Skorti sönnunargögn gegn stjúpafa á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 16:48 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm karlmanns sem stundaði það að taka myndir stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum ýmist nöktum eða klæðalitlum. Hann fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm í héraði en Landsréttur taldi ekki sönnun komna fram hvað varðaði öll ákæruatriðin. Karlmaðurinn var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur fyrir að hafa á árunum 2009 til 2013 áreitt unga stúlku, stjúpbarnabarn sitt, með því að hafa ítrekað haldið um kynfæri hennar utan klæða þar sem hún lá við hlið hans í rúminu og í tvö til þrjú skipti fært þá litlu upp á sig svo að hún lægi með bringuna upp við kynfæri hans utan klæða. Þá var hann einnig sakfelldur í héraði fyrir að hafa tekið mynd af fullorðinni stjúpdóttur sinni árið 2018 þar sem hún lá sofandi, nakin að neðan. Um leið fyrir að hafa tekið mynd af dóttur hennar nakinni og fáklæddri auk þess að hafa haft allar þessar myndir í vörslu sinni sem voru taldar sýna börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Landsréttur sá málið öðrum augum en í héraði og sýknaði manninn af kynferðisbroti gegn stjúpbarnabarninu vegna skorts á sönnunargögnum. Að frátalinni frásögn stúlkunnar, sem í dag er orðin tvítug, og stjúpafans væru engin sönnunargögn. Ekkert vitnanna hefði getað sagt frá því sem gerðist frá fyrstu hendi heldur tengdust fólkinu fjölskylduböndum. Móðir stúlkunnar greindi frá því að dóttir hennar hefði sýnt af sér óeðlilega kynferðislega hegðun og hefði hún leitað ráðgjafar í Barnahúsi af því tilefni. Í gögnum lá hins vegar ekkert fyrir um samskipti við Barnahús eða mat starfsfólks á hegðun barnsins. Önnur vitni hefðu ekki verið leidd fram. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Þá var hann einnig sýknaður af því að hafa haft myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt samkvæmt skilningi laganna. Var dómurinn úr héraði að öðru leyti staðfestur. Sex mánaða skilorðsbundinn dómur var talinn hæfileg refsing. Var hann dæmdur til að greiða mæðgunum samanlagt 1,3 milljónir króna í miskabætur. Dómur Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. 12. desember 2022 20:08 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Karlmaðurinn var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur fyrir að hafa á árunum 2009 til 2013 áreitt unga stúlku, stjúpbarnabarn sitt, með því að hafa ítrekað haldið um kynfæri hennar utan klæða þar sem hún lá við hlið hans í rúminu og í tvö til þrjú skipti fært þá litlu upp á sig svo að hún lægi með bringuna upp við kynfæri hans utan klæða. Þá var hann einnig sakfelldur í héraði fyrir að hafa tekið mynd af fullorðinni stjúpdóttur sinni árið 2018 þar sem hún lá sofandi, nakin að neðan. Um leið fyrir að hafa tekið mynd af dóttur hennar nakinni og fáklæddri auk þess að hafa haft allar þessar myndir í vörslu sinni sem voru taldar sýna börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Landsréttur sá málið öðrum augum en í héraði og sýknaði manninn af kynferðisbroti gegn stjúpbarnabarninu vegna skorts á sönnunargögnum. Að frátalinni frásögn stúlkunnar, sem í dag er orðin tvítug, og stjúpafans væru engin sönnunargögn. Ekkert vitnanna hefði getað sagt frá því sem gerðist frá fyrstu hendi heldur tengdust fólkinu fjölskylduböndum. Móðir stúlkunnar greindi frá því að dóttir hennar hefði sýnt af sér óeðlilega kynferðislega hegðun og hefði hún leitað ráðgjafar í Barnahúsi af því tilefni. Í gögnum lá hins vegar ekkert fyrir um samskipti við Barnahús eða mat starfsfólks á hegðun barnsins. Önnur vitni hefðu ekki verið leidd fram. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Þá var hann einnig sýknaður af því að hafa haft myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt samkvæmt skilningi laganna. Var dómurinn úr héraði að öðru leyti staðfestur. Sex mánaða skilorðsbundinn dómur var talinn hæfileg refsing. Var hann dæmdur til að greiða mæðgunum samanlagt 1,3 milljónir króna í miskabætur. Dómur Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. 12. desember 2022 20:08 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. 12. desember 2022 20:08