„Ég er á góðum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 12:00 Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur verið að gera mjög góða hluti í sundinu. SSÍ Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir kom heim til Íslands til að keppa á Reykjavikurleikunum um síðustu helgi en hún stundar nám og æfingar út í Danmörku. Snæfríður Sól sýndi og sannaði það á mótinu að hún er besta sundkona landsins með því að setja mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggja sér lágmark inn á Evrópumeistaramótið. Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra en hún átti mjög gott ár þar sem þessi 23 ára gamla sundkona sló meðal annars þrettán Íslandsmet og komst bæði í úrslit á EM í 25 metra laug sem og í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Snæfríður Sól setur stefnuna á Ólympíuleikana í París í sumar en þarf þá að bæta sig um 0,7 sekúndur. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana áður en hún fór aftur út til Danmerkur. Hún segir það vera gaman að koma til Íslands og fá tækifæri til að keppa hér á landi. „Það er alltaf gaman að koma og keppa. Hafa fjölskyldu og vini upp í stúku að horfa á mig. Ég er á góðum stað miðað við hvar ég er stödd á tímabilinu. Ég held áfram að byggja ofan á þetta og reyni að syndar hraðar í apríl,“ sagði Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Evrópumótið fer síðan fram í Belgrad í Serbíu í júní. Var 2023 besta árið hennar á ferlinum? „Já ég held að það megi alveg segja það. Það gekk allavega mjög vel. Ég var alltaf að bæta mig og hef gaman af þessu. Ég held að þetta hafi verið besta árið,“ sagði Snæfríður Sól. Hún syndir nú fyrir Álaborgarliðið í Danmörku en byrjaði sundferil sinn hér heima hjá Hamri í Hveragerði. Snæfríður flutti til Árósa þegar hún var átta ára gömul. „Ég er líka í háskóla í Álaborg. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var átta ára með fjölskyldunni minni. Við fluttum þá til Árósa en ég flutti svo sjálf seinna til Álaborgar til að fara alla leið í sundinu. Núna er ég byrjuð í háskólanum líka og er að læra sálfræði,“ sagði Snæfríður. Hún stefnir að því að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana. „Ég þarf að bæta mig um rúma hálfa sekúndu eða um 0,7 sekúndur í 200 metra skriðsundi. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera. Ég ætla að leggja mikla vinnu í þetta og treysti bara á ferlið skili mér rétta leið. Synda hratt og ná þessu A-lágmarki,“ sagði Snæfríður. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Sund Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Snæfríður Sól sýndi og sannaði það á mótinu að hún er besta sundkona landsins með því að setja mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggja sér lágmark inn á Evrópumeistaramótið. Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra en hún átti mjög gott ár þar sem þessi 23 ára gamla sundkona sló meðal annars þrettán Íslandsmet og komst bæði í úrslit á EM í 25 metra laug sem og í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Snæfríður Sól setur stefnuna á Ólympíuleikana í París í sumar en þarf þá að bæta sig um 0,7 sekúndur. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana áður en hún fór aftur út til Danmerkur. Hún segir það vera gaman að koma til Íslands og fá tækifæri til að keppa hér á landi. „Það er alltaf gaman að koma og keppa. Hafa fjölskyldu og vini upp í stúku að horfa á mig. Ég er á góðum stað miðað við hvar ég er stödd á tímabilinu. Ég held áfram að byggja ofan á þetta og reyni að syndar hraðar í apríl,“ sagði Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Evrópumótið fer síðan fram í Belgrad í Serbíu í júní. Var 2023 besta árið hennar á ferlinum? „Já ég held að það megi alveg segja það. Það gekk allavega mjög vel. Ég var alltaf að bæta mig og hef gaman af þessu. Ég held að þetta hafi verið besta árið,“ sagði Snæfríður Sól. Hún syndir nú fyrir Álaborgarliðið í Danmörku en byrjaði sundferil sinn hér heima hjá Hamri í Hveragerði. Snæfríður flutti til Árósa þegar hún var átta ára gömul. „Ég er líka í háskóla í Álaborg. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var átta ára með fjölskyldunni minni. Við fluttum þá til Árósa en ég flutti svo sjálf seinna til Álaborgar til að fara alla leið í sundinu. Núna er ég byrjuð í háskólanum líka og er að læra sálfræði,“ sagði Snæfríður. Hún stefnir að því að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana. „Ég þarf að bæta mig um rúma hálfa sekúndu eða um 0,7 sekúndur í 200 metra skriðsundi. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera. Ég ætla að leggja mikla vinnu í þetta og treysti bara á ferlið skili mér rétta leið. Synda hratt og ná þessu A-lágmarki,“ sagði Snæfríður. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Sund Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira