Nígería í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 19:52 Victor Osimhen og félagar hans eru komnir í úrslit Afríkukeppninnar. Vísir/Getty Nígería er komið í úrslitaleik Afríkukeppninnar eftir dramatískan sigur á Suður-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem Nígería kemst í úrslitaleikinn. Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var tíðindalítill en um miðjan síðari hálfleikinn fengu Nígeríumenn vítaspyrnu eftir góðan sprett Victor Osimhen sem fór framhjá þremur leikmönnum Suður-Afríku áður en hann var tekinn niður í teignum. Á vítapunktinn steig William Troost-Ekong og hann skoraði naumlega en boltinn fór undir Ronwen Williams í marki Suður-Afríku. Það var allt sem stefndi í sigur Nígeríu og þegar örfáar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst þeim að skora á nýjan leik og sæti í úrslitaleiknum virtist í höfn. Þá tók VAR hins vegar við stjórnartaumunum. Myndbandsdómari skoðaði atvik sem varð í teig Nígeríumanna rétt áður en þeir skoruðu og niðurstaðan var sú að markið var dæmt af og í staðinn fengu Suður-Afríkumenn vítaspyrnu. Teboho Mokoena steig fram fyrir skjöldu og skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1. Því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fengu bæði lið tækifæri til að skora. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fékk Gomolemo Kekana rautt spjald fyrir að taka Terem Moffi niður sem slapp í gegnum vörn Suður-Afríku. Nígeríumönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Suður-Afríkumenn klikkuðu tvisvar í fyrstu þremur umferðunum og Nígeríumenn einu sinni. Suður-Afríka skoraði úr sinni fjórðu spyrnu en það gerði Kelechi Ihenacho líka fyrir Nígeríu og tryggði liðinu því sæti í úrslitum Afríkukeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Fílabeinsströndin eða Kongó sem verður andstæðingur Nígeríu í úrslitum. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var tíðindalítill en um miðjan síðari hálfleikinn fengu Nígeríumenn vítaspyrnu eftir góðan sprett Victor Osimhen sem fór framhjá þremur leikmönnum Suður-Afríku áður en hann var tekinn niður í teignum. Á vítapunktinn steig William Troost-Ekong og hann skoraði naumlega en boltinn fór undir Ronwen Williams í marki Suður-Afríku. Það var allt sem stefndi í sigur Nígeríu og þegar örfáar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst þeim að skora á nýjan leik og sæti í úrslitaleiknum virtist í höfn. Þá tók VAR hins vegar við stjórnartaumunum. Myndbandsdómari skoðaði atvik sem varð í teig Nígeríumanna rétt áður en þeir skoruðu og niðurstaðan var sú að markið var dæmt af og í staðinn fengu Suður-Afríkumenn vítaspyrnu. Teboho Mokoena steig fram fyrir skjöldu og skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1. Því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fengu bæði lið tækifæri til að skora. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fékk Gomolemo Kekana rautt spjald fyrir að taka Terem Moffi niður sem slapp í gegnum vörn Suður-Afríku. Nígeríumönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Suður-Afríkumenn klikkuðu tvisvar í fyrstu þremur umferðunum og Nígeríumenn einu sinni. Suður-Afríka skoraði úr sinni fjórðu spyrnu en það gerði Kelechi Ihenacho líka fyrir Nígeríu og tryggði liðinu því sæti í úrslitum Afríkukeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Fílabeinsströndin eða Kongó sem verður andstæðingur Nígeríu í úrslitum.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira