Innlent

Eftir­­lits­­mönnum MAST hótað af starfs­­mönnum mat­væla­­fyrir­­­tækis

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hrönn Ólína Jörundsdóttir er framkvæmdastjóri Matvælastofnunar.
Hrönn Ólína Jörundsdóttir er framkvæmdastjóri Matvælastofnunar. vísir/egill

Matvælastofnun (MAST) hefur kært hótun gagnvart eftirlitsmönnum stofnunarinnar til lögreglu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef MAST. Þar segir að eftirlitsmennirnir hafi verið við reglubundið eftirlit hjá matvælafyrirtæki en ekki er tekið fram í hverju hótanirnar fólust eða hvert fyrirtækið er. 

„Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfs skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Jafnframt segir að beita megi sektum ef brot er smáfellt,“ segir í tilkynningunni. 

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×