Björgvin Páll eyðir óvissunni Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 10:23 Björgvin Páll Gústavsson ætlar ekki að verða forseti að svo stöddu. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Hann dreymir þó um að verða forseti, en ekki núna. Þetta kemur fram í langri færslu Björgvins Páls á Facebook. Hann segir meðal annars að draumur hans um að verða forseti hafi fyrst kviknað inni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, þegar hann var aðeins átta ára gamall. Sá draumur hafi svo styrkst við móttöku á fálkaorðu fimmtán árum síðar, sá draumur hafi síðan orðið aðeins raunverulegri með útgáfu barnabókar hans, Barn verður forseti, í desember 2022. Draumurinn hafi fyrst orðið spennandi þegar þegar Reykjavík síðdegis og Vísir stóðu fyrir könnun fyrir rúmu ári síðan þar sem fram kom að um fjörutíu prósent aðspurðra gátu séð hann fyrir sér sem forseta Íslands. Á sér marga drauma Björgvin Páll fjallar í löngu máli um embætti forseta, pólitíkina, umræðu um forsetakosningarnar í sumar og margt fleira. „En langar mig að verða forseti? Svarið við þeirri spurning er já. Afhverju langar mig það er svo öllu flóknari spurning sem ég hef reynt að svara lengi? Er það til þess að uppfylla draum 8 ára stráksins eða snýst þetta um alla hina?“ spyr hann sig undir lok færslunnar. Hann svarar því með því að segjast eiga sér marga drauma, einn af þeim sé að verða einhvern tímann forseti Íslands, en ekki núna. „Ég tel mig ekki nægilega lífsreyndan til þess að vera forseti. Eins eru allskonar aðrir draumar að flækjast fyrir mér sem ég þarf að uppfylla fyrst. Þeir draumar tengjast íþróttum, börnunum mínum og öllum hinum börnunum,“ segir Björgvin Páll. Hann lýkur færslunni á því að vitna í orð Vigdísar Finnbogadóttur: „Vér erum þelið sem draumar spinnast úr.“ Þá segir hann auðvitað „áfram Ísland!“ Forsetakosningar 2024 Handbolti Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Þetta kemur fram í langri færslu Björgvins Páls á Facebook. Hann segir meðal annars að draumur hans um að verða forseti hafi fyrst kviknað inni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, þegar hann var aðeins átta ára gamall. Sá draumur hafi svo styrkst við móttöku á fálkaorðu fimmtán árum síðar, sá draumur hafi síðan orðið aðeins raunverulegri með útgáfu barnabókar hans, Barn verður forseti, í desember 2022. Draumurinn hafi fyrst orðið spennandi þegar þegar Reykjavík síðdegis og Vísir stóðu fyrir könnun fyrir rúmu ári síðan þar sem fram kom að um fjörutíu prósent aðspurðra gátu séð hann fyrir sér sem forseta Íslands. Á sér marga drauma Björgvin Páll fjallar í löngu máli um embætti forseta, pólitíkina, umræðu um forsetakosningarnar í sumar og margt fleira. „En langar mig að verða forseti? Svarið við þeirri spurning er já. Afhverju langar mig það er svo öllu flóknari spurning sem ég hef reynt að svara lengi? Er það til þess að uppfylla draum 8 ára stráksins eða snýst þetta um alla hina?“ spyr hann sig undir lok færslunnar. Hann svarar því með því að segjast eiga sér marga drauma, einn af þeim sé að verða einhvern tímann forseti Íslands, en ekki núna. „Ég tel mig ekki nægilega lífsreyndan til þess að vera forseti. Eins eru allskonar aðrir draumar að flækjast fyrir mér sem ég þarf að uppfylla fyrst. Þeir draumar tengjast íþróttum, börnunum mínum og öllum hinum börnunum,“ segir Björgvin Páll. Hann lýkur færslunni á því að vitna í orð Vigdísar Finnbogadóttur: „Vér erum þelið sem draumar spinnast úr.“ Þá segir hann auðvitað „áfram Ísland!“
Forsetakosningar 2024 Handbolti Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira