegir í fataskiptaaðstöðu. Ekki var passað upp á að hreinn og óhreinn fatnaður blandaðist ekki, að vinnufatnaður og persónulegur fatnaður blandaðist ekki. Þá vantaði skógrind eða skáp fyrir skó, þrífa þurfti betur snertifleti á borð við kommóðu í rýminu. Einnig var þrifum á gólfi í sömu rýmum ábótavant. Í þeirri fyrri fundust tannkrem, tannburstar og persónulegir munir við vask á starfsmannasnyrtingu. Kaffistofa starfsmanna var nýtt sem geymsla fyrir veitingastaðinn. Framleiðslutæki matvæla var að auki geymt inni í starfsmannarými. Engin breyting virtist á þjálfun og fræðslu starfsfólks milli áranna 2019 og 2023. Námskeið hefði í báðum tilfellum verið haldið en þekkingu virtist ekki viðhaldið hjá veitingastaðnum. Sömu sögu var að segja í liðnum innra eftirlit. Í hvorugu tilfelli reyndist það virkt. Þrifaplan fyrir dagleg þrif og óregluleg þrif var óútfyllt í báðum tilfellum og hitastigsskráningar á kælum og frystum voru í hvorugu tilfelli virkar. Skortur var á móttökueftirliti í vörumóttöku eldhússins til að tryggja rekjanleika vara í bæði skiptin. Þá voru umgengnisreglur og leiðbeiningar ekki sýnilegar starfsfólki. Í heimsókninni árið 2019 voru innihaldslýsingar til staðar en þó ekki fullnægjandi. Fimm árum síðar voru innihaldslýsingar ekki til staðar sem var alvarlegt frávik að mati heilbrigðiseftirlitsins. Úr tvisti í ás Niðurstöður heimsóknar Heilbrigðiseftirlitsins árið 2019 voru þær að Pho Víetnam, sem hét þá Vietnam Restaurant, fengi tvo af fimm í einkunn. Þannig munaði einu stigi að starfsemi staðarins yrði takmörkuð eða stöðvuð að hluta. Í október árið 2023, þegar eftirlitið réðst í óboðnar heimsóknir á alla staði Pho á höfuðborgarsvæðinu, fengu staðirnir á Suðurlandsbraut og Laugavegi báðir einkunnina einn af fimm. Þá fundust matvæli með sama lotunúmer og matvæli sem fundust í matargeymslu Vy-þrifa í Sóltúni á þremur af fimm veitingastöðum Pho Víetnam. Öllum matvælum sem fundust í Sóltúni var fargað en starfsfólk Vy-þrifa sem bauðst til að hjálpa til við förgunina reyndi að koma matvælum undan. Þrátt fyrir þá falleinkunn sem veitingastaðirnir hlutu frá Heilbrigðiseftirlitinu voru þeir enn starfræktir fram að lögregluaðgerðum gærdagsins, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Hvenær varð málið frétt? Þann 27. september 2023 heimsótti matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur matvælalager að Sóltúni 20 í Reykjavík vegna gruns um ólöglega matvælageymslu. Þá höfðu nágrannar kvartað undan vondri lykt sem barst úr rýminu. Við heimsóknina fundust fleiri tonn at matvælum, þar af fimm tonn sem nýlega hefðu verið flutt til landsins, innan um dauðar rottur, rottuskít, dýnur og uppsett tjald sem benti til þess að mögulega hefði fólk sofið á lagernum innan um matvælin. Búið var að tjalda í geynslurýminu.Her Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hóf rannsókn, sem beindist meðal annars að uppruna matvælanna og hvort að vera kynni að þeim hefði verið dreift til matvælafyrirtækja. Eftirlitið taldi að koma hefði átt hluta matvælanna í dreifingu en það var í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem sögðust hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Í ljós kom að lagerinn væri í eigu þrifafyrirtækisins Vy-þrifa. Vy-þrif eru í eigu stórtæks veitingamanns að nafni Davíð Viðarsson, sem betur er þekktur undir víetnamska nafninu Quang Lé. Auk Vy-þrifa er Davíð eigandi meðal annars veitingastaðakeðjunnar Pho Víetnam, herkastalans í Kirkjustræti og veitingastaðakeðjunnar Wok on en sá staður kemur aftur við sögu síðar. Reyndu að koma matvælum undan Rúmum mánuði eftir fyrstu fréttir af heimsóknunum deildi Heilbrigðiseftirlitið myndum sem teknar voru í einni þeirra. Þær sýna vægast sagt ófrýnilega aðkomu á lagernum. Í leiðinni barst skýrsla þar sem fram kom að við fyrstu heimsókn eftirlitsins í Sóltún hefði starfsfólk Vy-þrifa flúið áður en eftirlitsmenn náðu tali af þeim. Ýmist á hlaupum eða á bíl. Í skýrslunni er greint frá samskiptum eftirlitsins og Vy-þrifa í kjölfar heimsóknarinnar. Þann 28. september hafði eftirlitið fundað með forsvarsmönnum Vy-þrifa þar sem farið var yfir framkvæmd förgunar. Fyrirtækið óskaði eftir því að fá að sjá um það sjálft og var fallist á það með þeim fyrirvara að heilbrigðiseftirlit stýrði aðgerðum og starfsmenn Vy-þrifa færu að fyrirmælum. Daginn eftir það fór eftirlitið í Sóltún til að hafa eftirlit með förgun, skrá upplýsingar, gefa fyrirmæli og staðfesta förgun. Í skýrslunni segir að förgun hafi gengið hægt, starfsmenn Vy-þrifa færu ekki eftir fyrirmælum Heilbrigðiseftirlitsins og þeir hafi reynt að koma matvælum undan. Sór af sér tengsl Um miðjan nóvember kærði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Vy-þrif til lögreglu vegna ólöglegrar matvælageymslu í umræddum kjallara. Eftirlitið hafði eftir heimsóknirnar sent fyrirtækinu erindi og frest til 14. nóvember til þess að svara því sem eigandi Vy-þrifa gerðu ekki. Nokkrum dögum fyrir kæruna sendi Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi, eigandi og þáverandi framkvæmdastjóri veitingakeðjunnar Wok on, frá sér yfirlýsingu þar sem hann hét því að rekstur Wok on hefði engin tengsl við matvælageymslu Vy-þrifa þrátt fyrir að Davíð væri tengdur Wok On. „Davíð Viðarsson á 40% í Wokon Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og aðstoðaði hann við opnun þeirra. Einnig á hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og leigir veitingastaðurinn það rými frá Davíð. Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Mánuði fyrr hafði Eldjárn Árnason lögmaður Davíðs sagt í samtali við Vísi að Davíð kæmi ekki að rekstri veitingakeðjunnar Pho Víetnam. Eins og áður segir fundust matvæli með sama lotunúmer og matvæli og fundust í kjallaranum í Sóltúni fundust á þremur af fimm veitingastöðum Pho Víetnam í óboðnum heimsóknum Heilbrigðiseftirlitsins í október. Þá var Davíð á vettvangi á Pho Víetnam á Suðurlandsbraut þegar eftirlitið mætti í óboðna heimsókn þangað. Dæmdur skattsvikari dregur sig úr leik og Davíð tekur yfir Fátt var að frétta af málinu mánuðina eftir að Vy-þrif voru kærð til lögreglu, þar til fyrir rúmri viku síðan. Héraðsdómur Suðurnesja dæmdi Kristján Ólaf stofnanda Wok on í níu mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Dómurinn var skilorðsbundinn til þriggja ára og honum var að auki gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga. Fyrr í febrúar var fjallað um opnun nýrrar mathallar á Akureyri, sem Kristján Ólafur vinnur að. Daginn eftir að greint var frá dómnum sagði Vísir frá því Kristján myndi nú stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri Wok On og Davíð tæki við. Breytingarnar voru gerðar í janúar. Kristján vildi ekki upplýsa um söluverðið á Wok On í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum á vef Creditinfo er Davíð Viðarsson nú eini eigandi Wokon ehf. sem á alla samnefnda veitingastaði og er um leið eini eigandi Wokon mathallar ehf. Davíð á bæði Wokon ehf. og Wokon Mathöll í gegnum fasteignafélagið NQ fasteignir, sem rekur að auki gistihúsið í herkastalanum. Fjöldi stofnana komu að aðgerðinni Í gær dró síðan til mikilla tíðinda þegar miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. Nokkrir voru handteknir í málinu en aðgerðir stóðu til miðnættis í gær. Meðal annars var gistiheimilinu í herkastalanum lokað og öllum gestum vísað út. Einhverjir ferðamenn lentu í vandræðum með að vitja eigna sinna á ný vegna þess að lögregla hefði innsiglað húsið. Athygli vakti að á miða á einum innganginum stóð að vildi fólk ná í farangur sinn á gistiheimilinu skyldi það hringja í Neyðarlínuna. Þá var öllum veitingastöðum Wok on lokað auk Pho Víetnam staðanna. Gistiheimilinu Reykjavík Downtown Hostel, sem Davíð rekur á Skólavörðustíg, var að auki lokað. Fjöldi stofnana koma að rannsókn málsins. Aðgerðirnar eru unnar í samvinnu við lögregluliðin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustuna í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð. Kastali Guesthouse í Kirkjustræti er innsiglað með bláu teipi.Vísir/vilhelm Mjög takmarkaðar upplýsingar var að fá frá einstaka stofnunum um aðgerðirnar í gær en forsvarsmenn bæði ASÍ og Bjarkarhlíðar vísuðu á lögreglu, aðspurðir hver aðkoma þeirra væri að rannsókninni. Lögregla gat í gærkvöldi fátt annað sagt um aðgerðina en að nokkrir hefðu verið handteknir í tengslum við hana. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í samtali við fréttastofu í gær að stofnunin væri að skoða þann þátt sem þeim sé skýr, hvaða fólk það væri sem hefði atvinnuleyfi. Þá sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, við Mbl að úrræði sem grípi fórnarlömb hugsanlegs mansals hafi verið virkjað í tengslum við rannsókn málsins. Fórnarlömb meints mansals fá tímabundið dvalarleyfi á meðan málið sé til rannsóknar. Það var tómlegt um að litast þegar blaðamaður gekk fram hjá Pho Víetnam á Suðurlandsbraut í kvöld. Staðurinn hafði þó ekki verið innsiglaður eins og herkastalinn.Vísir/Sólrún Lætur ekki ná í sig Frá upphafi málsins í október hefur Davíð ekki látið ná í sig. Fréttastofa Vísis hefur ítrekað reynt að ná tali af honum án árangurs. Tæpum tveimur vikum eftir að matvælageymslan uppgötvaðist sendi hann fréttastofu rúmlega sextíu orða orðsendingu um að hann hygðist ekki tjá sig meðan á rannsókn eftirlitsins stæði. Heimildin virðist eini miðillinn sem náð hefur tali af Davíð. „No, nobody stay there. No, you crazy?,“ sagði Davíð við Heimildina, aðspurður hvort fólk hefði gist í matargeymslunni. Svarið mætti þýða á íslensku þannig: „Nei, enginn dvaldi þar. Nei, ertu frá þér?“ Þá tjáði hann miðlinum að matvæli úr geymslunni í Sóltúni hefðu ekki verið nýtt á Pho Víetnam veitingastöðunum, þvert á uppgötvanir heilbrigðiseftirlitsins í október. Hvað gerist næst? Búast má við að inntak aðgerðarinnar og upplýsingar um fjölda handtekinn berist í dag og næstu daga. Málið er stórt og teygir anga sína víða og eftir daginn í dag verður ábyggilega hægt að skrifa grein jafn langa um það sem koma skal í tengslum við það. Mbl hafði eftir Elínu Agnesi Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær að aðgerðin sé líklega með stærstu, ef ekki sú stærsta sem lögreglan hefur staðið í, í þessum málaflokki. Vísir heldur að sjálfsögðu áfram að fylgjast með framvindu málsins og tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Upphaflega kom fram í þessari frétt að Davíð sæi enn um rekstur Vietnam Market en það er ekki rétt og hefur það verið leiðrétt. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Fréttaskýringar Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Mansal Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Tengdar fréttir Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi fengu falleinkunn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi í Reykjavík fengu einn af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í óboðaðri heimsókn í október í framhaldi af því að ólystugur matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni uppgötvaðist. Eigandi beggja fyrirtækja á einnig veitingastaðina Wok On. 1. mars 2024 08:39 Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Vísir hefur undir höndum skýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á veitingastaðnum árið 2019. Líkindin með henni og þeirri sem gerð var í október í fyrra eru mikil. Í skýrslunni segir að í heildareinkunn hafi Vietnam Resaurant á Suðurlandsbraut fengið tvo af fimm í einkunn frá eftirlitinu. Sami staður, undir öðru nafni, fékk einn af fimm mögulegum í óboðinni heimsókn eftirlitsins í október síðastliðnum. Sú einkunn þýðir að starfsemi verði takmörkuð eða stöðvuð að hluta. Einkunnin núll þýðir að starfsemin verði stöðvuð. Fái veitingastaður tvo í einkunn eru aðkallandi frávik til staðar og rekstraraðilar fá ábendingar. Heimsóknin í október var framkvæmd í kjölfar uppgötvunar á ólystugum matvælalager við Sóltún 20 í Reykjavík. Lagerinn er í eigu þrifafyrirtækis Davíðs Viðarssonar, Vy-þrifa. Davíð á að auki veitingastaði Pho Víetnam, sem staðsettir eru á Suðurlandsbraut, Snorrabraut, Laugaveg, Skólavörðustíg og Tryggvagötu. Þá er hann eigandi herkastalans í Kirkjustræti. Í því húsi var rekið gistihús, Kastali Guesthouse, með gistileyfi fyrir 125 manns. Þar stóðu yfir umfangsmiklar aðgerðir í gær eins og lesendur Vísis urðu varir við. Þá er Davíð eigandi fyrirækisins Víetnam Market en hann sér ekki lengur um rekstur samnefndra verslana. Hann rekur einnig Reykjavik Downtown Hotel á Skólavörðustíg 42 fyrir ofan Pho Víetnam. Síðan í janúar er Davíð eigandi allra Wok On veitingastaðanna sem hafa meðal annars verið í samstarfi við Krónuna. Framkvæmdastjóri Krónunnar sagði við Vísi í gær að samningi við Wok On yrði rift vegna aðgerða lögreglu í gær. Vísi hafa borist ábendingar frá lesendum sem iðulega eiga leið hjá matsölustöðum Pho Víetnam þess efnis að undarlegt þyki hve fáir gestir séu á staðnum hverju sinni. Þeir hafa velt því fyrir sér hvernig rekstur með svo fáa viðskiptavini, á svo mörgum stöðum, standi undir sér. Þess heldur hvernig fyrirtækið hafi á sama tíma og viðskiptavinir virðist fáir getað fjölgað veitingastöðum og opnað í dýrum rýmum svo sem á Laugavegi og Tryggvagötu. Að því sögðu er viðeigandi að rifja upp framvindu málsins, sem teygir anga sína víða, allt frá upphafi. Nærri fjörutíu frávik Þann 4. janúar 2019 hélt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í eftirlitsferð á Vietnam Restaurant við Suðurlandsbraut 8, þar sem staðurinn stendur enn. Þáverandi framkvæmdastjóri staðarins og Davíð Viðarsson eigandi voru viðstaddir skoðunina. Í heildina voru hátt í fjörutíu frávik skráð við heimsóknina á Suðurlandsbraut. Frávik voru skráð ef um var að ræða skýr brot á ákvæðum starfsleyfis eða laga og reglugerða er um starfsemina gilda. Um er að ræða frávik sem sagt er að fylgt sé sérstaklega eftir við eftirfylgni. Í heimsókninni í október síðastliðnum á sama stað voru frávik vel á annan tug. Þá fylgdu fjölmargar athugasemdir eftirlitsfólks. Í báðum eftirlitsferðum voru sjö liðir teknir til skoðunar. Veitingasala og afgreiðsla, eldhús, gangur, ræstiskápur, starfsmannasnyrting og starfsmannaaðstaða, fræðsla starfsfólks og innra eftirlit. Ljóst er að mörg atriði sem töldust frávik í eftirlitsferðinni í byrjun ársins 2019 voru enn í sömu skorðum þegar eftirlitið heimsótti staðinn tæpum fimm árum síðar. Þá voru ýmsar ábendingar sem rekstraraðilum barst í þeirri fyrri endurteknar í þeirri seinni. Lítið hafði því breyst á tæplega fimm árum, og það sem hafði breyst hafði breyst til hins verra, ef marka má samanburð á einkunnum. Kvennasnyrtingin í lamasessi eftir gest Heilbrigðiseftirlitið greindi sex frávik í liðnum veitingasala og afgreiðsla í heimsókninni í byrjun 2019. Matvæli starfsmanna skulu samkvæmt reglum vera geymd í starfsmannaaðstöðu en ljóst var að starfsmenn geymdu matvæli sín í kæli í afgreiðslu. Þá mældist hitastig í kæli níu til tíu gráður á selsíus sem er samkvæmt reglum of hátt. Að auki sögðu eftirlitsmenn kominn tíma á þrif á klakavélinni. Ekki er leyfilegt að geyma skeið ofan í klakavélinni en staðurinn fór hvorki eftir þeirri reglu í heimsókninni árið 2019 né í heimsókninni árið 2023. Vaskur var ekki aðgengilegur í afgreiðslu og þar af leiðandi engar handþurrkur, það gerðu tvö frávik. Þá kom fram að mála þurfti óvarinn við í afreiðslu. Ábendingar sem fengust í þessum lið í heimsókninni árið 2019 voru að starfsmaður í afgreiðslu þyrfti að geta gefið upp innihaldsefni rétta og hlíf þyrfti að vera yfir hnífapörum. Gestasnyrtingar voru sagðar í lagi, en kvennasnyrtingin var sögð í lamasessi eftir gest sem hefði komið fyrr í vikunni. Unnið væri að framkvæmdum. Þrif í lagi 2019 en verulega ábótavant 2023 Átta frávik fundust í eldhúsinu í heimsókninni sem nú ræðir um, árið 2019. Óhrein handklæði voru inni í eldhúsinu, en samkvæmt reglum á að nota pappírsþurrkur þar. Ílát voru merkt með dagsetningum en ekki fengust útskýringar á því hvað þær dagsetningar þýddu í öllum tilfellum, hvort um best fyrir væri að ræða eða hvernig það væri ákvarðað. Þá voru matvæli geymd í ýmsum ílátum, fara þurfti í gegnum hvort öll ílát væru viðurkennd matvælasnertiefni. Eftirlitsmenn merktu við frávik í þættinum „ekkert skal geyma á gólfi“ sem gefur til kynna að matvæli eða áhöld hafi verið geymd á eldhúsgólfinu. Hillur í eldhúsi voru að auki orðnar slitnar og komið að endurnýjun þeirra. Þrifum undir hillum var einnig ábótavant. Brúsi var til söfnunar á olíu úr háfnum, sem eftirlitsmenn sögðu að þyrfti að þríd. Þrif voru annars skráð í lagi í heimsókninni árið 2019 en aðra sögu var að segja í þeirri árið 2023. Þar þurfti víða að þrífa betur, fjarlægja hluti af innstungum, veggjum og víða sem safna í sig óhreinindum. Óútskýrður vökvi í stórum potti Í báðum heimsóknum benti heilbrigðiseftirlitsfólkið á að afþýða þyrfti frystikistur á ganginum og merkingum á vörum hvað varðar rekjanleika var ábótavant. Í heimsókninni 2019 voru samtals átta frávik í þeim lið. Kæliskápur ætlaður starfsfólki var ekki merktur sem slíkur og hitastig í einni frystikistu var of hátt. Þá fannst olía eða soð í stórum potti á gangi í fyrri heimsókninni. Ekki fengust fullnægjandi skýringar á til hvaða nota þessi vökvi var og því skipuðu eftirlitsmenn því fyrir að honum yrði fargað. Hvað varðaði ræstiskáp var eftirlitsmönnum í bæði skipti gert kunnugt að Vy-þrif sæju um þrif og að þess starfsfólk kæmi með allan búnað með sér. Þá bentu eftirlitsmenn á að ekki megi nota sömu þrifaáhöld til ræstinga á mörgum stöðum án þess að sótthreinsa þau á milli og passa þurfi upp á að þrif séu aðskilin í eldhúsi og gestarýmum. Tannburstar og tannkrem við vask á starfsmannasnyrtingu Starfsmannaaðstaða var í báðum heimsóknum skoðuð. Í báðum tilfellum voru læsanlegir munaskápar óaðgengilegir í fataskiptaaðstöðu. Ekki var passað upp á að hreinn og óhreinn fatnaður blandaðist ekki, að vinnufatnaður og persónulegur fatnaður blandaðist ekki. Þá vantaði skógrind eða skáp fyrir skó, þrífa þurfti betur snertifleti á borð við kommóðu í rýminu. Einnig var þrifum á gólfi í sömu rýmum ábótavant. Í þeirri fyrri fundust tannkrem, tannburstar og persónulegir munir við vask á starfsmannasnyrtingu. Kaffistofa starfsmanna var nýtt sem geymsla fyrir veitingastaðinn. Framleiðslutæki matvæla var að auki geymt inni í starfsmannarými. Engin breyting virtist á þjálfun og fræðslu starfsfólks milli áranna 2019 og 2023. Námskeið hefði í báðum tilfellum verið haldið en þekkingu virtist ekki viðhaldið hjá veitingastaðnum. Sömu sögu var að segja í liðnum innra eftirlit. Í hvorugu tilfelli reyndist það virkt. Þrifaplan fyrir dagleg þrif og óregluleg þrif var óútfyllt í báðum tilfellum og hitastigsskráningar á kælum og frystum voru í hvorugu tilfelli virkar. Skortur var á móttökueftirliti í vörumóttöku eldhússins til að tryggja rekjanleika vara í bæði skiptin. Þá voru umgengnisreglur og leiðbeiningar ekki sýnilegar starfsfólki. Í heimsókninni árið 2019 voru innihaldslýsingar til staðar en þó ekki fullnægjandi. Fimm árum síðar voru innihaldslýsingar ekki til staðar sem var alvarlegt frávik að mati heilbrigðiseftirlitsins. Úr tvisti í ás Niðurstöður heimsóknar Heilbrigðiseftirlitsins árið 2019 voru þær að Pho Víetnam, sem hét þá Vietnam Restaurant, fengi tvo af fimm í einkunn. Þannig munaði einu stigi að starfsemi staðarins yrði takmörkuð eða stöðvuð að hluta. Í október árið 2023, þegar eftirlitið réðst í óboðnar heimsóknir á alla staði Pho á höfuðborgarsvæðinu, fengu staðirnir á Suðurlandsbraut og Laugavegi báðir einkunnina einn af fimm. Þá fundust matvæli með sama lotunúmer og matvæli sem fundust í matargeymslu Vy-þrifa í Sóltúni á þremur af fimm veitingastöðum Pho Víetnam. Öllum matvælum sem fundust í Sóltúni var fargað en starfsfólk Vy-þrifa sem bauðst til að hjálpa til við förgunina reyndi að koma matvælum undan. Þrátt fyrir þá falleinkunn sem veitingastaðirnir hlutu frá Heilbrigðiseftirlitinu voru þeir enn starfræktir fram að lögregluaðgerðum gærdagsins, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Hvenær varð málið frétt? Þann 27. september 2023 heimsótti matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur matvælalager að Sóltúni 20 í Reykjavík vegna gruns um ólöglega matvælageymslu. Þá höfðu nágrannar kvartað undan vondri lykt sem barst úr rýminu. Við heimsóknina fundust fleiri tonn at matvælum, þar af fimm tonn sem nýlega hefðu verið flutt til landsins, innan um dauðar rottur, rottuskít, dýnur og uppsett tjald sem benti til þess að mögulega hefði fólk sofið á lagernum innan um matvælin. Búið var að tjalda í geynslurýminu.Her Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hóf rannsókn, sem beindist meðal annars að uppruna matvælanna og hvort að vera kynni að þeim hefði verið dreift til matvælafyrirtækja. Eftirlitið taldi að koma hefði átt hluta matvælanna í dreifingu en það var í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem sögðust hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Í ljós kom að lagerinn væri í eigu þrifafyrirtækisins Vy-þrifa. Vy-þrif eru í eigu stórtæks veitingamanns að nafni Davíð Viðarsson, sem betur er þekktur undir víetnamska nafninu Quang Lé. Auk Vy-þrifa er Davíð eigandi meðal annars veitingastaðakeðjunnar Pho Víetnam, herkastalans í Kirkjustræti og veitingastaðakeðjunnar Wok on en sá staður kemur aftur við sögu síðar. Reyndu að koma matvælum undan Rúmum mánuði eftir fyrstu fréttir af heimsóknunum deildi Heilbrigðiseftirlitið myndum sem teknar voru í einni þeirra. Þær sýna vægast sagt ófrýnilega aðkomu á lagernum. Í leiðinni barst skýrsla þar sem fram kom að við fyrstu heimsókn eftirlitsins í Sóltún hefði starfsfólk Vy-þrifa flúið áður en eftirlitsmenn náðu tali af þeim. Ýmist á hlaupum eða á bíl. Í skýrslunni er greint frá samskiptum eftirlitsins og Vy-þrifa í kjölfar heimsóknarinnar. Þann 28. september hafði eftirlitið fundað með forsvarsmönnum Vy-þrifa þar sem farið var yfir framkvæmd förgunar. Fyrirtækið óskaði eftir því að fá að sjá um það sjálft og var fallist á það með þeim fyrirvara að heilbrigðiseftirlit stýrði aðgerðum og starfsmenn Vy-þrifa færu að fyrirmælum. Daginn eftir það fór eftirlitið í Sóltún til að hafa eftirlit með förgun, skrá upplýsingar, gefa fyrirmæli og staðfesta förgun. Í skýrslunni segir að förgun hafi gengið hægt, starfsmenn Vy-þrifa færu ekki eftir fyrirmælum Heilbrigðiseftirlitsins og þeir hafi reynt að koma matvælum undan. Sór af sér tengsl Um miðjan nóvember kærði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Vy-þrif til lögreglu vegna ólöglegrar matvælageymslu í umræddum kjallara. Eftirlitið hafði eftir heimsóknirnar sent fyrirtækinu erindi og frest til 14. nóvember til þess að svara því sem eigandi Vy-þrifa gerðu ekki. Nokkrum dögum fyrir kæruna sendi Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi, eigandi og þáverandi framkvæmdastjóri veitingakeðjunnar Wok on, frá sér yfirlýsingu þar sem hann hét því að rekstur Wok on hefði engin tengsl við matvælageymslu Vy-þrifa þrátt fyrir að Davíð væri tengdur Wok On. „Davíð Viðarsson á 40% í Wokon Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og aðstoðaði hann við opnun þeirra. Einnig á hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og leigir veitingastaðurinn það rými frá Davíð. Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Mánuði fyrr hafði Eldjárn Árnason lögmaður Davíðs sagt í samtali við Vísi að Davíð kæmi ekki að rekstri veitingakeðjunnar Pho Víetnam. Eins og áður segir fundust matvæli með sama lotunúmer og matvæli og fundust í kjallaranum í Sóltúni fundust á þremur af fimm veitingastöðum Pho Víetnam í óboðnum heimsóknum Heilbrigðiseftirlitsins í október. Þá var Davíð á vettvangi á Pho Víetnam á Suðurlandsbraut þegar eftirlitið mætti í óboðna heimsókn þangað. Dæmdur skattsvikari dregur sig úr leik og Davíð tekur yfir Fátt var að frétta af málinu mánuðina eftir að Vy-þrif voru kærð til lögreglu, þar til fyrir rúmri viku síðan. Héraðsdómur Suðurnesja dæmdi Kristján Ólaf stofnanda Wok on í níu mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Dómurinn var skilorðsbundinn til þriggja ára og honum var að auki gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga. Fyrr í febrúar var fjallað um opnun nýrrar mathallar á Akureyri, sem Kristján Ólafur vinnur að. Daginn eftir að greint var frá dómnum sagði Vísir frá því Kristján myndi nú stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri Wok On og Davíð tæki við. Breytingarnar voru gerðar í janúar. Kristján vildi ekki upplýsa um söluverðið á Wok On í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum á vef Creditinfo er Davíð Viðarsson nú eini eigandi Wokon ehf. sem á alla samnefnda veitingastaði og er um leið eini eigandi Wokon mathallar ehf. Davíð á bæði Wokon ehf. og Wokon Mathöll í gegnum fasteignafélagið NQ fasteignir, sem rekur að auki gistihúsið í herkastalanum. Fjöldi stofnana komu að aðgerðinni Í gær dró síðan til mikilla tíðinda þegar miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. Nokkrir voru handteknir í málinu en aðgerðir stóðu til miðnættis í gær. Meðal annars var gistiheimilinu í herkastalanum lokað og öllum gestum vísað út. Einhverjir ferðamenn lentu í vandræðum með að vitja eigna sinna á ný vegna þess að lögregla hefði innsiglað húsið. Athygli vakti að á miða á einum innganginum stóð að vildi fólk ná í farangur sinn á gistiheimilinu skyldi það hringja í Neyðarlínuna. Þá var öllum veitingastöðum Wok on lokað auk Pho Víetnam staðanna. Gistiheimilinu Reykjavík Downtown Hostel, sem Davíð rekur á Skólavörðustíg, var að auki lokað. Fjöldi stofnana koma að rannsókn málsins. Aðgerðirnar eru unnar í samvinnu við lögregluliðin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustuna í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð. Kastali Guesthouse í Kirkjustræti er innsiglað með bláu teipi.Vísir/vilhelm Mjög takmarkaðar upplýsingar var að fá frá einstaka stofnunum um aðgerðirnar í gær en forsvarsmenn bæði ASÍ og Bjarkarhlíðar vísuðu á lögreglu, aðspurðir hver aðkoma þeirra væri að rannsókninni. Lögregla gat í gærkvöldi fátt annað sagt um aðgerðina en að nokkrir hefðu verið handteknir í tengslum við hana. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í samtali við fréttastofu í gær að stofnunin væri að skoða þann þátt sem þeim sé skýr, hvaða fólk það væri sem hefði atvinnuleyfi. Þá sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, við Mbl að úrræði sem grípi fórnarlömb hugsanlegs mansals hafi verið virkjað í tengslum við rannsókn málsins. Fórnarlömb meints mansals fá tímabundið dvalarleyfi á meðan málið sé til rannsóknar. Það var tómlegt um að litast þegar blaðamaður gekk fram hjá Pho Víetnam á Suðurlandsbraut í kvöld. Staðurinn hafði þó ekki verið innsiglaður eins og herkastalinn.Vísir/Sólrún Lætur ekki ná í sig Frá upphafi málsins í október hefur Davíð ekki látið ná í sig. Fréttastofa Vísis hefur ítrekað reynt að ná tali af honum án árangurs. Tæpum tveimur vikum eftir að matvælageymslan uppgötvaðist sendi hann fréttastofu rúmlega sextíu orða orðsendingu um að hann hygðist ekki tjá sig meðan á rannsókn eftirlitsins stæði. Heimildin virðist eini miðillinn sem náð hefur tali af Davíð. „No, nobody stay there. No, you crazy?,“ sagði Davíð við Heimildina, aðspurður hvort fólk hefði gist í matargeymslunni. Svarið mætti þýða á íslensku þannig: „Nei, enginn dvaldi þar. Nei, ertu frá þér?“ Þá tjáði hann miðlinum að matvæli úr geymslunni í Sóltúni hefðu ekki verið nýtt á Pho Víetnam veitingastöðunum, þvert á uppgötvanir heilbrigðiseftirlitsins í október. Hvað gerist næst? Búast má við að inntak aðgerðarinnar og upplýsingar um fjölda handtekinn berist í dag og næstu daga. Málið er stórt og teygir anga sína víða og eftir daginn í dag verður ábyggilega hægt að skrifa grein jafn langa um það sem koma skal í tengslum við það. Mbl hafði eftir Elínu Agnesi Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær að aðgerðin sé líklega með stærstu, ef ekki sú stærsta sem lögreglan hefur staðið í, í þessum málaflokki. Vísir heldur að sjálfsögðu áfram að fylgjast með framvindu málsins og tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Upphaflega kom fram í þessari frétt að Davíð sæi enn um rekstur Vietnam Market en það er ekki rétt og hefur það verið leiðrétt.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Fréttaskýringar Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Mansal Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Tengdar fréttir Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi fengu falleinkunn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi í Reykjavík fengu einn af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í óboðaðri heimsókn í október í framhaldi af því að ólystugur matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni uppgötvaðist. Eigandi beggja fyrirtækja á einnig veitingastaðina Wok On. 1. mars 2024 08:39 Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54
Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi fengu falleinkunn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi í Reykjavík fengu einn af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í óboðaðri heimsókn í október í framhaldi af því að ólystugur matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni uppgötvaðist. Eigandi beggja fyrirtækja á einnig veitingastaðina Wok On. 1. mars 2024 08:39
Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51