Vinna að því að staðsetja lekann en umfang skemmda óþekkt Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 12:31 Hraun rann yfir lögnina í eldgosinu þann 8. febrúar. Vísir/Björn Steinbekk Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins. Mikill leki er í stofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur, sem og í dreifikerfi bæjarins. Lekinn er tilkominn vegna hraunsins sem rann yfir lögnina í eldgosinu þann 14. janúar síðastliðinn nærri Grindavík. Það er ekki vitað nákvæmlega hvar lögnin lekur en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, er unnið dag og nótt við að staðsetja hann. „Fyrst um sinn var skoðað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að byrja á því að grafa ofan í nýja hraunið sem rann yfir lögnina um miðjan janúar þar sem talið er að lekinn sé. Sú framkvæmd er hafin og gera má ráð fyrir því að þetta taki einhvern tíma, jafnvel nokkra daga, að finna lekann. Þá bindum við vonir við að mögulegt verði að gera við lekann á lögninni,“ segir Sigrún. Helmingur af vatninu tapast Lekinn veldur því að um helmingur vatnsins sem streymir frá Svartsengi til Grindavíkur tapast á leiðinni. Þrýstingur á heitu vatni í bænum er því frekar lágur. „Það er enn að berast hátt í helmingur af heita vatninu sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi. Það er hiti á flestum húsum í Grindavík, þrátt fyrir að þrýstingurinn sé takmarkaður. Vel hefur gengið að gera við helstu leka sem vitað er um í bænum,“ segir Sigrún. Hefur ekki áhrif á Bláa lónið Lekinn hefur eingöngu áhrif á Grindavík en ekki önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eða starfsemi á Svartsengissvæðinu, til að mynda í Bláa lóninu. Teljið þið lekann vera bundinn við einn stað á lögninni eða gæti þetta verið stór kafli? „Það er í rauninni ómögulegt að segja til um það. Við bindum vonir við að það sé ekki leki á mörgum stöðum en þessi framkvæmd við að staðsetja lekann mun leiða það í ljós hversu víðtækur lekinn er,“ segir Sigrún. Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Mikill leki er í stofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur, sem og í dreifikerfi bæjarins. Lekinn er tilkominn vegna hraunsins sem rann yfir lögnina í eldgosinu þann 14. janúar síðastliðinn nærri Grindavík. Það er ekki vitað nákvæmlega hvar lögnin lekur en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, er unnið dag og nótt við að staðsetja hann. „Fyrst um sinn var skoðað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að byrja á því að grafa ofan í nýja hraunið sem rann yfir lögnina um miðjan janúar þar sem talið er að lekinn sé. Sú framkvæmd er hafin og gera má ráð fyrir því að þetta taki einhvern tíma, jafnvel nokkra daga, að finna lekann. Þá bindum við vonir við að mögulegt verði að gera við lekann á lögninni,“ segir Sigrún. Helmingur af vatninu tapast Lekinn veldur því að um helmingur vatnsins sem streymir frá Svartsengi til Grindavíkur tapast á leiðinni. Þrýstingur á heitu vatni í bænum er því frekar lágur. „Það er enn að berast hátt í helmingur af heita vatninu sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi. Það er hiti á flestum húsum í Grindavík, þrátt fyrir að þrýstingurinn sé takmarkaður. Vel hefur gengið að gera við helstu leka sem vitað er um í bænum,“ segir Sigrún. Hefur ekki áhrif á Bláa lónið Lekinn hefur eingöngu áhrif á Grindavík en ekki önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eða starfsemi á Svartsengissvæðinu, til að mynda í Bláa lóninu. Teljið þið lekann vera bundinn við einn stað á lögninni eða gæti þetta verið stór kafli? „Það er í rauninni ómögulegt að segja til um það. Við bindum vonir við að það sé ekki leki á mörgum stöðum en þessi framkvæmd við að staðsetja lekann mun leiða það í ljós hversu víðtækur lekinn er,“ segir Sigrún.
Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira