Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2024 11:56 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit hafði lengi stefnt að því að eignast Zodiak-bát. Sveitin fékk styrk frá FISK og draumurinn var að rætast en þau lentu í svikahröppum. Svo virðist sem þeir hjá Sportbátum stundi að fá greitt fyrir vörurnar en afhenda þær ekki. Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. Skagfirðingasveit hafði safnað fyrir bátnum lengi og náði fyrir ári síðan þeim merka áfanga að fá styrk frá sjávarútvegsfyrirtækinu FISK fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. „Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Þetta er það sem upp kemur þegar reynt er að fá upplýsingar um Zodiak-báta hjá fyrirtækinu Sportbátum, á heimasíðunni sportbatar.is. Síðan var virk í gær en virðist nú liggja niðri. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og hún segir ótrúlega sorglegt að lenda í svona fyrir sjálfboðaliðasamtök. „En fyrst og fremst viljum við koma þessum skilaboðum áleiðis til að minnka líkurnar á að fleiri lendi í þessu,“ sagir Hafdís í samtali við Vísi. Margir hafa sett sig í samband við hana eftir að þessi ósvífnu svik fóru að spyrjast og hefur hún heimildir fyrir því að slóðin liggi eftir fyrirtækið Sportbáta. Enn sé reynt að selja báta í gegnum heimasíðuna og Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá reyni forsvarsmaður fyrirtækisins enn að telja fólki trú um að bátarnir séu á leiðinni til landsins. Þau séu hins vegar með það staðfest að Zodiac hafi hætt viðskiptum við Sportbáta. Þar svaraði ekki þegar Vísir reyndi að ná tali af forvígismönnum fyrirtækisins. Að sögn Hafdísar eru lögmenn björgunarsveitanna komnir í málið fyrir hönd sveitarinnar en ljóst sé að tapið hjá Skagfirðingasveit sé gríðarstórt og mikið högg. „Fyrir sjálfboðaliða, jafnt fjárhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bát til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá var félagið Knarrvogur ehf., sem rekur Sportbáta, úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Sigurður Lúther Gestsson og Svanhildur Ingibjörnsdóttir eru skráð fyrir fyrirtækinu. Ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Björgunarsveitir Skagafjörður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Skagfirðingasveit hafði safnað fyrir bátnum lengi og náði fyrir ári síðan þeim merka áfanga að fá styrk frá sjávarútvegsfyrirtækinu FISK fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. „Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Þetta er það sem upp kemur þegar reynt er að fá upplýsingar um Zodiak-báta hjá fyrirtækinu Sportbátum, á heimasíðunni sportbatar.is. Síðan var virk í gær en virðist nú liggja niðri. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og hún segir ótrúlega sorglegt að lenda í svona fyrir sjálfboðaliðasamtök. „En fyrst og fremst viljum við koma þessum skilaboðum áleiðis til að minnka líkurnar á að fleiri lendi í þessu,“ sagir Hafdís í samtali við Vísi. Margir hafa sett sig í samband við hana eftir að þessi ósvífnu svik fóru að spyrjast og hefur hún heimildir fyrir því að slóðin liggi eftir fyrirtækið Sportbáta. Enn sé reynt að selja báta í gegnum heimasíðuna og Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá reyni forsvarsmaður fyrirtækisins enn að telja fólki trú um að bátarnir séu á leiðinni til landsins. Þau séu hins vegar með það staðfest að Zodiac hafi hætt viðskiptum við Sportbáta. Þar svaraði ekki þegar Vísir reyndi að ná tali af forvígismönnum fyrirtækisins. Að sögn Hafdísar eru lögmenn björgunarsveitanna komnir í málið fyrir hönd sveitarinnar en ljóst sé að tapið hjá Skagfirðingasveit sé gríðarstórt og mikið högg. „Fyrir sjálfboðaliða, jafnt fjárhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bát til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá var félagið Knarrvogur ehf., sem rekur Sportbáta, úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Sigurður Lúther Gestsson og Svanhildur Ingibjörnsdóttir eru skráð fyrir fyrirtækinu. Ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Björgunarsveitir Skagafjörður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira