Vill verða formaður FEB Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2024 14:05 Sigurður Ágúst Sigurðsson lét nýverið af störum sem forstjóri Happdrættis DAS. Aðsend Sigurður Ágúst Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri DAS, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB). Aðalfundur félagsins sem fram fer hinn 21. febrúar. Greint er frá framboðinu í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi víðtæka reynslu í aðkomu að uppbyggingu dvalarheimila á vegum Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, en síðastliðin þrjátíu ár hafi Sjómannadagsráð staðið fyrir uppbyggingu fimm hundruð öryggis- og þjónustuíbúða og átta hjúkrunarheimila. „Hann lét nýverið af störfum sem forstjóri Happdrættis DAS, en hann gegndi því starfi í 33 ár og sat stjórnarfundi Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Áður starfaði hann sem aðalbókari Hrafnistuheimilanna og sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur (nú SHS). Sigurður er fæddur árið 1953 og ólst upp í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Hann er kvæntur Guðrúnu B. Björnsdóttur læknaritara og eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn. Sigurður útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands og er með próf frá Háskólanum í Reykjavík í fjármálum og rekstri. Sigurður situr í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða en hann hefur enn fremur víðtæka reynslu af stjórnar- og nefndarstörfum. Þá hefur hann setið í fjölda nefnda á vegum dómsmálaráðuneytisins vegna starfa sinna fyrir happdrætti DAS. Enn fremur hefur Sigurður komið að starfi íþróttahreyfingarinnar, en hann var formaður handknattleiksdeildar ÍR í 4 ár og leikmaður meistaraflokks ÍR og KA í handbolta á yngri árum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurði að verði hann kjörinn formaður FEB muni hann leggja mitt að mörkum til að viðhalda og bæta það góða félagsstarf sem nú sé rekið innan félagsins. „Þá mun ég berjast gegn því óréttlæti sem eldri borgurum er sýnt á allt of mörgum sviðum, en draga verður verulega úr tekjuskerðingum þess hóps sem fær ellilífeyrir almannatrygginga frá Tryggingastofnun,“ segir Sigurður og bætir við: „Jafnframt er nauðsynlegt að fleiri úrræði verði í boði í húsnæðismálum aldraða í framtíðinni, en lífaldur fólks fer hækkandi og eldra fólki fjölgandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Greint er frá framboðinu í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi víðtæka reynslu í aðkomu að uppbyggingu dvalarheimila á vegum Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, en síðastliðin þrjátíu ár hafi Sjómannadagsráð staðið fyrir uppbyggingu fimm hundruð öryggis- og þjónustuíbúða og átta hjúkrunarheimila. „Hann lét nýverið af störfum sem forstjóri Happdrættis DAS, en hann gegndi því starfi í 33 ár og sat stjórnarfundi Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Áður starfaði hann sem aðalbókari Hrafnistuheimilanna og sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur (nú SHS). Sigurður er fæddur árið 1953 og ólst upp í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Hann er kvæntur Guðrúnu B. Björnsdóttur læknaritara og eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn. Sigurður útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands og er með próf frá Háskólanum í Reykjavík í fjármálum og rekstri. Sigurður situr í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða en hann hefur enn fremur víðtæka reynslu af stjórnar- og nefndarstörfum. Þá hefur hann setið í fjölda nefnda á vegum dómsmálaráðuneytisins vegna starfa sinna fyrir happdrætti DAS. Enn fremur hefur Sigurður komið að starfi íþróttahreyfingarinnar, en hann var formaður handknattleiksdeildar ÍR í 4 ár og leikmaður meistaraflokks ÍR og KA í handbolta á yngri árum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurði að verði hann kjörinn formaður FEB muni hann leggja mitt að mörkum til að viðhalda og bæta það góða félagsstarf sem nú sé rekið innan félagsins. „Þá mun ég berjast gegn því óréttlæti sem eldri borgurum er sýnt á allt of mörgum sviðum, en draga verður verulega úr tekjuskerðingum þess hóps sem fær ellilífeyrir almannatrygginga frá Tryggingastofnun,“ segir Sigurður og bætir við: „Jafnframt er nauðsynlegt að fleiri úrræði verði í boði í húsnæðismálum aldraða í framtíðinni, en lífaldur fólks fer hækkandi og eldra fólki fjölgandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira