Vilja rannsaka ummerki Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 11:11 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að gera rannsókn á ummerkjum Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finni blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þingsályktunartillögu þeirra sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þingmennirnir sem um ræðir eru þau Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason. Í tillögu þeirra leggja þingmennirnir til að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um Tyrkjaránið í tilefni þess að árið 2027 verði fjögur hundruð ár liðin frá Tyrkjaráninu 1627. Það er þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmennirnir voru frá Marokkó og Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum. Hátt í fjögur hundruð Íslendingar voru numdir á brott sem þrælar til Marokkó og Alsír og hátt í fimmtíu drepnir eða limlestir. Minnisvarði í Vestmannaeyjum Segja þingmennirnir í tillögu sinni að Íslensk erfðagreining hafi reynslu af því að leita að litningabútum úr erfðamengi framandi einstaklinga sem blönduðust íslenskri þjóð á öldum áður. Sagan um Hans Jónatan sé líklega best þekkta dæmið. Segja þingmennirnir að málið hafi verið rætt við Íslenska erfðagreiningu og að fyrirtækið hafi tekið vel í tillöguna. Lagt er til að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar í Vestmannaeyjum þann 16. júlí árið 2027. Ennfremur leggja þingmennirnir til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins hafi verið langmest, verði reistur minnisvarði um viðburðinn, sem þingmennirnir segja að hafi verið heimssögulegur. Hann verði afhjúpaður sama dag, þann 16. júlí að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, Danmörk, Holland, Alsír, Marokkó auk fleiri landa. Þingmennirnir leggja til að nefndin efni til hönnunarsamkeppni um minnisvarðann og annist síðan kaup á sigurverkinu. Nefndin stofni auk þess fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Sjóðurinn starfi tímabundið og styrki fræðsluverkefni um Tyrkjaránið í hlutaðeigandi sveitarfélögum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík á árinu 2027. Vestmannaeyjar Grindavík Múlaþing Alþingi Alsír Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þingsályktunartillögu þeirra sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þingmennirnir sem um ræðir eru þau Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason. Í tillögu þeirra leggja þingmennirnir til að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um Tyrkjaránið í tilefni þess að árið 2027 verði fjögur hundruð ár liðin frá Tyrkjaráninu 1627. Það er þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmennirnir voru frá Marokkó og Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum. Hátt í fjögur hundruð Íslendingar voru numdir á brott sem þrælar til Marokkó og Alsír og hátt í fimmtíu drepnir eða limlestir. Minnisvarði í Vestmannaeyjum Segja þingmennirnir í tillögu sinni að Íslensk erfðagreining hafi reynslu af því að leita að litningabútum úr erfðamengi framandi einstaklinga sem blönduðust íslenskri þjóð á öldum áður. Sagan um Hans Jónatan sé líklega best þekkta dæmið. Segja þingmennirnir að málið hafi verið rætt við Íslenska erfðagreiningu og að fyrirtækið hafi tekið vel í tillöguna. Lagt er til að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar í Vestmannaeyjum þann 16. júlí árið 2027. Ennfremur leggja þingmennirnir til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins hafi verið langmest, verði reistur minnisvarði um viðburðinn, sem þingmennirnir segja að hafi verið heimssögulegur. Hann verði afhjúpaður sama dag, þann 16. júlí að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, Danmörk, Holland, Alsír, Marokkó auk fleiri landa. Þingmennirnir leggja til að nefndin efni til hönnunarsamkeppni um minnisvarðann og annist síðan kaup á sigurverkinu. Nefndin stofni auk þess fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Sjóðurinn starfi tímabundið og styrki fræðsluverkefni um Tyrkjaránið í hlutaðeigandi sveitarfélögum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík á árinu 2027.
Vestmannaeyjar Grindavík Múlaþing Alþingi Alsír Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira