„Þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 12:48 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst temmilega bjartsýnn fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu í dag klukkan 14:00. Hann segir SA yfirleitt bíða fram á síðustu stundu með sýndan samningsvilja. „Viðræðurnar í sjálfu sér í afskaplega hefðbundnum farvegi. Það er lítið að gerast hjá okkar viðsemjendum til þess að þoka málum áfram. Það er taktíkin sem hefur verið spiluð og alltof oft og yfirleitt sýna þau ekki samningsvilja fyrr en allt er komið í hnút,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið munu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi á miðnætti. Ragnar Þór segir ljóst að það þýði að friðarskyldan sé úti, en ekki verði boðað til verkfalla strax á morgun. „Nei, það er ekki að fara að gerast. Hinsvegar sagði ég að á fimmtudag er friðarskyldan úti. En við erum auðvitað í þessu til að reyna að ná samningum og ætlum að reyna allt okkar til þess að það takist. Sú þolinmæði er hinsvegar ekki endalaus.“ Hvað viltu sjá SA koma með að borðinu á fundinum í dag? „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er samningsvilji. Vegna þess að við höfum sýnt mjög eindreginn og einbeittan samningsvilja. Við höfum ekki fengið hann endurgoldinn.“ Ertu temmilega bjartsýnn fyrir fund? „Já já. Af fenginni reynslu, þá hafa Samtök atvinnulífsins yfirleitt látið stöðuna versna til mikilla muna áður en þau eru tilbúin til samninga. Og þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel. Ég held þau séu ekki komin á þann stað, ég vil kalla þetta skítataktík,“ segir Ragnar. „En auðvitað leyfi ég mér að vona, það er hluti af þessu starfi. Maður þarf að vera með óútskýrð bjartsýnisgen til að geta staðið í þessu. Auðvitað vonar maður að þau komi með breytt og betra viðhorf. Það mun koma í ljós hvort það verði í dag eða næstu daga.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Viðræðurnar í sjálfu sér í afskaplega hefðbundnum farvegi. Það er lítið að gerast hjá okkar viðsemjendum til þess að þoka málum áfram. Það er taktíkin sem hefur verið spiluð og alltof oft og yfirleitt sýna þau ekki samningsvilja fyrr en allt er komið í hnút,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið munu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi á miðnætti. Ragnar Þór segir ljóst að það þýði að friðarskyldan sé úti, en ekki verði boðað til verkfalla strax á morgun. „Nei, það er ekki að fara að gerast. Hinsvegar sagði ég að á fimmtudag er friðarskyldan úti. En við erum auðvitað í þessu til að reyna að ná samningum og ætlum að reyna allt okkar til þess að það takist. Sú þolinmæði er hinsvegar ekki endalaus.“ Hvað viltu sjá SA koma með að borðinu á fundinum í dag? „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er samningsvilji. Vegna þess að við höfum sýnt mjög eindreginn og einbeittan samningsvilja. Við höfum ekki fengið hann endurgoldinn.“ Ertu temmilega bjartsýnn fyrir fund? „Já já. Af fenginni reynslu, þá hafa Samtök atvinnulífsins yfirleitt látið stöðuna versna til mikilla muna áður en þau eru tilbúin til samninga. Og þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel. Ég held þau séu ekki komin á þann stað, ég vil kalla þetta skítataktík,“ segir Ragnar. „En auðvitað leyfi ég mér að vona, það er hluti af þessu starfi. Maður þarf að vera með óútskýrð bjartsýnisgen til að geta staðið í þessu. Auðvitað vonar maður að þau komi með breytt og betra viðhorf. Það mun koma í ljós hvort það verði í dag eða næstu daga.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira