Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Síerra Leóne. Það var einn kyrrlátan sunnudagsmorgun í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum sem þau hjónin Regína Bjarnadóttir og Henry Alexender Henrysson sátu og lásu blöðin. Regína rekur þá augun í atvinnuauglýsingu sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Regína var þá forstöðumaður greiningardeildar Arion banka og Henry kenndi heimspeki við Háskóla Íslands og víðar. En þarna var auglýst draumastarfið, það vantaði framkvæmdastjóra Auroru Velgjörðarsjóðs fyrir Síerra Leóne. Regína, sem er þróunarhagfræðingur að mennt, sótti um og fékk starfið árið 2015. Framan af var hún og fjölskyldan að flakka á milli Íslands og Síerra Leóne en fyrir sjö árum ákváðu þau að flytja alfarið með börnin sín þrjú. Nú er hins vegar elsta dóttir þeirra flutt aftur til Íslands enda á leið í háskólanám. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar og höfuðborgin Freetown þar sem þau búa er að flestu, ef ekki öllu, leyti ákaflega ólík Reykjavík eins og Lóa Pind Aldísardóttir komst að þegar hún heimsótti fjölskylduna fyrir þáttaröðina Hvar er best að búa?. Fjölskyldunni líður vel í Freetown og Emma, 14 ára dóttir þeirra, segir Síerra Leóne vera sinn uppáhaldsstað í heiminum. En ýmislegt tekur á, meðal annars að fóta sig í tilveru þar sem meirihluta manna er bláfátækur. Eitt það erfiðasta sem þau hafa lent í, er þegar náið samstarfsfólk, hefur stolið frá þeim verðmætum. Eins og fram kemur í myndbrotinu sem hér fylgir. Höfum lært hvernig traust virkar „En traust er náttúrlega dálítið flókið fyrirbæri,“ segir Henry, „og sumir einstaklingar sem hafa verið mjög nánir okkur og verið mikið með okkur - við hefðum alveg getað treyst þeim fyrir lífi barnanna okkar en því miður höfum við ekki getað treyst þeim fyrir að hafa peninga aðgengilega. Við höfum lært það hér hvernig traust virkar.“ Regína segir það áfall að átta sig á að ekki sé hægt að treysta fólki sem er þér nákomið fyrir peningum. „Það tekur á að ganga í gegnum slíkt.“ Henry bætir við: „En maður þarf að skilja hvar maður er og hvernig líf fólks er hérna og freista þeirra ekki. Þetta er líka á okkar ábyrgð.“ Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Síerra Leóne Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Regína rekur þá augun í atvinnuauglýsingu sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Regína var þá forstöðumaður greiningardeildar Arion banka og Henry kenndi heimspeki við Háskóla Íslands og víðar. En þarna var auglýst draumastarfið, það vantaði framkvæmdastjóra Auroru Velgjörðarsjóðs fyrir Síerra Leóne. Regína, sem er þróunarhagfræðingur að mennt, sótti um og fékk starfið árið 2015. Framan af var hún og fjölskyldan að flakka á milli Íslands og Síerra Leóne en fyrir sjö árum ákváðu þau að flytja alfarið með börnin sín þrjú. Nú er hins vegar elsta dóttir þeirra flutt aftur til Íslands enda á leið í háskólanám. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar og höfuðborgin Freetown þar sem þau búa er að flestu, ef ekki öllu, leyti ákaflega ólík Reykjavík eins og Lóa Pind Aldísardóttir komst að þegar hún heimsótti fjölskylduna fyrir þáttaröðina Hvar er best að búa?. Fjölskyldunni líður vel í Freetown og Emma, 14 ára dóttir þeirra, segir Síerra Leóne vera sinn uppáhaldsstað í heiminum. En ýmislegt tekur á, meðal annars að fóta sig í tilveru þar sem meirihluta manna er bláfátækur. Eitt það erfiðasta sem þau hafa lent í, er þegar náið samstarfsfólk, hefur stolið frá þeim verðmætum. Eins og fram kemur í myndbrotinu sem hér fylgir. Höfum lært hvernig traust virkar „En traust er náttúrlega dálítið flókið fyrirbæri,“ segir Henry, „og sumir einstaklingar sem hafa verið mjög nánir okkur og verið mikið með okkur - við hefðum alveg getað treyst þeim fyrir lífi barnanna okkar en því miður höfum við ekki getað treyst þeim fyrir að hafa peninga aðgengilega. Við höfum lært það hér hvernig traust virkar.“ Regína segir það áfall að átta sig á að ekki sé hægt að treysta fólki sem er þér nákomið fyrir peningum. „Það tekur á að ganga í gegnum slíkt.“ Henry bætir við: „En maður þarf að skilja hvar maður er og hvernig líf fólks er hérna og freista þeirra ekki. Þetta er líka á okkar ábyrgð.“ Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Síerra Leóne Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira