Vill heimild til að selja Íslandsbanka í útboði með áherslu á almenning Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 16:59 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Vísir/vilhelm Drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin fela í sér að ríkið ráðstafi eignarhlut sínum í Íslandsbanka með markaðssettu útboði og að sala til einstaklinga hafi forgang. Í samráðsgáttinni segir að samkvæmt drögunum sé ráðherra heimilað, að fenginni heimild Alþingis í fjárlögum, að ráðstafa þeim eignarhlut sem ríkissjóður á í Íslandsbanka. Frumvarpsdrögin geri ráð fyrir ráðstöfun eignarhlutar með markaðssettu útboði, einu eða fleirum. Þannig gefist almenningi kostur á að taka þátt. Drögin kveði á um að sala til einstaklinga hafi forgang. Með sölu eignarhlutarins verði unnt að lækka skuldir og vaxtabyrði ríkissjóðs sem ella þyrfti að fjármagna rekstur sinn með öðrum og kostnaðarsömum hætti. Salan aðkallandi til að lækka skuldahlutfall Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að forsögu þeirra megi rekja til yfirlýsingar forsvarsmanna ríkisstjórnarflokkanna frá 19. apríl 2023 um að ekki yrði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Fram að því hefði 35 prósent hlutur í bankanum verið seldur með frumútboði til almennings í júní 2021 og 22,5 prósent hlutur verið seldur með hröðuðu tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022. Fram hafi komið í yfirlýsingunni að til stæði að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður og innleitt yrði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í nýju fyrirkomulagi yrði lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og styrkari stoðir gagnsæis, jafnræðis og upplýsingagjafar til almennings. Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins standi yfir. Í gildandi fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir ráðstöfun á eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á árunum 2024 og 2025. Sala eignarhlutarins þyki nokkuð aðkallandi til að draga úr fjárhagslegri áhættu ríkissjóðs og stuðla að meginmarkmiðum stefnunnar í opinberum fjármálum um lækkun skuldahlutfalls ríkissjóðs. Nærtækast að fjármálaráðherra taki við Í greinargerðinni segir að með tilliti til þess að búið er að slá út af borðinu sölu af hálfu Bankasýslunnar sé sá kostur helst í stöðunni, með tilliti til ráðstöfunar á næstu misserum, að leggja til heimild til sölu Íslandsbanka undir stjórn fjármála- og efnahagsráðherra á grundvelli sérstakra laga. Með slíkri lagasetningu sé unnt að kveða á um af hálfu Alþingis hvaða söluaðferðir verði heimilaðar. Við val á aðferðum sé unnt að taka tillit til þess að bróðurpartur af eignarhaldi ríkisins hefur þegar verið losaður. Sú söluaðferð sem nú sé lögð til sé fullmarkaðssett útboð, það er opið útboð til allra fjárfesta. Íslandsbanki Fjármálamarkaðir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í samráðsgáttinni segir að samkvæmt drögunum sé ráðherra heimilað, að fenginni heimild Alþingis í fjárlögum, að ráðstafa þeim eignarhlut sem ríkissjóður á í Íslandsbanka. Frumvarpsdrögin geri ráð fyrir ráðstöfun eignarhlutar með markaðssettu útboði, einu eða fleirum. Þannig gefist almenningi kostur á að taka þátt. Drögin kveði á um að sala til einstaklinga hafi forgang. Með sölu eignarhlutarins verði unnt að lækka skuldir og vaxtabyrði ríkissjóðs sem ella þyrfti að fjármagna rekstur sinn með öðrum og kostnaðarsömum hætti. Salan aðkallandi til að lækka skuldahlutfall Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að forsögu þeirra megi rekja til yfirlýsingar forsvarsmanna ríkisstjórnarflokkanna frá 19. apríl 2023 um að ekki yrði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Fram að því hefði 35 prósent hlutur í bankanum verið seldur með frumútboði til almennings í júní 2021 og 22,5 prósent hlutur verið seldur með hröðuðu tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022. Fram hafi komið í yfirlýsingunni að til stæði að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður og innleitt yrði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í nýju fyrirkomulagi yrði lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og styrkari stoðir gagnsæis, jafnræðis og upplýsingagjafar til almennings. Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins standi yfir. Í gildandi fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir ráðstöfun á eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á árunum 2024 og 2025. Sala eignarhlutarins þyki nokkuð aðkallandi til að draga úr fjárhagslegri áhættu ríkissjóðs og stuðla að meginmarkmiðum stefnunnar í opinberum fjármálum um lækkun skuldahlutfalls ríkissjóðs. Nærtækast að fjármálaráðherra taki við Í greinargerðinni segir að með tilliti til þess að búið er að slá út af borðinu sölu af hálfu Bankasýslunnar sé sá kostur helst í stöðunni, með tilliti til ráðstöfunar á næstu misserum, að leggja til heimild til sölu Íslandsbanka undir stjórn fjármála- og efnahagsráðherra á grundvelli sérstakra laga. Með slíkri lagasetningu sé unnt að kveða á um af hálfu Alþingis hvaða söluaðferðir verði heimilaðar. Við val á aðferðum sé unnt að taka tillit til þess að bróðurpartur af eignarhaldi ríkisins hefur þegar verið losaður. Sú söluaðferð sem nú sé lögð til sé fullmarkaðssett útboð, það er opið útboð til allra fjárfesta.
Íslandsbanki Fjármálamarkaðir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira