Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 17:13 Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir hugmyndir um að byggja húsnæði fyrir eldri borgara í Gunnarshólma ekki góðar. Vísir/Arnar Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. „Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs um uppbyggingu í Gunnarshólma. „Þetta gengur eiginlega þvert á allt það sem verið er að leggja áherslu á, sem sagt lífsgæðakjarnar og annað slíkt þar sem er verið að huga að því að blanda saman aldurshópum og ýmsum möguleikum til afþreyingar,“ bætir hann við. Vísir fjallaði í gær um gagnrýni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Sigurbjörg sagði málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. Spurði hvort ætti ekki að girða fólkið af Helgi segir að sér hugnist ekki að komið sé fram við eldra fólk eins og einingu sem hægt sé að henda niður þar sem menn telja það henta. „Ég leyfi mér að draga í efa að þessi hópur fólks hafi hugsað sérstaklega og ítarlega um velferð eldra fólks og þessi hugmynd lýsir ekki því hugarfari,“ segir hann og bætir við „Þetta eru menn sem eru með hugmyndir um fasteignaviðskipti og annað slíkt.“ „Þau komu til okkar og presenteruðu þessa hugmynd í fyrra og ég hafði ekkert um þetta mál að segja nema ég spurði hvort þau vildu ekki passa vandlega að girða þetta af með háum girðingum og svo væri hægt að hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan,“ segir Helgi „Þetta er vond hugmynd“ „Við höfum ekki ályktað neitt um þetta en það hafa margir úr okkar hópi tjáð sig um þetta og það er mjög eindregið að mönnum líst ekkert á þetta. Þetta er vond hugmynd Liggur eitthvað fyrir að álykta um þetta eða senda ykkar athugasemd um þetta? „Nei, þetta er náttúrulega bara einhver bissnesshugmynd út í bæ og hvað mig varðar nær það ekkert lengra,“ segir Helgi. „Mér þykir samt leitt að svona umræða og hugmyndavinna fari af stað og að fólk haldi að þetta sé það sem eldri fólk er að biðja um. Mér sárnar það,“ segir hann. Ekki náðist í Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, við skrif fréttarinnar. Eldri borgarar Kópavogur Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs um uppbyggingu í Gunnarshólma. „Þetta gengur eiginlega þvert á allt það sem verið er að leggja áherslu á, sem sagt lífsgæðakjarnar og annað slíkt þar sem er verið að huga að því að blanda saman aldurshópum og ýmsum möguleikum til afþreyingar,“ bætir hann við. Vísir fjallaði í gær um gagnrýni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Sigurbjörg sagði málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. Spurði hvort ætti ekki að girða fólkið af Helgi segir að sér hugnist ekki að komið sé fram við eldra fólk eins og einingu sem hægt sé að henda niður þar sem menn telja það henta. „Ég leyfi mér að draga í efa að þessi hópur fólks hafi hugsað sérstaklega og ítarlega um velferð eldra fólks og þessi hugmynd lýsir ekki því hugarfari,“ segir hann og bætir við „Þetta eru menn sem eru með hugmyndir um fasteignaviðskipti og annað slíkt.“ „Þau komu til okkar og presenteruðu þessa hugmynd í fyrra og ég hafði ekkert um þetta mál að segja nema ég spurði hvort þau vildu ekki passa vandlega að girða þetta af með háum girðingum og svo væri hægt að hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan,“ segir Helgi „Þetta er vond hugmynd“ „Við höfum ekki ályktað neitt um þetta en það hafa margir úr okkar hópi tjáð sig um þetta og það er mjög eindregið að mönnum líst ekkert á þetta. Þetta er vond hugmynd Liggur eitthvað fyrir að álykta um þetta eða senda ykkar athugasemd um þetta? „Nei, þetta er náttúrulega bara einhver bissnesshugmynd út í bæ og hvað mig varðar nær það ekkert lengra,“ segir Helgi. „Mér þykir samt leitt að svona umræða og hugmyndavinna fari af stað og að fólk haldi að þetta sé það sem eldri fólk er að biðja um. Mér sárnar það,“ segir hann. Ekki náðist í Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, við skrif fréttarinnar.
Eldri borgarar Kópavogur Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10