Glódís Perla gefur treyjur sínar og skó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 09:30 Glódís Perla Viggósdóttir er bæði fyrirliði íslenska landsliðsins sem og stórliðs Bayern München. Getty/Karl Bridgeman Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemur heldur betur sterk inn fyrir „Einstök börn“ sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Glódís Perla er nú í miðju landsliðsverkefni með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem spilar við Serbíu á morgun í seinni leik þjóðanna í umspili um sæti i A-deild undankeppni næstu EM. Glódís var tilbúin að gefa treyjur og skó úr einkasafni sínu til að safna pening fyrir þetta mikilvæga málefni sem eru Einstök börn. Nú er hægt að bjóða í treyjur og skó eða kaupa miða í happadrætti þar sem eru í boði einstakir munir frá einum fremsta íþróttamanni þjóðarinnar. Á uppboðinu verða tvenn skópör Glódísar sem hún áritar fyrir vinningshafa. Þar verða einnig tvær landsliðstreyjur og ein treyja frá Bayern München þar sem Glódís er líka fyrirliði. Treyjurnar mun Glódís Perla árita. Þetta er landsliðstreyjan sem hún var í í leik Wales og Íslands 1. desember í fyrra og landsliðstreyjan sem hún var í þegar hún spilaði með Íslandi á móti Danmörku á Laugardalsvellinum í október. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í Þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París. Einnig var þetta 120. landsleikurinn minn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á uppboðssíðu treyju hennar úr leiknum við Dani en á síðunni með treyjunni úr Wales-leiknum sagði hún: „Wales leikinn unnum við 2-1 og tryggðum okkur í umspil um að spila áfram í A deild, hæstu deild þjóðardeildar UEFA,“ sagði Glódís. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ sagði Glódís um treyjuna frá Bayern München. Skórnir eru báðir Puma-landsliðsskór sem eru sérmerktir Glódís og einnig með íslenska fánann á sér. Það má finna allar upplýsingar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Uppboð.com (@uppbodcom) Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Sjá meira
Glódís Perla er nú í miðju landsliðsverkefni með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem spilar við Serbíu á morgun í seinni leik þjóðanna í umspili um sæti i A-deild undankeppni næstu EM. Glódís var tilbúin að gefa treyjur og skó úr einkasafni sínu til að safna pening fyrir þetta mikilvæga málefni sem eru Einstök börn. Nú er hægt að bjóða í treyjur og skó eða kaupa miða í happadrætti þar sem eru í boði einstakir munir frá einum fremsta íþróttamanni þjóðarinnar. Á uppboðinu verða tvenn skópör Glódísar sem hún áritar fyrir vinningshafa. Þar verða einnig tvær landsliðstreyjur og ein treyja frá Bayern München þar sem Glódís er líka fyrirliði. Treyjurnar mun Glódís Perla árita. Þetta er landsliðstreyjan sem hún var í í leik Wales og Íslands 1. desember í fyrra og landsliðstreyjan sem hún var í þegar hún spilaði með Íslandi á móti Danmörku á Laugardalsvellinum í október. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í Þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París. Einnig var þetta 120. landsleikurinn minn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á uppboðssíðu treyju hennar úr leiknum við Dani en á síðunni með treyjunni úr Wales-leiknum sagði hún: „Wales leikinn unnum við 2-1 og tryggðum okkur í umspil um að spila áfram í A deild, hæstu deild þjóðardeildar UEFA,“ sagði Glódís. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ sagði Glódís um treyjuna frá Bayern München. Skórnir eru báðir Puma-landsliðsskór sem eru sérmerktir Glódís og einnig með íslenska fánann á sér. Það má finna allar upplýsingar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Uppboð.com (@uppbodcom)
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Sjá meira