Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát Boði Logason skrifar 18. febrúar 2024 07:00 Júlíus Víðir Guðnason er viðmælandi í nýjasta þættinum af Útkalli „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ Þetta segir Júlíus Víðir Guðnason, háseti á flutningaskipinu Suðurlandi, í nýjasta Útkallsþættinum. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti eftir að skip þeirra sökk norðan við heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir stóðu í sparifötunum einum í sjó upp í hné og stundum klof í fjórtán klukkustundir. Sex félagar þeirra fórust. Klippa: Útkall - Suðurlandið sökkur Stórkostleg björgun danska sjóhersins Júlíus lýsir því þegar mikið högg kom á skipið þegar áhöfnin var búin að taka upp jólapakkana. Eftir það fór Suðurlandið að halla og svo fóru allir ellefu skipverjarnir í sjóinn – engir flotgallar voru um borð. Átta komust í gúmmíbát, sem var lekur, en þrír náðu því ekki. Undir morgun voru aðeins fimm skipbrotsmenn enn á lífi. Engar björgunarþyrlur var hægt að senda af stað, hvorki frá Íslandi, Noregi eða Bretlandseyjum, en danska varðskipið Vædderen lagði af stað frá Færeyjum og sendi svo þyrlu af stað þegar hún var komin í flugdrægi við slysstað upp úr hádegi á jóladag. Þá voru fimmmenningarnir aðframkomnir. Eftir björgun þeirra hófst kapphlaup við tímann um að þyrlan næði aftur til skipsins. Tókst að lenda henni á þilfari Vædderen í miklum veltingi þegar örfáar mínútur voru eftir af eldsneytisbirgðum þyrlunnar. Myndefni tengt þessum atburðum er í þættinum. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Þetta segir Júlíus Víðir Guðnason, háseti á flutningaskipinu Suðurlandi, í nýjasta Útkallsþættinum. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti eftir að skip þeirra sökk norðan við heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir stóðu í sparifötunum einum í sjó upp í hné og stundum klof í fjórtán klukkustundir. Sex félagar þeirra fórust. Klippa: Útkall - Suðurlandið sökkur Stórkostleg björgun danska sjóhersins Júlíus lýsir því þegar mikið högg kom á skipið þegar áhöfnin var búin að taka upp jólapakkana. Eftir það fór Suðurlandið að halla og svo fóru allir ellefu skipverjarnir í sjóinn – engir flotgallar voru um borð. Átta komust í gúmmíbát, sem var lekur, en þrír náðu því ekki. Undir morgun voru aðeins fimm skipbrotsmenn enn á lífi. Engar björgunarþyrlur var hægt að senda af stað, hvorki frá Íslandi, Noregi eða Bretlandseyjum, en danska varðskipið Vædderen lagði af stað frá Færeyjum og sendi svo þyrlu af stað þegar hún var komin í flugdrægi við slysstað upp úr hádegi á jóladag. Þá voru fimmmenningarnir aðframkomnir. Eftir björgun þeirra hófst kapphlaup við tímann um að þyrlan næði aftur til skipsins. Tókst að lenda henni á þilfari Vædderen í miklum veltingi þegar örfáar mínútur voru eftir af eldsneytisbirgðum þyrlunnar. Myndefni tengt þessum atburðum er í þættinum. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira