Vona að jarðvegur verndi nýja lögn renni hraun aftur sömu leið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 19:21 Arnar Smári Þorvarðarson byggingartæknifræðingur hjá Verkís segir vinnu við varnargarðana hafa gengið vonum framar. Vísir/Sigurjón Vinnuflokkar keppast nú við að klára frágang í kringum nýja Njarðvíkurlögn og nýja og hærri háspennulínu, sem liggur yfir varnargarðinn við Svartsengi, áður en eldgos hefst. Um átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi að mati Veðurstofunnar en enginn gosórói mælist enn sem komið er. Varnargarðarnir sem umkringja nú Svartsengi eru nánast tilbúnir utan tveggja skarða. Í gegn um annað þeirra liggur vegurinn að Bláa lóninu og verður opið nema hraun renni í átt að því. Stefnt er að því að loka hinu á morgun, þegar vinnu við Njarðvíkurlögn lýkur. „Við erum að ljúka frágangi við það að setja jarðveg yfir hitaveitulögnina, sem liggur til Njarðvíkur. Við erum í frágangi við að verja hana í þessum lágpunkti hérna. Við erum búnir að leggja líka háspennustreng meðfram henni til bráðabirgða og erum að klára það. Þegar við erum búnir að þessu reiknum við með því að loka þessu skarði,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Vonir standa til að jarðvegur umhverfis nýja Njarðvíkurlögn verji hana renni hraun aftur þar yfir.Vísir/Sigurjón Þetta ætti að duga ef hraun rennur aftur hér yfir til að verja lögnina? „Það er það sem við stefnum á, að fyllingin haldi henni og hraunið renni yfir. Svo verðum við að vona að það haldi gagnvart hita frá hrauninu,“ segir Arnar Smári. „Landsnet er að vinna hérna við að reisa ný möstur og er með vaskan flokk manna hér við það. Þeir eru búnir að reisa 10 metra háan haug sem mastrið er uppi á. Svo er annað mastur hérna aðeins lengra. Þessi möstur eru mun hærri en þau sem eru fyrir og eru í þessum töluðu orðum að undirbúa að draga háspennulínur á þessi möstur.“ Þannig að íbúar Suðurnesja ættu að sofa rólegir? „Já, ég held að þetta hjálpi til á allan hátt. Gengur hratt að verja Grindavík Þá er unnið hratt að því að reisa varnargarða við Grindavík. Vinnu við þann sem liggur norðan Grindavíkur, sem hraun rann meðfram í janúar, er nánast lokið og nú keppst við að reisa garð austan við bæinn og gengur sú vinna hratt. „Á einni vakt fluttu menn á bilinu 21 til 22 þúsund rúmmetra af efni úr námunni yfir í varnargarðinn. Einn svona búkolluvörubíll tekur um 15 rúmmetra,“ segir Arnar Smári. Veðurstofan birti tvö hraunflæðilíkön í gær, sem sýn aáætlað hraunflæði út frá tveimur mögulegum gosopum á Sundhnúksígaröðinni. Vinnuflokkar frá Landsneti voru í óðaönn að strengja nýja háspennulínu í ný og hærri möstur í dag.Vísir/Sigurjón Annað líkanið gerir ráð fyrir eldgosi milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells líkt og í eldgosunum í desember og febrúar. Í gosi sem þessu er gert ráð fyrir stuttum fyrirvara og að hraun flæði svipaða leið og nái Grindavíkurvegi á innan við fjórum klukkustundum. Í hinni sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að gossprunga opnist við Hagafell og í suðurátt til Grindavíkur. Líklegur fyrirvari þessa er talinn ein til þrjár klukkustundir frá því að fyrstu jarðskjálftar mælast og ráðgert að hraun myndi ná að varnargörðum við Grindavík á einni klukkustund. Settar hafa verið upp loftvarnarflautur bæði inni í Grindavík, þar sem dvalið er í nokkrum húsum yfir nótt, og í Svartsengi. Flauturnar voru prufukeyrðar í gærkvöldi og verða brúkaðar þegar rýma þarf svæðið í flýti vegna goss. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. 27. febrúar 2024 11:39 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Varnargarðarnir sem umkringja nú Svartsengi eru nánast tilbúnir utan tveggja skarða. Í gegn um annað þeirra liggur vegurinn að Bláa lóninu og verður opið nema hraun renni í átt að því. Stefnt er að því að loka hinu á morgun, þegar vinnu við Njarðvíkurlögn lýkur. „Við erum að ljúka frágangi við það að setja jarðveg yfir hitaveitulögnina, sem liggur til Njarðvíkur. Við erum í frágangi við að verja hana í þessum lágpunkti hérna. Við erum búnir að leggja líka háspennustreng meðfram henni til bráðabirgða og erum að klára það. Þegar við erum búnir að þessu reiknum við með því að loka þessu skarði,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Vonir standa til að jarðvegur umhverfis nýja Njarðvíkurlögn verji hana renni hraun aftur þar yfir.Vísir/Sigurjón Þetta ætti að duga ef hraun rennur aftur hér yfir til að verja lögnina? „Það er það sem við stefnum á, að fyllingin haldi henni og hraunið renni yfir. Svo verðum við að vona að það haldi gagnvart hita frá hrauninu,“ segir Arnar Smári. „Landsnet er að vinna hérna við að reisa ný möstur og er með vaskan flokk manna hér við það. Þeir eru búnir að reisa 10 metra háan haug sem mastrið er uppi á. Svo er annað mastur hérna aðeins lengra. Þessi möstur eru mun hærri en þau sem eru fyrir og eru í þessum töluðu orðum að undirbúa að draga háspennulínur á þessi möstur.“ Þannig að íbúar Suðurnesja ættu að sofa rólegir? „Já, ég held að þetta hjálpi til á allan hátt. Gengur hratt að verja Grindavík Þá er unnið hratt að því að reisa varnargarða við Grindavík. Vinnu við þann sem liggur norðan Grindavíkur, sem hraun rann meðfram í janúar, er nánast lokið og nú keppst við að reisa garð austan við bæinn og gengur sú vinna hratt. „Á einni vakt fluttu menn á bilinu 21 til 22 þúsund rúmmetra af efni úr námunni yfir í varnargarðinn. Einn svona búkolluvörubíll tekur um 15 rúmmetra,“ segir Arnar Smári. Veðurstofan birti tvö hraunflæðilíkön í gær, sem sýn aáætlað hraunflæði út frá tveimur mögulegum gosopum á Sundhnúksígaröðinni. Vinnuflokkar frá Landsneti voru í óðaönn að strengja nýja háspennulínu í ný og hærri möstur í dag.Vísir/Sigurjón Annað líkanið gerir ráð fyrir eldgosi milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells líkt og í eldgosunum í desember og febrúar. Í gosi sem þessu er gert ráð fyrir stuttum fyrirvara og að hraun flæði svipaða leið og nái Grindavíkurvegi á innan við fjórum klukkustundum. Í hinni sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að gossprunga opnist við Hagafell og í suðurátt til Grindavíkur. Líklegur fyrirvari þessa er talinn ein til þrjár klukkustundir frá því að fyrstu jarðskjálftar mælast og ráðgert að hraun myndi ná að varnargörðum við Grindavík á einni klukkustund. Settar hafa verið upp loftvarnarflautur bæði inni í Grindavík, þar sem dvalið er í nokkrum húsum yfir nótt, og í Svartsengi. Flauturnar voru prufukeyrðar í gærkvöldi og verða brúkaðar þegar rýma þarf svæðið í flýti vegna goss.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. 27. febrúar 2024 11:39 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. 27. febrúar 2024 11:39
Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46
Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00