Um áhyggjur Guðmundur Arnar Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2024 08:30 Áhyggjum má skipta í litlar og miklar. Miklar áhyggjur trufla daglegt líf mikið en litlar lítið. Sumir hafa miklar áhyggjur af því sem aðrir hafa litlar áhyggjur af og öfugt. Þar af leiðandi er ekki hægt að gefa sér að ákveðnar áhyggjur séu litlar og aðrar miklar. Áhyggjur eru stundum eins og biluð plata. Áhyggjur spretta stundum fram eins og gorkúlur. Allar eru þær ágengar. Litlar áhyggjur eru eins og börn sem suða í þér um að fá annan ís, miklar áhyggjur eins og sölumenn dauðans sem hafa hag af að ná til þín. Þær trufla einbeitinguna, þú missir sjónar af því sem er mikilvægt. Hvað á að gera við áhyggjur? Sumar áhyggjur geturðu auðveldlega hrist af þér. Þú getur hlegið að þeim og snúið þér aftur að því sem þú varst að fást við. Ef þú upplifir ónotalega tilfinningu í tengslum við áhyggjur þínar, skaltu viðurkenna tilfinninguna og vonandi geturðu svo snúið þér að verkefni þínu. Stundum þarftu samt að gefa þér tíma til að skoða áhyggjurnar og gá hvort þær standist skoðun. Ef þú hefur áhyggjur af því að þér sé ekki að takast að framkvæma eitthvað eins vel og þú vilt er gott að skrifa á raunsæjan hátt um framgöngu þína. Hvað gengur vel og hvað má betur fara? Gerðu síðan breytingar til batnaðar. Ef þú komst illa fram við einhvern þá er gott að þú hafir miklar áhyggjur af því hvernig viðkomandi líði. Kannski er best að hafa samband, kannski ekki, það fer eftir aðstæðum. Það mikilvægasta er að einsetja sér að bæta hegðun sína og halda áfram. Ef þú hefur áhyggjur af því að einhverjum líki ekki við þig, mundu þá að ekki er hægt að stjórna því hvað öðrum finnst um þig. Í einhverjum tilvikum á við að losa um spennu sem hefur myndast á milli þín og viðkomandi með því að ræða málin. Stundum líkar einhverjum illa við þig og þú getur ekkert gert í því. Í mörgum tilvikum eru áhyggjurnar þó uppblásnar og standast ekki skoðun. Fólk er ekki að pæla eins mikið í þér og þú heldur. Áhyggjur eru stundum mikilvæg áminning um að breyta hegðun, viðvörunarljós eftir hrapaleg mistök, en oftast eru áhyggjur gruggugt baðvatn sem brúnaþung manneskja hrærir í með priki. Ný hugmynd streymir til þín eins og vatn úr sturtuhaus. Hvað ætlarðu að gera við nýju hugmyndina? Skrifa sögu? Höfundur er heimspekikennari í Réttarholtsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Sjá meira
Áhyggjum má skipta í litlar og miklar. Miklar áhyggjur trufla daglegt líf mikið en litlar lítið. Sumir hafa miklar áhyggjur af því sem aðrir hafa litlar áhyggjur af og öfugt. Þar af leiðandi er ekki hægt að gefa sér að ákveðnar áhyggjur séu litlar og aðrar miklar. Áhyggjur eru stundum eins og biluð plata. Áhyggjur spretta stundum fram eins og gorkúlur. Allar eru þær ágengar. Litlar áhyggjur eru eins og börn sem suða í þér um að fá annan ís, miklar áhyggjur eins og sölumenn dauðans sem hafa hag af að ná til þín. Þær trufla einbeitinguna, þú missir sjónar af því sem er mikilvægt. Hvað á að gera við áhyggjur? Sumar áhyggjur geturðu auðveldlega hrist af þér. Þú getur hlegið að þeim og snúið þér aftur að því sem þú varst að fást við. Ef þú upplifir ónotalega tilfinningu í tengslum við áhyggjur þínar, skaltu viðurkenna tilfinninguna og vonandi geturðu svo snúið þér að verkefni þínu. Stundum þarftu samt að gefa þér tíma til að skoða áhyggjurnar og gá hvort þær standist skoðun. Ef þú hefur áhyggjur af því að þér sé ekki að takast að framkvæma eitthvað eins vel og þú vilt er gott að skrifa á raunsæjan hátt um framgöngu þína. Hvað gengur vel og hvað má betur fara? Gerðu síðan breytingar til batnaðar. Ef þú komst illa fram við einhvern þá er gott að þú hafir miklar áhyggjur af því hvernig viðkomandi líði. Kannski er best að hafa samband, kannski ekki, það fer eftir aðstæðum. Það mikilvægasta er að einsetja sér að bæta hegðun sína og halda áfram. Ef þú hefur áhyggjur af því að einhverjum líki ekki við þig, mundu þá að ekki er hægt að stjórna því hvað öðrum finnst um þig. Í einhverjum tilvikum á við að losa um spennu sem hefur myndast á milli þín og viðkomandi með því að ræða málin. Stundum líkar einhverjum illa við þig og þú getur ekkert gert í því. Í mörgum tilvikum eru áhyggjurnar þó uppblásnar og standast ekki skoðun. Fólk er ekki að pæla eins mikið í þér og þú heldur. Áhyggjur eru stundum mikilvæg áminning um að breyta hegðun, viðvörunarljós eftir hrapaleg mistök, en oftast eru áhyggjur gruggugt baðvatn sem brúnaþung manneskja hrærir í með priki. Ný hugmynd streymir til þín eins og vatn úr sturtuhaus. Hvað ætlarðu að gera við nýju hugmyndina? Skrifa sögu? Höfundur er heimspekikennari í Réttarholtsskóla.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun