Gamall liðsfélagi Ívars og Brynjars tók við á miðju móti og sló út meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 14:30 Leikmenn Fílabeinsstrandarinnar fagna sigrinum í gær. AP/Themba Hadebe Emerse Faé fékk það krefjandi verkefni að taka við landsliði Fílabeinsstrandarinnar á miðju Afríkumóti. Það er óhætt að segja að hann hafi byrjað landsliðsþjálfaraferilinn á eftirminnilegan hátt. Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar ákvað að reka þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir 4-0 skell liðsins á móti Miðbaugs-Gíneu í riðlakeppninni en liðið er á heimavelli í keppninni í ár. Þrátt fyrir skellinn komst Fílabeinsströndin í sextán liða úrslitin en lenti þar á móti ríkjandi meisturum frá Senegal. Faé fékk stöðuhækkun en hann hefur verið þjálfari 23 ára landsliðs þjóðarinnar og aðstoðarmaður Gasset. Frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokksliðs fór afar vel. Emerse Faé had less than a week to prepare Ivory Coast to face Senegal, the Ivorian Federation spent most of that time trying to hire Hervé Renard.Tonight, in his first match in charge, he knocked out the defending champions. #AFCON2023 pic.twitter.com/KI74avI3zo— Owuraku Ampofo (@_owurakuampofo) January 29, 2024 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Senegal komst yfir strax á fjórðu mínútu en Fílabeinsstrendingar jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Fílabeinsströndin vann svo 5-4 í vítakeppni og er komin áfram í átta liða úrslit keppninnar en titilvörn Senegal er á enda. Fílabeinsströndin mætir annað hvort Malí eða Búrkína Fasó í átta liða úrslitunum. Emerse Faé er fertugur og þetta er eins og áður sagði hans fyrsta starf sem þjálfari aðalliðs. Hann spilaði lengst af í Frakklandi en fékk aðeins að kynnast ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Íslendingafélagið Reading keypti hann frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda í ágúst 2007. Faé skrifaði undir þriggja ára samning og var þar með orðinn liðsfélagi Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar. Þetta var hins vegar stutt gaman því hann komst ekki í byrjunarliðið og neitaði síðan að spila með varaliðinu. Tími hans var stuttur, liðið féll og hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei spila aftur fyrir Reading. Faé var lánaður eftir tímabilið til Nice og félagið keypti hann síðan af enska félaginu. Hann kláraði ferilinn hjá Nice og hóf þar jafnframt þjálfaraferil sinn með yngri liðum félagsins. Faé spilaði á sínum tíma 41 landsleik fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann var landsliðsmaður þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. Nú var honum hent út í djúpu laugina og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu enda eru stórþjóðir eins og Egyptaland, Senegal, Alsír og Kamerún úr leik. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Fílabeinsströndin Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Sjá meira
Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar ákvað að reka þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir 4-0 skell liðsins á móti Miðbaugs-Gíneu í riðlakeppninni en liðið er á heimavelli í keppninni í ár. Þrátt fyrir skellinn komst Fílabeinsströndin í sextán liða úrslitin en lenti þar á móti ríkjandi meisturum frá Senegal. Faé fékk stöðuhækkun en hann hefur verið þjálfari 23 ára landsliðs þjóðarinnar og aðstoðarmaður Gasset. Frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokksliðs fór afar vel. Emerse Faé had less than a week to prepare Ivory Coast to face Senegal, the Ivorian Federation spent most of that time trying to hire Hervé Renard.Tonight, in his first match in charge, he knocked out the defending champions. #AFCON2023 pic.twitter.com/KI74avI3zo— Owuraku Ampofo (@_owurakuampofo) January 29, 2024 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Senegal komst yfir strax á fjórðu mínútu en Fílabeinsstrendingar jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Fílabeinsströndin vann svo 5-4 í vítakeppni og er komin áfram í átta liða úrslit keppninnar en titilvörn Senegal er á enda. Fílabeinsströndin mætir annað hvort Malí eða Búrkína Fasó í átta liða úrslitunum. Emerse Faé er fertugur og þetta er eins og áður sagði hans fyrsta starf sem þjálfari aðalliðs. Hann spilaði lengst af í Frakklandi en fékk aðeins að kynnast ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Íslendingafélagið Reading keypti hann frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda í ágúst 2007. Faé skrifaði undir þriggja ára samning og var þar með orðinn liðsfélagi Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar. Þetta var hins vegar stutt gaman því hann komst ekki í byrjunarliðið og neitaði síðan að spila með varaliðinu. Tími hans var stuttur, liðið féll og hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei spila aftur fyrir Reading. Faé var lánaður eftir tímabilið til Nice og félagið keypti hann síðan af enska félaginu. Hann kláraði ferilinn hjá Nice og hóf þar jafnframt þjálfaraferil sinn með yngri liðum félagsins. Faé spilaði á sínum tíma 41 landsleik fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann var landsliðsmaður þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. Nú var honum hent út í djúpu laugina og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu enda eru stórþjóðir eins og Egyptaland, Senegal, Alsír og Kamerún úr leik. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Fílabeinsströndin Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Sjá meira